Ekki nógu stór skref tekin til að bregðast við ópíóðavandanum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 26. apríl 2023 21:43 Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að grípa þurfi til enn drastískari aðgerða til að bregðast við fíknifaraldri sem nú ríður yfir. Vísir/Vilhelm Þingmenn streymdu í pontu í dag til að ræða þá alvarlegu stöðu sem upp er komin vegna ópíóðafíknar á Íslandi. Yfirlæknir á Vogi óttast að andlátum vegna ópíóðafíknar muni fjölga til muna. Þingmaður segir að grípa þurfi til stórtækra aðgerða. Fjallað var um það í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að þrjátíu og fimm manns undir fimmtugu, sem hafa undirgengist meðferð á Vogi á árinu, hafi látið lífið vegna ofskömmtunar. Yfirlæknir á Vogi segir að ef þróunin heldur óbreytt áfram verði þeir hátt í tvöfalt fleiri um árslok. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir þingmenn eins og aðra heyra ákall aðstandenda sem horft hafi á eftir ástvinum sínum, sem tapað hafi baráttunni við fíknisjúkdóma undanfarið. „Það er ljóst að þrátt fyrir að stigin hafi verið mjög jákvæð skref undanfarið af heilbrigðisráðherra í þessum málflokki þá kemur fólk með fíknisjúkdóma enn að lokuðum dyrum í heilbrigðiskerfinu og fólk og ungt fólk er að deyja í hrönnum, á biðlistum, og það er bara fullkomlega óásættanlegt,“ segir Diljá Mist. „Þessi skref sem heilbrigðisráðherra hefur verið að taka eru jákvæð en þau eru ekki nægjanleg. Hann hefur sagst ætla að skera upp herör gegn þessum faraldri meðal annars með því að samþætta þjónustu, leita til annarra aðila og ég held að það sé full þörf á því að leita til sveitarfélaga, annarra ráðuneyta, félagsþjónustunnar og bara samfélagsins alls eins og hann hefur bent á.“ Diljá segist munu halda áfram að beita sér fyrir málaflokknum á þingi. „Ég hef gjarnan tekið þessi mál upp hér á þinginu. Þau standa mér mjög nærri og ég hef skrifað um það. Það er auðvitað mikilvægt starf hjá okkur þingmönnum að veita stjórnvöldum aðhald og ég mun gera það og beita mér ötullega fyrir þessum málaflokki,“ segir Diljá. Viðhorfsbreyting hafi orðið gagnvart fíknisjúkdómum að undanförnu en áherslur stjórnvalda og fjármagn hafi ekki fylgt þeirri viðhorfsbreytingu nógu vel. „Það er það sem aðstandendur hafa bent á, þeim finnst við bara taka þetta upp á tillidögum. En hvernig skýrum við annars að við séum sinnulaus gagnvart því að ungt fólk sé að deyja hér í svona miklu magni? Við verðum auðvitað bara að grípa til stórtækra aðgerða.“ Fíkn Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Segir mikilvægt að ráðast í þjóðarátak vegna ópíóðafaraldurs Heilbrigðisráðherra segir vísbendingar um að ólögleg framleiðsla á ópíóðalyfjum fari fram hér á landi. Faraldurinn sem nú geisar sé samfélagslega verkefni og nauðsynlegt sé að skera upp herör. Þrjátíu og fimm manns yngri en fimmtugt hafa látist það sem af er ári af völdum fíkniefna. 26. apríl 2023 11:59 „Magnús var elskaður af öllum sem kynntust honum“ „Við vonum að það verði einhver vakning í þjóðfélaginu gagnvart því að fíkn er sjúkdómur. Fallegi og góði drengurinn okkar tapaði sinni baráttu við sinn sjúkdóm,“ segir Guðrún Katrín Sandholt í samtali við Vísi. Sonur Guðrúnar, Magnús Andri Sæmundsson, lést þann 12. febrúar síðastliðinn eftir hatramma baráttu við ópíóðafíkn. 25. apríl 2023 15:40 Ópíóðafaraldur: Í það minnsta tíu undir fertugu látið lífið það sem af er ári Yfirlæknir á Vogi segir tíu skjólstæðinga þeirra undir fertugu látist það sem af er árs. Hún segir fíknisjúkdóminn vera skaðræði og kallar eftir aðgerðum stjórnvalda. Einungis fjórðungur meðferða við ópíóðafíkn er greiddur af ríkinu. 25. apríl 2023 11:28 Mest lesið Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins Sjá meira
Fjallað var um það í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að þrjátíu og fimm manns undir fimmtugu, sem hafa undirgengist meðferð á Vogi á árinu, hafi látið lífið vegna ofskömmtunar. Yfirlæknir á Vogi segir að ef þróunin heldur óbreytt áfram verði þeir hátt í tvöfalt fleiri um árslok. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir þingmenn eins og aðra heyra ákall aðstandenda sem horft hafi á eftir ástvinum sínum, sem tapað hafi baráttunni við fíknisjúkdóma undanfarið. „Það er ljóst að þrátt fyrir að stigin hafi verið mjög jákvæð skref undanfarið af heilbrigðisráðherra í þessum málflokki þá kemur fólk með fíknisjúkdóma enn að lokuðum dyrum í heilbrigðiskerfinu og fólk og ungt fólk er að deyja í hrönnum, á biðlistum, og það er bara fullkomlega óásættanlegt,“ segir Diljá Mist. „Þessi skref sem heilbrigðisráðherra hefur verið að taka eru jákvæð en þau eru ekki nægjanleg. Hann hefur sagst ætla að skera upp herör gegn þessum faraldri meðal annars með því að samþætta þjónustu, leita til annarra aðila og ég held að það sé full þörf á því að leita til sveitarfélaga, annarra ráðuneyta, félagsþjónustunnar og bara samfélagsins alls eins og hann hefur bent á.“ Diljá segist munu halda áfram að beita sér fyrir málaflokknum á þingi. „Ég hef gjarnan tekið þessi mál upp hér á þinginu. Þau standa mér mjög nærri og ég hef skrifað um það. Það er auðvitað mikilvægt starf hjá okkur þingmönnum að veita stjórnvöldum aðhald og ég mun gera það og beita mér ötullega fyrir þessum málaflokki,“ segir Diljá. Viðhorfsbreyting hafi orðið gagnvart fíknisjúkdómum að undanförnu en áherslur stjórnvalda og fjármagn hafi ekki fylgt þeirri viðhorfsbreytingu nógu vel. „Það er það sem aðstandendur hafa bent á, þeim finnst við bara taka þetta upp á tillidögum. En hvernig skýrum við annars að við séum sinnulaus gagnvart því að ungt fólk sé að deyja hér í svona miklu magni? Við verðum auðvitað bara að grípa til stórtækra aðgerða.“
Fíkn Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Segir mikilvægt að ráðast í þjóðarátak vegna ópíóðafaraldurs Heilbrigðisráðherra segir vísbendingar um að ólögleg framleiðsla á ópíóðalyfjum fari fram hér á landi. Faraldurinn sem nú geisar sé samfélagslega verkefni og nauðsynlegt sé að skera upp herör. Þrjátíu og fimm manns yngri en fimmtugt hafa látist það sem af er ári af völdum fíkniefna. 26. apríl 2023 11:59 „Magnús var elskaður af öllum sem kynntust honum“ „Við vonum að það verði einhver vakning í þjóðfélaginu gagnvart því að fíkn er sjúkdómur. Fallegi og góði drengurinn okkar tapaði sinni baráttu við sinn sjúkdóm,“ segir Guðrún Katrín Sandholt í samtali við Vísi. Sonur Guðrúnar, Magnús Andri Sæmundsson, lést þann 12. febrúar síðastliðinn eftir hatramma baráttu við ópíóðafíkn. 25. apríl 2023 15:40 Ópíóðafaraldur: Í það minnsta tíu undir fertugu látið lífið það sem af er ári Yfirlæknir á Vogi segir tíu skjólstæðinga þeirra undir fertugu látist það sem af er árs. Hún segir fíknisjúkdóminn vera skaðræði og kallar eftir aðgerðum stjórnvalda. Einungis fjórðungur meðferða við ópíóðafíkn er greiddur af ríkinu. 25. apríl 2023 11:28 Mest lesið Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins Sjá meira
Segir mikilvægt að ráðast í þjóðarátak vegna ópíóðafaraldurs Heilbrigðisráðherra segir vísbendingar um að ólögleg framleiðsla á ópíóðalyfjum fari fram hér á landi. Faraldurinn sem nú geisar sé samfélagslega verkefni og nauðsynlegt sé að skera upp herör. Þrjátíu og fimm manns yngri en fimmtugt hafa látist það sem af er ári af völdum fíkniefna. 26. apríl 2023 11:59
„Magnús var elskaður af öllum sem kynntust honum“ „Við vonum að það verði einhver vakning í þjóðfélaginu gagnvart því að fíkn er sjúkdómur. Fallegi og góði drengurinn okkar tapaði sinni baráttu við sinn sjúkdóm,“ segir Guðrún Katrín Sandholt í samtali við Vísi. Sonur Guðrúnar, Magnús Andri Sæmundsson, lést þann 12. febrúar síðastliðinn eftir hatramma baráttu við ópíóðafíkn. 25. apríl 2023 15:40
Ópíóðafaraldur: Í það minnsta tíu undir fertugu látið lífið það sem af er ári Yfirlæknir á Vogi segir tíu skjólstæðinga þeirra undir fertugu látist það sem af er árs. Hún segir fíknisjúkdóminn vera skaðræði og kallar eftir aðgerðum stjórnvalda. Einungis fjórðungur meðferða við ópíóðafíkn er greiddur af ríkinu. 25. apríl 2023 11:28