Körfubolti

„Vera óhrædd og taka þessi opnu skot“

Jón Már Ferro skrifar
Sólrún Inga Gísladóttir hafði góða ástæðu til að fagna í kvöld.
Sólrún Inga Gísladóttir hafði góða ástæðu til að fagna í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

„Við ætluðum okkur ekki í sumarfrí,“ sagði Sólrún Inga Gísladóttir, leikmaður Hauka, eftir 70-80 sigur á móti Val í fjórða leik liðanna í úrslitakeppni Subway deildar kvenna.

Sólrún skoraði 21 stig, tók fjögur fráköst og gaf eina stoðsendingu. Oft á tíðum skoraði hún mikilvægar körfur þegar Valur var við það að komast inn í leikinn.

Haukar töpuðu fyrst tveimur leikjunum í einvíginu en unnu þann þriðja. Fyrir leikinn í kvöld var ljóst að ef Valur færi með sigur af hólmi myndi Hafnarfjarðarliðið fara í sumarfrí. Það gerðist ekki og því spila liðin oddaleik á sunnudaginn klukkan 19:15 á Ásvöllum.

„Það verður hörku leikur. Við þurfum að mæta tilbúnar í hann,“ sagði Sólrún.

Haukar hafa ekki tapað bikarleik í tvö ár og sagði Sólrún að liðið hafi lagt þetta upp sem einn slíkan. Það virkaði fullkomlega í kvöld. 

Sólrún Inga Gísladóttir steig upp hvað eftir annað í kvöld.Vísir/Hulda Margrét

Sólrún var í miklu stuði og var óhrædd við að skjóta á körfuna. Lykillinn að frábærum leik hennar var einfaldur.

„Bara vera óhrædd og taka þessi opnu skot.“

Það var mikill munur á spilamennsku Hauka í leiknum í kvöld og fyrstu tveimur leikjunum. Þær mættu tilbúnari að mati Sólrúnar.

„Við náðum að leysa pressuna þeirra miklu betur en í fyrsta leiknum og í öðrum leiknum. Ég held að það hafi hjálpað mikið að vera með gott flæði í sókninni. Um leið og við fáum gott flæði í sókninni er þetta auðveldara. Í leik númer tvö var ekkert flæði í sókninni, þannig við töluðum um það fyrir þennan leik.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×