Miami Heat stal leik eitt í Garðinum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. maí 2023 09:00 Það virðist enginn geta stöðvað Jimmy Butler. Adam Glanzman/Getty Images Úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í körfubolta eru farin af stað. Í nótt fór fram fyrsti leikur einvígisins í Austurdeildinni þar sem Boston Celtics tók á móti Miami Heat. Fór það svo að Heat vann sjö stiga sigur, lokatölur 116-123. Allir veðbankar og allir spekingar vestanhafs – sem og víðar – spá því að Boston vinni einvígið og fari í úrslit NBA-deildarinnar annað árið í röð. Það virtist stefna í það en Boston var betri aðilinn framan af leik næturinnar og leiddi mest með 13 stigum. Í þriðja leikhluta leiksins snerist taflið hins vegar við. Sóknarleikur Miami fór bókstaflega á flug á meðan heimamenn hikstuðu. Miami vann leikhlutann með 21 stigi eftir að skora alls 46 stig í leikhlutanum. Gestirnir skoruðu ekki yfir 30 stig í hinum þremur leikhlutum leiksins. PLAYOFF JIMMY IN #PLAYOFFMODE HEAT LEAD BY 6, 27.7 SECONDS TO GO pic.twitter.com/KEWF32XyQG— NBA (@NBA) May 18, 2023 Þó Celtics hafi haldið spennu í þessu í fjórða leikhluta var það Úrslitakeppnis-Jimmy [e. Playoff Jimmy] Butler sem tryggði Miami Heat mikilvægan sigur í TD Garden í Boston. Leikurinn vannst á endanum með sjö stigum, 116-123. Butler fór fyrir sínum mönnum en hann skoraði 35 stig, gaf 7 stoðsendingar og tók 5 fráköst á þeim 43 mínútum sem hann spilaði. Þar á eftir kom Bam Adebayo með 20 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar. Jimmy Butler leads the #8 seed @MiamiHEAT to a road win in Game 1 of the ECF!35 PTS7 AST 6 STL (Playoff career high) Game 2: Friday, 8:30 PM ET on TNT pic.twitter.com/GXX7eHrOxy— NBA (@NBA) May 18, 2023 Þeir Gabe Vincent, Max Strus, Caleb Martin og Kyle Lowry skoruðu allir 15 stig á meðan gamla brýnið Kevin Love skoraði 8 stig og tók 6 fráköst. Í liði Celtics var Jayson Tatum stigahæstur með 30 stig, 7 fráköst og staka stoðsendingu. Jaylen Brown kom þar á eftir með 22 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar á meðan Malcolm Brogdon skoraði 19 stig. The @MiamiHEAT open the East Finals with a win in Boston!MIA/BOS Game 2: Friday, 8:30pm/et | TNT pic.twitter.com/B29HgDdUvd— NBA (@NBA) May 18, 2023 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Sjá meira
Allir veðbankar og allir spekingar vestanhafs – sem og víðar – spá því að Boston vinni einvígið og fari í úrslit NBA-deildarinnar annað árið í röð. Það virtist stefna í það en Boston var betri aðilinn framan af leik næturinnar og leiddi mest með 13 stigum. Í þriðja leikhluta leiksins snerist taflið hins vegar við. Sóknarleikur Miami fór bókstaflega á flug á meðan heimamenn hikstuðu. Miami vann leikhlutann með 21 stigi eftir að skora alls 46 stig í leikhlutanum. Gestirnir skoruðu ekki yfir 30 stig í hinum þremur leikhlutum leiksins. PLAYOFF JIMMY IN #PLAYOFFMODE HEAT LEAD BY 6, 27.7 SECONDS TO GO pic.twitter.com/KEWF32XyQG— NBA (@NBA) May 18, 2023 Þó Celtics hafi haldið spennu í þessu í fjórða leikhluta var það Úrslitakeppnis-Jimmy [e. Playoff Jimmy] Butler sem tryggði Miami Heat mikilvægan sigur í TD Garden í Boston. Leikurinn vannst á endanum með sjö stigum, 116-123. Butler fór fyrir sínum mönnum en hann skoraði 35 stig, gaf 7 stoðsendingar og tók 5 fráköst á þeim 43 mínútum sem hann spilaði. Þar á eftir kom Bam Adebayo með 20 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar. Jimmy Butler leads the #8 seed @MiamiHEAT to a road win in Game 1 of the ECF!35 PTS7 AST 6 STL (Playoff career high) Game 2: Friday, 8:30 PM ET on TNT pic.twitter.com/GXX7eHrOxy— NBA (@NBA) May 18, 2023 Þeir Gabe Vincent, Max Strus, Caleb Martin og Kyle Lowry skoruðu allir 15 stig á meðan gamla brýnið Kevin Love skoraði 8 stig og tók 6 fráköst. Í liði Celtics var Jayson Tatum stigahæstur með 30 stig, 7 fráköst og staka stoðsendingu. Jaylen Brown kom þar á eftir með 22 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar á meðan Malcolm Brogdon skoraði 19 stig. The @MiamiHEAT open the East Finals with a win in Boston!MIA/BOS Game 2: Friday, 8:30pm/et | TNT pic.twitter.com/B29HgDdUvd— NBA (@NBA) May 18, 2023 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Sjá meira