Einar Jónsson: Ýmislegt annað sem má laga í þessum handboltaleik Þorsteinn HJálmsson skrifar 16. apríl 2023 18:55 Einar vonsvikinn. Vísir/Diego Framarar eru lentir undir, 1-0, í einvígi sínu gegn Aftureldingu í 8-liða úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Varð það ljóst eftir framlengdan leik liðanna í Úlfarsárdal í kvöld þar sem lokatölur voru 30-33 Aftureldingu í vil. Aðspurður hvað hafi ráðið úrslitum í leiknum, sem var mjög sveiflukenndur, sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, þetta. „Það er von að þú spyrjir. Við áttum að klára þetta í venjulegum leiktíma, það er alveg á hreinu. Mér finnst við slakir í vörn í dag. Byrjum illa sóknarlega líka, mjötlum þetta samt áfram. Það kannski fer þar bara kannski best að segja sem minnst hvað það varðar.“ Fram hóf síðari hálfleik leiksins mjög vel eftir að hafa verið marki undir í hálfleik en misstu þá forystu hratt frá sér. Einar líflegur á hliðarlínunni.Vísir/Diego „Við vorum komnir hérna þrem yfir um miðbik seinni hálfleiks eða einhvers staðar þar um kring. Þá bara köstum við boltanum frá okkur, bara glórulausar ákvarðanir, illa framkvæmdar sóknir og þar vorum við sjálfum okkur verstir því miður. Við hefðum kannski getað verið með stærri forystu og fengið betri tök á leikinn, það er alveg klárt mál. Það er margt sem við getum lagað, alveg klárlega, en það er ýmislegt annað sem má laga í þessum handboltaleik,“ sagði Einar. Aðspurður hvort hann væri að tala um dómgæsluna varðandi það hvað mætti laga í leiknum þá neitaði hann því, þó í kaldhæðnislegum tón. „Nei, ég ætla ekki að segja neitt núna. Þeir eru alltaf frábærir, stóðu sig frábærlega, ekki spurning.“ Næsti leikur í einvíginu er á miðvikudaginn að Varmá í Mosfellsbæ. Einar bendir til himins.Vísir/Diego „Möguleikarnir eru bara að fara og spila betur og vinna þá og koma aftur hingað heim. Við fáum bara alvöru dómara á þann leik, þannig að þetta verður bara frábær umgjörð og ég er ánægður með það. Það er ekkert annað því til fyrirstöðu en bara að vinna þetta en við þurfum að spila betur. Vera betri varnarlega klárlega og sóknarlega erum við svolítið einhæfir. Við erum slakir í framlengingunni líka. Það er margt sem ég get talið upp hérna sem var ábótavant. Svona eru allir leikir búnir að vera, Fram-Afturelding. Við erum ekkert að grafa hausnum í sandinn við bara mætum teinréttir á miðvikudaginn og reynum að ná í topp frammistöðu og þá komum við aftur hingað,“ sagði Einar Jónsson að lokum. Handbolti Olís-deild karla Fram Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - Afturelding 30-33 | Mosfellingur unnu í Úlfarsárdalnum Afturelding vann dramatískan þriggja marka sigur á Fram í fyrstu viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Framlengja þurfti leikinn en þar reyndist Afturelding sterkari. 16. apríl 2023 18:00 Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Sjá meira
Aðspurður hvað hafi ráðið úrslitum í leiknum, sem var mjög sveiflukenndur, sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, þetta. „Það er von að þú spyrjir. Við áttum að klára þetta í venjulegum leiktíma, það er alveg á hreinu. Mér finnst við slakir í vörn í dag. Byrjum illa sóknarlega líka, mjötlum þetta samt áfram. Það kannski fer þar bara kannski best að segja sem minnst hvað það varðar.“ Fram hóf síðari hálfleik leiksins mjög vel eftir að hafa verið marki undir í hálfleik en misstu þá forystu hratt frá sér. Einar líflegur á hliðarlínunni.Vísir/Diego „Við vorum komnir hérna þrem yfir um miðbik seinni hálfleiks eða einhvers staðar þar um kring. Þá bara köstum við boltanum frá okkur, bara glórulausar ákvarðanir, illa framkvæmdar sóknir og þar vorum við sjálfum okkur verstir því miður. Við hefðum kannski getað verið með stærri forystu og fengið betri tök á leikinn, það er alveg klárt mál. Það er margt sem við getum lagað, alveg klárlega, en það er ýmislegt annað sem má laga í þessum handboltaleik,“ sagði Einar. Aðspurður hvort hann væri að tala um dómgæsluna varðandi það hvað mætti laga í leiknum þá neitaði hann því, þó í kaldhæðnislegum tón. „Nei, ég ætla ekki að segja neitt núna. Þeir eru alltaf frábærir, stóðu sig frábærlega, ekki spurning.“ Næsti leikur í einvíginu er á miðvikudaginn að Varmá í Mosfellsbæ. Einar bendir til himins.Vísir/Diego „Möguleikarnir eru bara að fara og spila betur og vinna þá og koma aftur hingað heim. Við fáum bara alvöru dómara á þann leik, þannig að þetta verður bara frábær umgjörð og ég er ánægður með það. Það er ekkert annað því til fyrirstöðu en bara að vinna þetta en við þurfum að spila betur. Vera betri varnarlega klárlega og sóknarlega erum við svolítið einhæfir. Við erum slakir í framlengingunni líka. Það er margt sem ég get talið upp hérna sem var ábótavant. Svona eru allir leikir búnir að vera, Fram-Afturelding. Við erum ekkert að grafa hausnum í sandinn við bara mætum teinréttir á miðvikudaginn og reynum að ná í topp frammistöðu og þá komum við aftur hingað,“ sagði Einar Jónsson að lokum.
Handbolti Olís-deild karla Fram Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - Afturelding 30-33 | Mosfellingur unnu í Úlfarsárdalnum Afturelding vann dramatískan þriggja marka sigur á Fram í fyrstu viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Framlengja þurfti leikinn en þar reyndist Afturelding sterkari. 16. apríl 2023 18:00 Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Sjá meira
Leik lokið: Fram - Afturelding 30-33 | Mosfellingur unnu í Úlfarsárdalnum Afturelding vann dramatískan þriggja marka sigur á Fram í fyrstu viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Framlengja þurfti leikinn en þar reyndist Afturelding sterkari. 16. apríl 2023 18:00