Draumur að verða að veruleika Stefán Árni Pálsson skrifar 17. maí 2023 20:00 Þorgils reynir fyrir sér í atvinnumennskunni í handbolta og það í sænsku úrvalsdeildinni. vísir/sigurjón Nýjasti atvinnumaðurinn okkar í handbolta Þorgils Jón Svölu-Baldursson segist vera spenntur fyrir því að taka slaginn í Svíþjóð með liðinu Karlskrona. Þorgils samdi við félagið á dögunum og gerði tveggja ára samning. Liðið leikur í sænsku úrvalsdeildinni á næsta tímabili og þá sem nýliðar í deildinni. „Ég er bara spenntur og þetta er mjög áhugavert verkefni,“ segir Þorgils en sænska félagið sýndi leikmanninum áhuga fyrir um það bil mánuði síðan. „Það er kominn tími til að prófa eitthvað nýtt finnst mér.“ Landsliðsmaðurinn Ólafur Andrés Guðmundsson samdi einnig við liðið fyrir ekki svo löngu. „Það verður örugglega mjög þægilegt fyrir mig að hafa hann. Ég er búinn að heyra í honum og hann er tilbúinn að hjálpa mér með allt sem ég þarf.“ Þorgils er 25 ára línumaður sem hefur spilað í hjarta varnarinnar hjá Val síðustu ár. Hann lék vel með liðinu í riðlakeppni Evrópudeildarinnar á tímabilinu en Valsmenn komust í 16-liða úrslitin í keppninni. „Þetta var stórt svið sem við fengum að spreyta okkur á og þjálfarinn sagðist hafa séð mig á móti Ystad. Ég held algjörlega að þetta hafi komið mörgum leikmönnum okkar á kortið. Það hefur alltaf verið stefnan að gerast atvinnumaður og ég ætla bara að gera mitt besta og sjá til hvert það leiðir mann.“ Þorgils er í sambandi með handboltakonunni Lovísu Thompson en hún mun vera hér á landi næsta tímabilið. Lovísa var sjálf atvinnumaður í handbolta í Noregi í vetur og kom aftur til Íslands í febrúar á þessu ári. „Það stefnir allt í það að hún komi ekki með mér út. Hún er að fara í aðgerð og þarf kannski aðeins að vinna í því hérna heima. Við þekkjum alveg að vera frá hvort öðru en það var samt líka fínt að fá hana heim þegar hún kom.“ Handbolti Olís-deild karla Valur Sænski handboltinn Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Sjá meira
Þorgils samdi við félagið á dögunum og gerði tveggja ára samning. Liðið leikur í sænsku úrvalsdeildinni á næsta tímabili og þá sem nýliðar í deildinni. „Ég er bara spenntur og þetta er mjög áhugavert verkefni,“ segir Þorgils en sænska félagið sýndi leikmanninum áhuga fyrir um það bil mánuði síðan. „Það er kominn tími til að prófa eitthvað nýtt finnst mér.“ Landsliðsmaðurinn Ólafur Andrés Guðmundsson samdi einnig við liðið fyrir ekki svo löngu. „Það verður örugglega mjög þægilegt fyrir mig að hafa hann. Ég er búinn að heyra í honum og hann er tilbúinn að hjálpa mér með allt sem ég þarf.“ Þorgils er 25 ára línumaður sem hefur spilað í hjarta varnarinnar hjá Val síðustu ár. Hann lék vel með liðinu í riðlakeppni Evrópudeildarinnar á tímabilinu en Valsmenn komust í 16-liða úrslitin í keppninni. „Þetta var stórt svið sem við fengum að spreyta okkur á og þjálfarinn sagðist hafa séð mig á móti Ystad. Ég held algjörlega að þetta hafi komið mörgum leikmönnum okkar á kortið. Það hefur alltaf verið stefnan að gerast atvinnumaður og ég ætla bara að gera mitt besta og sjá til hvert það leiðir mann.“ Þorgils er í sambandi með handboltakonunni Lovísu Thompson en hún mun vera hér á landi næsta tímabilið. Lovísa var sjálf atvinnumaður í handbolta í Noregi í vetur og kom aftur til Íslands í febrúar á þessu ári. „Það stefnir allt í það að hún komi ekki með mér út. Hún er að fara í aðgerð og þarf kannski aðeins að vinna í því hérna heima. Við þekkjum alveg að vera frá hvort öðru en það var samt líka fínt að fá hana heim þegar hún kom.“
Handbolti Olís-deild karla Valur Sænski handboltinn Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Sjá meira