Sport

„Guð­faðir pókersins“ er látinn

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Doyle Brunson var einn af þekktustu pókerspilurum heims.
Doyle Brunson var einn af þekktustu pókerspilurum heims. Ethan Miller/Getty

Ein stærsta goð­sögn póker heimsins, Doy­le Brun­son, sem kallaður hefur verið „guð­faðir pókersins“ er látinn 89 ára gamall. Hann lést í Las Vegas, að því er fram kemur í til­kynningu frá fjöl­skyldunni hans.

Brun­son skaust upp á stjörnu­himininn á áttunda ára­tug síðustu aldar en hann vann hvorki meira né minna en sex heims­meistara­keppnir í póker á þeim ára­tug. Hann bætti svo við sig tveimur titlum til við­bótar í öðru heims­meistara­móti 1976 og 1977.

Hann er einn af ör­fáum sem unnið hafa tvö ár í röð en samtals hefur hann unnið tíu mót. Einungis einn hefur unnið fleiri mót en það er heims­meistara­kappinn Phil Hell­muth. 

Doyle tók þátt í póker­mótum í Las Vegas í 50 ár og skrifaði bók sem hét „Ofur­kerfið“ (e. Super Sy­stem) árið 1979 um sína eigin pókertaktík. Honum fannst best að byrja með léleg spil á hendi, að því er fram kemur í umfjöllun Sky um pókerspilarann.

Brun­son hafði alltaf kú­reka­hatt á höfði sér þegar hann tók þátt í póker­mótum og varð hatturinn ein­kennis­merki hans. Aðrir heims­meistarar í póker hafa minnst Brun­son í dag. Phil Hell­muth segir meðal annars að póker hafi misst sína stærstu goð­sögn í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×