UFC snýr aftur á heimavöll Gunnars í júlí Aron Guðmundsson skrifar 21. apríl 2023 15:31 Gunnar Nelson átti ekki í neinum vandræðum með Bryan Barberena er þeir mættust í London í mars fyrr á þessu ári Getty/Catherine Ivill UFC snýr aftur til London í sumar og verður bardagakvöld sambandsins á dagskrá í O2-höllinni þann 22. júlí næstkomandi. Frá þessu var greint í gærkvöldi en orðrómur hafði verðið á kreiki um að UFC væri að snúa aftur til London. O2-höllinn hefur verið heimavöllur Íslendingsins Gunnars Nelson undanfarið og því spurning hvort hann hugsi sér gott til glóðarinnar og vilji snúa aftur í bardagabúrið í sumar.Gunnar barðist síðast þann 18. mars síðastliðinn, á bardagakvöldi UFC í London, og vann hann þar yfirburðasigur á Bryan Barberena með uppgjafartaki í fyrstu lotu. It s official - we re coming back to the UK this summer! @DanaWhite has confirmed our return for #UFCLondon on July 22nd![ Register for ticket info https://t.co/vQWQkkD3ir ] pic.twitter.com/IfN7XmUvKr— UFC (@ufc) April 21, 2023 Þar með hefur Gunnar unnið tvo bardaga í röð og báðir hafa þeir farið fram í O2-höllinni.Í kjölfar sigursins á Barberena var kastljósið komið á Gunnar og í upphafi mánaðarins steig kollegi hans í veltivigtardeildinni, Michael Chiesa, fram og sagðist vilja berjast við Gunnar. Michael Chiesa is hoping to fight Gunnar Nelson next #TheMMAHour https://t.co/pkAT52HWhK pic.twitter.com/IYFqSrskoE— MMAFighting.com (@MMAFighting) April 3, 2023 „Ég myndi elska að berjast við Gunnar Nelson, ég tel að hann yrði verðugur andstæðingur. Ég veit að hann er laus og hefur áhuga á þessu líka. Vonandi getum við látið verða af þessu,“ sagði Chiesa í þættinum The MMA Hour. Á þeim tíma var orðrómurinn, um mögulegt bardagakvöld UFC í London þann 22. Júlí, kominn á kreik en enn sem komið er hefur Gunnar ekki tjáð sig um ummæli Chiesa. Hátt skrifaður bardagakappi Michael Chiesa er, líkt og Gunnar, afar reynslumikill bardagakappi og hátt skrifaður á styrkleikalista veltivigtardeildar UFC. Þegar þessi frétt er skrifuð situr Chiesa í 12. sæti á styrkleikalista veltivigtardeildarinnar en Gunnar er ekki á meðal 15 efstu á þeim lista. Bardagi við Chiesa, sem á að baki 18 sigra í blönduðum bardagalistum á sínum atvinnumannaferli, sér í lagi ef hann endar með sigri Gunnars ætti því að verða til þess að hann myndi skjótast ofarlega á styrkleikalista UFC. Hins vegar er óljóst á þessari stundu hvort Gunnar hyggist snúa aftur í bardagabúrið svona fljótt eftir síðasta bardaga sinn. Í viðtölum eftir bardagann gegn Barberena mátti lesa í orð Gunnars að hann væri ekkert að stressa sig á hlutunum og lægi ekkert á að ákveða næstu skref strax. Það vinnur þó með honum að hafa komist í gengum bardagann gegn Barberena óskaddaður og því forvitnilegt að sjá hvað næstu vikur bera í skauti sér. MMA Tengdar fréttir Gunnar stoltur af metum og skýtur á gagnrýnendur Bardagakappinn Gunnar Nelson getur státað sig af tveimur metum eftir nær fullkomna frammistöðu á UFC bardagakvöldinu í London um síðustu helgi. 23. mars 2023 11:30 „Eins og hann hafi verið í tölvuleik því það var nákvæmlega það sem ég gerði“ Gunnar Nelson sneri aftur í búrið á bardagakvöldi UFC sem fram fór í O2-höllinni í Lundúnum á laugardagskvöld. 21. mars 2023 07:31 Gunnar fer yfir sigur helgarinnar: „Horfi á hann og brosi á meðan hann er að kýla mig“ Gunnar Nelson vann Bryan Barbarena örugglega á laugardagskvöld þegar þeir mættust í búrinu í UFC 286. Þeir virtust ná ágætlega saman en það er ekki oft sem menn fara að hlægja á meðan þeir eru að keppa í UFC. 20. mars 2023 23:00 Gunnar mættur í dagvinnuna og sér fyrir titilbardaga í nánustu framtíð Gunnar Nelson segir að mögulega sé stutt í titilbardaga hjá honum í UFC og töluverðir möguleikar séu í boði í hans þyngdarflokki. 20. mars 2023 20:30 Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fleiri fréttir Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Laufey lyfti heimsmeistaratitli í bekkpressu Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Sjá meira
O2-höllinn hefur verið heimavöllur Íslendingsins Gunnars Nelson undanfarið og því spurning hvort hann hugsi sér gott til glóðarinnar og vilji snúa aftur í bardagabúrið í sumar.Gunnar barðist síðast þann 18. mars síðastliðinn, á bardagakvöldi UFC í London, og vann hann þar yfirburðasigur á Bryan Barberena með uppgjafartaki í fyrstu lotu. It s official - we re coming back to the UK this summer! @DanaWhite has confirmed our return for #UFCLondon on July 22nd![ Register for ticket info https://t.co/vQWQkkD3ir ] pic.twitter.com/IfN7XmUvKr— UFC (@ufc) April 21, 2023 Þar með hefur Gunnar unnið tvo bardaga í röð og báðir hafa þeir farið fram í O2-höllinni.Í kjölfar sigursins á Barberena var kastljósið komið á Gunnar og í upphafi mánaðarins steig kollegi hans í veltivigtardeildinni, Michael Chiesa, fram og sagðist vilja berjast við Gunnar. Michael Chiesa is hoping to fight Gunnar Nelson next #TheMMAHour https://t.co/pkAT52HWhK pic.twitter.com/IYFqSrskoE— MMAFighting.com (@MMAFighting) April 3, 2023 „Ég myndi elska að berjast við Gunnar Nelson, ég tel að hann yrði verðugur andstæðingur. Ég veit að hann er laus og hefur áhuga á þessu líka. Vonandi getum við látið verða af þessu,“ sagði Chiesa í þættinum The MMA Hour. Á þeim tíma var orðrómurinn, um mögulegt bardagakvöld UFC í London þann 22. Júlí, kominn á kreik en enn sem komið er hefur Gunnar ekki tjáð sig um ummæli Chiesa. Hátt skrifaður bardagakappi Michael Chiesa er, líkt og Gunnar, afar reynslumikill bardagakappi og hátt skrifaður á styrkleikalista veltivigtardeildar UFC. Þegar þessi frétt er skrifuð situr Chiesa í 12. sæti á styrkleikalista veltivigtardeildarinnar en Gunnar er ekki á meðal 15 efstu á þeim lista. Bardagi við Chiesa, sem á að baki 18 sigra í blönduðum bardagalistum á sínum atvinnumannaferli, sér í lagi ef hann endar með sigri Gunnars ætti því að verða til þess að hann myndi skjótast ofarlega á styrkleikalista UFC. Hins vegar er óljóst á þessari stundu hvort Gunnar hyggist snúa aftur í bardagabúrið svona fljótt eftir síðasta bardaga sinn. Í viðtölum eftir bardagann gegn Barberena mátti lesa í orð Gunnars að hann væri ekkert að stressa sig á hlutunum og lægi ekkert á að ákveða næstu skref strax. Það vinnur þó með honum að hafa komist í gengum bardagann gegn Barberena óskaddaður og því forvitnilegt að sjá hvað næstu vikur bera í skauti sér.
MMA Tengdar fréttir Gunnar stoltur af metum og skýtur á gagnrýnendur Bardagakappinn Gunnar Nelson getur státað sig af tveimur metum eftir nær fullkomna frammistöðu á UFC bardagakvöldinu í London um síðustu helgi. 23. mars 2023 11:30 „Eins og hann hafi verið í tölvuleik því það var nákvæmlega það sem ég gerði“ Gunnar Nelson sneri aftur í búrið á bardagakvöldi UFC sem fram fór í O2-höllinni í Lundúnum á laugardagskvöld. 21. mars 2023 07:31 Gunnar fer yfir sigur helgarinnar: „Horfi á hann og brosi á meðan hann er að kýla mig“ Gunnar Nelson vann Bryan Barbarena örugglega á laugardagskvöld þegar þeir mættust í búrinu í UFC 286. Þeir virtust ná ágætlega saman en það er ekki oft sem menn fara að hlægja á meðan þeir eru að keppa í UFC. 20. mars 2023 23:00 Gunnar mættur í dagvinnuna og sér fyrir titilbardaga í nánustu framtíð Gunnar Nelson segir að mögulega sé stutt í titilbardaga hjá honum í UFC og töluverðir möguleikar séu í boði í hans þyngdarflokki. 20. mars 2023 20:30 Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fleiri fréttir Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Laufey lyfti heimsmeistaratitli í bekkpressu Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Sjá meira
Gunnar stoltur af metum og skýtur á gagnrýnendur Bardagakappinn Gunnar Nelson getur státað sig af tveimur metum eftir nær fullkomna frammistöðu á UFC bardagakvöldinu í London um síðustu helgi. 23. mars 2023 11:30
„Eins og hann hafi verið í tölvuleik því það var nákvæmlega það sem ég gerði“ Gunnar Nelson sneri aftur í búrið á bardagakvöldi UFC sem fram fór í O2-höllinni í Lundúnum á laugardagskvöld. 21. mars 2023 07:31
Gunnar fer yfir sigur helgarinnar: „Horfi á hann og brosi á meðan hann er að kýla mig“ Gunnar Nelson vann Bryan Barbarena örugglega á laugardagskvöld þegar þeir mættust í búrinu í UFC 286. Þeir virtust ná ágætlega saman en það er ekki oft sem menn fara að hlægja á meðan þeir eru að keppa í UFC. 20. mars 2023 23:00
Gunnar mættur í dagvinnuna og sér fyrir titilbardaga í nánustu framtíð Gunnar Nelson segir að mögulega sé stutt í titilbardaga hjá honum í UFC og töluverðir möguleikar séu í boði í hans þyngdarflokki. 20. mars 2023 20:30