Boðið var upp á æsispennandi leik í nótt sem endaði að lokum með eins stigs sigri Boston, 104-103. Derrick White reyndist hetjan í þeim leik en honum tókst að ná sóknarfrákasti eftir misheppnað sniðskot Marcus Smart og koma boltanum ofan í körfuna.
Hreint út sagt lygileg atburðarás og hefur Boston nú tekist að brúa bilið sem Miami Heat hafði í einvíginu.
DERRICK WHITE GAMEWINNER #TissotBuzzerBeater | #PhantomCam pic.twitter.com/9EoasImMtn
— NBA (@NBA) May 28, 2023
Jayson Tatum fór fyrir Boston Celtics hvað stigaskorun varðar en hann setti niður 31 stig. Auk þess tók hann tólf fráköst og gaf fimm stoðsendingar.
Þá fór Jaylen Brown einnig mikinn í leiknum, setti niður 26 stig, tók tíu fráköst og gaf þrjár stoðsendingar.
Liðin munu mætast í leik sjö aðfaranótt þriðjudags en sigurvegari einvígisins mætir Denver Nuggets í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar.