Ný bók um Samherjamálið Kristinn Haukur Guðnason skrifar 29. apríl 2023 23:01 Bernhardt Esau fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu og Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja. Wikileaks Á miðvikudag kom út bók í Namibíu um Samherjamálið. Bókin er gefin út af ritstjóra dagblaðsins The Namibian, sem hefur fjallað ítarlega um málið á undanförnum árum. Fishrot: Fisheries and Corruption in Namibia, er heiti bókarinnar, eða Rotfiskur: Sjávarútvegur og spilling í Namibíu. Var hún gefin út á miðvikudag af dagblaðinu The Namibian, sem hefur skrifstofu í höfuðborginni Windhoek. „Höfundar bókarinnar, prófessorinn Roman Grynberg, rannsóknarblaðamaðurinn Shinovene Immanuel og ritstjóri The Namibian, Tangeni Amupadhi, gerðu ítarlega rannsókn til að koma upp um spillingu í namibískum sjávarútveg. Meðal annars með viðtölum við innanbúðarfólk og sérfræðinga,“ segir í tilkynningu. Segir að í bókinni sé greint frá því hvernig Samherji og namibískir embættismenn hafi auðgast á kostnað namibísks almennings. 140 milljarða virði af hrossamakríl „Í bókinni er umfangsmikil greining á þessu hneykslismáli og hvernig það bar að. Það er mikilvægt fyrir almenning að nota þessa bók sem skapalón fyrir spillingarmál sem gætu komið upp í framtíðinni,“ sagði Amupadhi við kynningu bókarinnar. Grynberg lagði áherslu á að 14 milljarða namibíudollara virði af hrossamakríl sem hvarf í spillinguna hefði getað nýst til að takast á við félagsleg og efnahagsleg vandamál landsins, til að hjálpa fátækum Namibíumönnum. Það er um 140 milljarðar íslenskra króna. Stjórnina skorti viljann „Að mínu mati skortir ríkisstjórnina viljann til að takast á við fátækt og arfleið nýlendustefnunnar og aðskilnaðarstefnunnar,“ sagði Grynberg. Þá hvatti Immanuel almenning til þess að koma upp um spillingu og krefjast þess að gagnsæi og ábyrgð séu viðhöfð þegar um þjóðarauðlindir er að ræða. „Við vonum að bókin okkar varpi ljósi á þetta vandamál og hvetji fólk til að taka málin í sínar eigin hendur til þess að koma í veg fyrir að þetta gerist í framtíðinni,“ sagði hann. Ekki fyrsta bókin Bókin er ekki sú fyrsta sem kemur út um málið. Árið 2019 skrifuðu Helgi Seljan, Aðalsteinn Kjartansson og Stefán Drengsson bókina Ekkert að fela: Á slóðum Samherja í Afríku. En þeir þrír unnu að umfjöllun um Samherjamálið fyrir sjónvarpsþáttinn Kveik á RÚV. Krafist var innköllunar á bók Kveiksmanna um Samherjamálið.Penninn Greint hefur verið frá því að starfsmenn Samherja hafi sent tölvupóst á framkvæmdastjóra Forlagsins, sem gaf bókina út, þar sem þess var krafist að bókin yrði innkölluð. Samherjaskjölin Namibía Sjávarútvegur Tengdar fréttir Réttarhöldin í Samherjamálinu hefjast í haust Ákveðið var í morgun að réttarhöldin yfir mönnunum tíu sem ákærðir eru í Samherjamálinu í Namibíu munu hefjast þann 2. október næstkomandi. Gert er ráð fyrir að réttarhöldin standi yfir fram í júní árið 2024. 14. febrúar 2023 14:06 Samherji sakaður um stórfelld undanskot í Namibíu Namibískir fjölmiðlar hafa fjallað ítarlega um málið síðustu misseri, einkum ásakanir stjórnarformanns Sinco Fishing, félags sem starfað hefur með Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 13:00 Wikileaks birtir 30 þúsund gögn um Samherja Uppljóstrunarvettvangurinn Wikileaks birti í kvöld 30 þúsund skjöl sem það segist hafa fengið frá Jóhannesi Stefánssyni, fyrrverandi stjórnanda Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 20:00 Samherjamálið skref fyrir skref Samherjaskjölin sem birt voru á vef WikiLeaks í gær, og voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi og í dagblaðinu Stundinni, hafa vakið mikla athygli – og gríðarleg viðbrögð í íslensku samfélagi. 13. nóvember 2019 15:30 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Fishrot: Fisheries and Corruption in Namibia, er heiti bókarinnar, eða Rotfiskur: Sjávarútvegur og spilling í Namibíu. Var hún gefin út á miðvikudag af dagblaðinu The Namibian, sem hefur skrifstofu í höfuðborginni Windhoek. „Höfundar bókarinnar, prófessorinn Roman Grynberg, rannsóknarblaðamaðurinn Shinovene Immanuel og ritstjóri The Namibian, Tangeni Amupadhi, gerðu ítarlega rannsókn til að koma upp um spillingu í namibískum sjávarútveg. Meðal annars með viðtölum við innanbúðarfólk og sérfræðinga,“ segir í tilkynningu. Segir að í bókinni sé greint frá því hvernig Samherji og namibískir embættismenn hafi auðgast á kostnað namibísks almennings. 140 milljarða virði af hrossamakríl „Í bókinni er umfangsmikil greining á þessu hneykslismáli og hvernig það bar að. Það er mikilvægt fyrir almenning að nota þessa bók sem skapalón fyrir spillingarmál sem gætu komið upp í framtíðinni,“ sagði Amupadhi við kynningu bókarinnar. Grynberg lagði áherslu á að 14 milljarða namibíudollara virði af hrossamakríl sem hvarf í spillinguna hefði getað nýst til að takast á við félagsleg og efnahagsleg vandamál landsins, til að hjálpa fátækum Namibíumönnum. Það er um 140 milljarðar íslenskra króna. Stjórnina skorti viljann „Að mínu mati skortir ríkisstjórnina viljann til að takast á við fátækt og arfleið nýlendustefnunnar og aðskilnaðarstefnunnar,“ sagði Grynberg. Þá hvatti Immanuel almenning til þess að koma upp um spillingu og krefjast þess að gagnsæi og ábyrgð séu viðhöfð þegar um þjóðarauðlindir er að ræða. „Við vonum að bókin okkar varpi ljósi á þetta vandamál og hvetji fólk til að taka málin í sínar eigin hendur til þess að koma í veg fyrir að þetta gerist í framtíðinni,“ sagði hann. Ekki fyrsta bókin Bókin er ekki sú fyrsta sem kemur út um málið. Árið 2019 skrifuðu Helgi Seljan, Aðalsteinn Kjartansson og Stefán Drengsson bókina Ekkert að fela: Á slóðum Samherja í Afríku. En þeir þrír unnu að umfjöllun um Samherjamálið fyrir sjónvarpsþáttinn Kveik á RÚV. Krafist var innköllunar á bók Kveiksmanna um Samherjamálið.Penninn Greint hefur verið frá því að starfsmenn Samherja hafi sent tölvupóst á framkvæmdastjóra Forlagsins, sem gaf bókina út, þar sem þess var krafist að bókin yrði innkölluð.
Samherjaskjölin Namibía Sjávarútvegur Tengdar fréttir Réttarhöldin í Samherjamálinu hefjast í haust Ákveðið var í morgun að réttarhöldin yfir mönnunum tíu sem ákærðir eru í Samherjamálinu í Namibíu munu hefjast þann 2. október næstkomandi. Gert er ráð fyrir að réttarhöldin standi yfir fram í júní árið 2024. 14. febrúar 2023 14:06 Samherji sakaður um stórfelld undanskot í Namibíu Namibískir fjölmiðlar hafa fjallað ítarlega um málið síðustu misseri, einkum ásakanir stjórnarformanns Sinco Fishing, félags sem starfað hefur með Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 13:00 Wikileaks birtir 30 þúsund gögn um Samherja Uppljóstrunarvettvangurinn Wikileaks birti í kvöld 30 þúsund skjöl sem það segist hafa fengið frá Jóhannesi Stefánssyni, fyrrverandi stjórnanda Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 20:00 Samherjamálið skref fyrir skref Samherjaskjölin sem birt voru á vef WikiLeaks í gær, og voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi og í dagblaðinu Stundinni, hafa vakið mikla athygli – og gríðarleg viðbrögð í íslensku samfélagi. 13. nóvember 2019 15:30 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Réttarhöldin í Samherjamálinu hefjast í haust Ákveðið var í morgun að réttarhöldin yfir mönnunum tíu sem ákærðir eru í Samherjamálinu í Namibíu munu hefjast þann 2. október næstkomandi. Gert er ráð fyrir að réttarhöldin standi yfir fram í júní árið 2024. 14. febrúar 2023 14:06
Samherji sakaður um stórfelld undanskot í Namibíu Namibískir fjölmiðlar hafa fjallað ítarlega um málið síðustu misseri, einkum ásakanir stjórnarformanns Sinco Fishing, félags sem starfað hefur með Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 13:00
Wikileaks birtir 30 þúsund gögn um Samherja Uppljóstrunarvettvangurinn Wikileaks birti í kvöld 30 þúsund skjöl sem það segist hafa fengið frá Jóhannesi Stefánssyni, fyrrverandi stjórnanda Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 20:00
Samherjamálið skref fyrir skref Samherjaskjölin sem birt voru á vef WikiLeaks í gær, og voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi og í dagblaðinu Stundinni, hafa vakið mikla athygli – og gríðarleg viðbrögð í íslensku samfélagi. 13. nóvember 2019 15:30