Handbolti

Egill aftur í Garðabæinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Egill Magnússon var þrjú ár hjá FH.
Egill Magnússon var þrjú ár hjá FH. vísir/hulda margrét

Egill Magnússon er genginn í raðir Stjörnunnar á nýjan leik eftir þriggja ára dvöl hjá FH.

Egill skrifaði undir tveggja ára samning við Stjörnuna sem endaði í 6. sæti Olís-deildarinnar í vetur og féll úr leik fyrir ÍBV í átta liða úrslitum, 2-0.

Egill er uppalinn hjá Stjörnunni en fór ungur til Team Tvis Holstebro í Danmörku. Þar lék hann í tvö ár áður en hann kom aftur heim í Stjörnuna.

Fyrir þremur árum gekk Egill svo í raðir FH. Í vetur skoraði hann 23 mörk í þrettán leikjum í Olís-deildinni.

„Egill er öflugur leikmaður sem við í Garðabænum erum gríðarlega ánægð að fá aftur heim. Hann mun styrkja lið Stjörnunnar mikið með sinni reynslu og passar vel inn í þær breytingar sem liðið er að ganga í gegnum núna,“ segir í yfirlýsingu Stjörnunnar sem teflir fram talsvert breyttu liði á næsta tímabili.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×