Segir liðsfélaga sinn vera einn besta leikmanns heims Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. maí 2023 15:01 Þessir ná frekar vel saman. Megan Briggs/Getty Images Kyle Lowry sparaði ekki hrósið á Jimmy Butler, liðsfélaga sinn hjá Miami Heat, eftir sigur á Boston Celtics í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi Austursins í NBA-deildinni í körfubolta. Miami haltraði inn í úrslitakeppnina eftir að hafa farið í gegnum umspilið. Liðið er nú komið alla lið í úrslit Austursins þar sem allir og amma þeirra spá Boston Celtics sigri. Butler, þekktur sem Úrslitakeppnis-Jimmy [e. Playoff Jimmy] á þessum tíma árs er ekki sama sinnis og var stórkostlegur þegar Miami vann fyrsta leik einvígisins í nótt. Hinn 37 ára gamli Lowry hefur verið liðsfélagi Jimmy síðan 2021 og hrósaði hann sínum manni í hástert eftir leik næturinnar. „Þetta hefur verið frábært. Það er gaman að vera hluti af þessu ótrúlega skriði sem hann hefur verið á undanfarið. Ég veit ekki hversu lengi það hefur verið núna en þetta er það sem hann gerir, það er ástæða fyrir því að hann er einn besti leikmaður í heimi.“ "He's one of the best players in the world for a reason."Kyle Lowry on Jimmy Butler's Playoff run #NBAConferenceFinals presented by @GooglePixel_US pic.twitter.com/6IKoJjG6EU— NBA (@NBA) May 18, 2023 „Það er ánægjulegt að fylgjast með honum. Hann leggur rosalega hart að sér og vill þetta svo mikið. Það er mikilvægt að njóta árangursins og gefur hann okkur sjálfstraustið sem þarf til að ná árangri. Það er það sem gerir hann einstakan, þetta snýst ekki bara um hann heldur um liðið.“ Jimmy sjálfur var svo spurður út í gott gengi Miami og hvort hann sjálfur hafi séð það fyrir að liðið gæti farið svona langt þegar það mætti Chicago Bulls í umspilinu. "We go out there and we hoop, we play basketball the right way knowing that we always got a chance."Jimmy Butler and the East #8 seed Heat lead 1-0 in the ECF.#NBAConferenceFinals presented by @GooglePixel_US pic.twitter.com/X8mUZdiiFi— NBA (@NBA) May 18, 2023 „Já, algjörlega. Ég gerði það, við gerðum það. Besta við þetta er að okkur er alveg sama hvað þið haldið. Okkur er sama hvort þið haldið að við vinnum eða ekki, okkur hefur alltaf verið sama.“ „Við vitum hvað við sem hópur getum, Erik Spoelstra (þjálfari Miami) hefur svo mikla trú á okkur og það gefur okkur sjálfstraust. Við erum alltaf að gefa hvor öðrum sjálfstraust, við förum út og spilum okkar bolta. Við spilum körfubolta eins og það á að spila hann og við vitum að við eigum alltaf möguleika.“ Jimmy Butler Kyle Lowry#PhantomCamHeat take Game 1... Game 2 is Friday, 8:30 PM ET on TNT! pic.twitter.com/hir2JcCL84— NBA (@NBA) May 18, 2023 Butler endaði með 35 stig, 7 stoðsendingar, 6 stolna bolta og 5 fráköst. Lowry endaði með 15 stig, 3 fráköst, 3 stoðsendingar og einn stolinn bolta. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Körfubolti Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Körfubolti Liverpool búið að bjóða Salah nýjan samning Enski boltinn Antonio búinn í aðgerð Enski boltinn Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfubolti Fékk framlengdan samning hjá Malmö eftir þrennuna Fótbolti Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi Enski boltinn Dramatík þegar Arsenal gerði jafntefli á Craven Cottage Enski boltinn Áttundi sigur Alberts og félaga í röð Fótbolti Fleiri fréttir Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram „Við vorum aldrei að fara gefast upp“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 76-75 | Bikarmeistararnir úr leik Fjórar fengu enga hvíld í bikarsigri Ármanns gegn Aþenu Yfir sig hrifnir af Alexander: „Þetta er ekta Keflavíkur-Kani“ LeBron og Davis með samtals 77 stig en Lakers tapaði enn og aftur Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 120-93 | Nýju mennirnir í stuði í stórsigri „Byggjum á þessu og höldum áfram að verða betri“ Njarðvíkingar bæta við sig „Eitthvað til að byggja á og halda áfram að leggja allt í þetta“ Leikurinn í Keflavík loks hafinn eftir klukkuvandræði Uppgjörið: Álftanes - Stjarnan 77-97 | Þægilegur sigur gestanna Jokic fór upp fyrir Magic Johnson í nótt Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Benedikt í bann Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga „Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu“ Sjá meira
Miami haltraði inn í úrslitakeppnina eftir að hafa farið í gegnum umspilið. Liðið er nú komið alla lið í úrslit Austursins þar sem allir og amma þeirra spá Boston Celtics sigri. Butler, þekktur sem Úrslitakeppnis-Jimmy [e. Playoff Jimmy] á þessum tíma árs er ekki sama sinnis og var stórkostlegur þegar Miami vann fyrsta leik einvígisins í nótt. Hinn 37 ára gamli Lowry hefur verið liðsfélagi Jimmy síðan 2021 og hrósaði hann sínum manni í hástert eftir leik næturinnar. „Þetta hefur verið frábært. Það er gaman að vera hluti af þessu ótrúlega skriði sem hann hefur verið á undanfarið. Ég veit ekki hversu lengi það hefur verið núna en þetta er það sem hann gerir, það er ástæða fyrir því að hann er einn besti leikmaður í heimi.“ "He's one of the best players in the world for a reason."Kyle Lowry on Jimmy Butler's Playoff run #NBAConferenceFinals presented by @GooglePixel_US pic.twitter.com/6IKoJjG6EU— NBA (@NBA) May 18, 2023 „Það er ánægjulegt að fylgjast með honum. Hann leggur rosalega hart að sér og vill þetta svo mikið. Það er mikilvægt að njóta árangursins og gefur hann okkur sjálfstraustið sem þarf til að ná árangri. Það er það sem gerir hann einstakan, þetta snýst ekki bara um hann heldur um liðið.“ Jimmy sjálfur var svo spurður út í gott gengi Miami og hvort hann sjálfur hafi séð það fyrir að liðið gæti farið svona langt þegar það mætti Chicago Bulls í umspilinu. "We go out there and we hoop, we play basketball the right way knowing that we always got a chance."Jimmy Butler and the East #8 seed Heat lead 1-0 in the ECF.#NBAConferenceFinals presented by @GooglePixel_US pic.twitter.com/X8mUZdiiFi— NBA (@NBA) May 18, 2023 „Já, algjörlega. Ég gerði það, við gerðum það. Besta við þetta er að okkur er alveg sama hvað þið haldið. Okkur er sama hvort þið haldið að við vinnum eða ekki, okkur hefur alltaf verið sama.“ „Við vitum hvað við sem hópur getum, Erik Spoelstra (þjálfari Miami) hefur svo mikla trú á okkur og það gefur okkur sjálfstraust. Við erum alltaf að gefa hvor öðrum sjálfstraust, við förum út og spilum okkar bolta. Við spilum körfubolta eins og það á að spila hann og við vitum að við eigum alltaf möguleika.“ Jimmy Butler Kyle Lowry#PhantomCamHeat take Game 1... Game 2 is Friday, 8:30 PM ET on TNT! pic.twitter.com/hir2JcCL84— NBA (@NBA) May 18, 2023 Butler endaði með 35 stig, 7 stoðsendingar, 6 stolna bolta og 5 fráköst. Lowry endaði með 15 stig, 3 fráköst, 3 stoðsendingar og einn stolinn bolta. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Körfubolti Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Körfubolti Liverpool búið að bjóða Salah nýjan samning Enski boltinn Antonio búinn í aðgerð Enski boltinn Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfubolti Fékk framlengdan samning hjá Malmö eftir þrennuna Fótbolti Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi Enski boltinn Dramatík þegar Arsenal gerði jafntefli á Craven Cottage Enski boltinn Áttundi sigur Alberts og félaga í röð Fótbolti Fleiri fréttir Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram „Við vorum aldrei að fara gefast upp“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 76-75 | Bikarmeistararnir úr leik Fjórar fengu enga hvíld í bikarsigri Ármanns gegn Aþenu Yfir sig hrifnir af Alexander: „Þetta er ekta Keflavíkur-Kani“ LeBron og Davis með samtals 77 stig en Lakers tapaði enn og aftur Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 120-93 | Nýju mennirnir í stuði í stórsigri „Byggjum á þessu og höldum áfram að verða betri“ Njarðvíkingar bæta við sig „Eitthvað til að byggja á og halda áfram að leggja allt í þetta“ Leikurinn í Keflavík loks hafinn eftir klukkuvandræði Uppgjörið: Álftanes - Stjarnan 77-97 | Þægilegur sigur gestanna Jokic fór upp fyrir Magic Johnson í nótt Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Benedikt í bann Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga „Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu“ Sjá meira
Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Körfubolti
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu
Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Körfubolti