„Þurfti bara að taka til í hausnum“ Atli Arason skrifar 26. apríl 2023 22:16 Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur. Vísir/Vilhelm Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur, hefur átt erfitt uppdráttar í undanförnum leikjum í úrslitakeppninni Subway-deild karla í körfubolta. Haukur hitti þó heldur betur á sinn leik í kvöld er Njarðvík vann 31 stiga sigur á Tindastól, 109-78. Haukur endaði leikinn stigahæstur með 20 stig. „Ég þurfti bara að sjá boltann fara ofan í fyrsta skipti,“ sagði Haukur í viðtali við Vísi eftir leik en hann hefur markvisst unnið í sjálfum sér fyrir leikinn í kvöld. „Ég átti gott samtal við íþróttasálfræðinginn okkar, að reyna að fá þetta slor úr hausnum á manni að hugsa of mikið og fara bara að spila körfubolta,“ bætti Haukur við en hann hefur einungis skorað 10 stig samanlagt í fyrri tveimur viðureignum Njarðvíkur og Tindastóls. „Hausinn er 90% af þessu. Líkaminn er í góðu standi en maður þurfti bara að taka til í hausnum,“ sagði Haukur sem taldi að leikplan Njarðvíkur hefði gengið fullkomlega upp í kvöld. „Leikplanið var að leyfa þeim ekki að hlaupa eins og þeir vilja. Þeir vilja bara hlaupa og troða, skjóta þristum og dansa. Það þurfti bara að kæfa það strax. Leikplanið var að spila fast, hlaupa til baka og láta þá alltaf spila fimm á fimm á okkur.“ „Þeir eru rosalegt sveiflulið. Þetta sást líka hjá þeim á móti Keflavík þar sem þeir vinna með 30 og tapa svo með 30. Ef þeir eru rétt stilltir, þá eru þeir rétt stilltir og óviðráðanlegir,“ svaraði Haukur aðspurður um stóru sveiflurnar í stigaskori á milli liðanna í leikjunum þremur til þessa. Með sigrinum sóttu Njarðvíkingar líflínu í einvíginu en Tindastóll leiðir einvígið nú með tveimur sigrum gegn einum. Til þess að forðast sumarfrí þá þurfa þeir grænklæddu að gera eitthvað sem ekkert lið hefur tekist að gera síðan í maí 2021, að sækja sigur á Sauðárkróki í úrslitakeppnisleik. „Við höfum unnið þarna áður og tapað þarna áður. Við þurfum bara að mæta með sjálfstraust og baráttuglaðir þrátt fyrir þennan heimavöll. Þetta er samt svakalegt vígi og það munu eflaust vera fimmfalt fleiri á næsta leik en á síðasta leik. Þetta á bara eftir að vera gaman en einnig mjög krefjandi,“ sagði Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur, að endingu. Subway-deild karla UMF Njarðvík Tindastóll Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík 109-78 Tindastóll | Njarðvíkingar grípa í líflínu Njarðvíkingar halda sér á lífi í úrslitakeppninni Subway-deildar karla í körfubolta eftir 31 stiga stórsigur á Tindastól í Ljónagryfjunni í kvöld, 109-78. Sigur Njarðvíkinga var aldrei í hættu en heimamenn leiddu frá upphafi til enda. 26. apríl 2023 21:00 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Fleiri fréttir NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Sjá meira
„Ég þurfti bara að sjá boltann fara ofan í fyrsta skipti,“ sagði Haukur í viðtali við Vísi eftir leik en hann hefur markvisst unnið í sjálfum sér fyrir leikinn í kvöld. „Ég átti gott samtal við íþróttasálfræðinginn okkar, að reyna að fá þetta slor úr hausnum á manni að hugsa of mikið og fara bara að spila körfubolta,“ bætti Haukur við en hann hefur einungis skorað 10 stig samanlagt í fyrri tveimur viðureignum Njarðvíkur og Tindastóls. „Hausinn er 90% af þessu. Líkaminn er í góðu standi en maður þurfti bara að taka til í hausnum,“ sagði Haukur sem taldi að leikplan Njarðvíkur hefði gengið fullkomlega upp í kvöld. „Leikplanið var að leyfa þeim ekki að hlaupa eins og þeir vilja. Þeir vilja bara hlaupa og troða, skjóta þristum og dansa. Það þurfti bara að kæfa það strax. Leikplanið var að spila fast, hlaupa til baka og láta þá alltaf spila fimm á fimm á okkur.“ „Þeir eru rosalegt sveiflulið. Þetta sást líka hjá þeim á móti Keflavík þar sem þeir vinna með 30 og tapa svo með 30. Ef þeir eru rétt stilltir, þá eru þeir rétt stilltir og óviðráðanlegir,“ svaraði Haukur aðspurður um stóru sveiflurnar í stigaskori á milli liðanna í leikjunum þremur til þessa. Með sigrinum sóttu Njarðvíkingar líflínu í einvíginu en Tindastóll leiðir einvígið nú með tveimur sigrum gegn einum. Til þess að forðast sumarfrí þá þurfa þeir grænklæddu að gera eitthvað sem ekkert lið hefur tekist að gera síðan í maí 2021, að sækja sigur á Sauðárkróki í úrslitakeppnisleik. „Við höfum unnið þarna áður og tapað þarna áður. Við þurfum bara að mæta með sjálfstraust og baráttuglaðir þrátt fyrir þennan heimavöll. Þetta er samt svakalegt vígi og það munu eflaust vera fimmfalt fleiri á næsta leik en á síðasta leik. Þetta á bara eftir að vera gaman en einnig mjög krefjandi,“ sagði Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur, að endingu.
Subway-deild karla UMF Njarðvík Tindastóll Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík 109-78 Tindastóll | Njarðvíkingar grípa í líflínu Njarðvíkingar halda sér á lífi í úrslitakeppninni Subway-deildar karla í körfubolta eftir 31 stiga stórsigur á Tindastól í Ljónagryfjunni í kvöld, 109-78. Sigur Njarðvíkinga var aldrei í hættu en heimamenn leiddu frá upphafi til enda. 26. apríl 2023 21:00 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Fleiri fréttir NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík 109-78 Tindastóll | Njarðvíkingar grípa í líflínu Njarðvíkingar halda sér á lífi í úrslitakeppninni Subway-deildar karla í körfubolta eftir 31 stiga stórsigur á Tindastól í Ljónagryfjunni í kvöld, 109-78. Sigur Njarðvíkinga var aldrei í hættu en heimamenn leiddu frá upphafi til enda. 26. apríl 2023 21:00