„Vel gert hjá Grindavík“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. apríl 2023 23:02 Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkinga, hrósaði andstæðingum liðsins eftir leik. Vísir / Diego Benedikt Guðmundsson, þjálfari liðs Njarðvíkur í Subway deild karla í körfubolta, var ekki sáttur að öllu leyti, í viðtali við Vísi, eftir nauman sigur hans liðs, 87-84, gegn Grindavík í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppninni fyrr í kvöld. Njarðvíkingar náðu mest 20 stiga forystu í leiknum en Grindvíkingar náðu að gera leikinn spennandi í lokin. „Ég veit ekki númer hvað þessi úrslitakeppni er hjá mér á ferlinum en þetta var ekta keppnisleikur. Við vorum með yfirhöndina framan af og svo kemur Grindavík með þvílíkan karakter og gera þetta að leik. Það eru atriði sem ég er kannski ekkert sáttur með hjá mínum mönnum en ég verð að hrósa Grindavík. Þeir sýndu hvað er mikið í þá spunnið.“ Benedikt var ánægðari með frammistöðu síns liðs í fyrri hálfleik en í þeim seinni. „Mér fannst við spila vel lengi vel og var nokkuð sáttur en það þarf að gera það í 40 mínútur ekki bara hluta af leiknum. Þetta hefur gerst nokkrum sinnum hjá okkur áður að við erum komnir með forskot sem við ætlum að verja. Það hefur aldrei skilað okkur neinu og við þurfum bara að halda áfram.“ Benedikt tók undir að hans menn hefðu látið kæruleysi ná tökum á sér. „Mér fannst það sérstaklega á sumum töpuðu boltunum. Við vorum orðnir hægir og staðir. Það átti að spila niður klukkuna og labba með boltann upp. Við getum ekki leyft okkur það. Þá komast þeir á bragðið. Það var stolinn bolti eftir stolinn bolti og þeir allt í einu komnir inn í þetta.Vel gert hjá Grindavík og þetta verður ennþá erfiðara í Grindavík í næsta leik.“ Benedikt var sammála því að pressan hafi verið mikil á Njarðvík að nýta heimavöllinn í fyrsta leik og þurfa ekki að fara til Grindavíkur 1-0 undir í einvíginu. „Pressan er alltaf á heimaliðinu í fyrsta leik. Nú færist pressan yfir á þá að verja sinn heimavöll. Sem betur fer stóðumst við þetta núna en við þurfum að skoða þennan fjórða leikhluta og fara vel yfir hann,“ sagði Benedikt Guðmundsson að lokum. Subway-deild karla UMF Njarðvík UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Grindavík 87-84 | Heimamenn stóðu af sér áhlaup Grindvíkinga Njarðvík vann nauman þriggja stiga sigur er liðið tók á móti nágrönnum sínum í Grindavík í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í kvöld. Lokatölur 87-84 í leik sem lengi vel leit út fyrir að ætla að verða mjög óspennandi. 4. apríl 2023 22:07 Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Körfubolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Fleiri fréttir Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Sjá meira
„Ég veit ekki númer hvað þessi úrslitakeppni er hjá mér á ferlinum en þetta var ekta keppnisleikur. Við vorum með yfirhöndina framan af og svo kemur Grindavík með þvílíkan karakter og gera þetta að leik. Það eru atriði sem ég er kannski ekkert sáttur með hjá mínum mönnum en ég verð að hrósa Grindavík. Þeir sýndu hvað er mikið í þá spunnið.“ Benedikt var ánægðari með frammistöðu síns liðs í fyrri hálfleik en í þeim seinni. „Mér fannst við spila vel lengi vel og var nokkuð sáttur en það þarf að gera það í 40 mínútur ekki bara hluta af leiknum. Þetta hefur gerst nokkrum sinnum hjá okkur áður að við erum komnir með forskot sem við ætlum að verja. Það hefur aldrei skilað okkur neinu og við þurfum bara að halda áfram.“ Benedikt tók undir að hans menn hefðu látið kæruleysi ná tökum á sér. „Mér fannst það sérstaklega á sumum töpuðu boltunum. Við vorum orðnir hægir og staðir. Það átti að spila niður klukkuna og labba með boltann upp. Við getum ekki leyft okkur það. Þá komast þeir á bragðið. Það var stolinn bolti eftir stolinn bolti og þeir allt í einu komnir inn í þetta.Vel gert hjá Grindavík og þetta verður ennþá erfiðara í Grindavík í næsta leik.“ Benedikt var sammála því að pressan hafi verið mikil á Njarðvík að nýta heimavöllinn í fyrsta leik og þurfa ekki að fara til Grindavíkur 1-0 undir í einvíginu. „Pressan er alltaf á heimaliðinu í fyrsta leik. Nú færist pressan yfir á þá að verja sinn heimavöll. Sem betur fer stóðumst við þetta núna en við þurfum að skoða þennan fjórða leikhluta og fara vel yfir hann,“ sagði Benedikt Guðmundsson að lokum.
Subway-deild karla UMF Njarðvík UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Grindavík 87-84 | Heimamenn stóðu af sér áhlaup Grindvíkinga Njarðvík vann nauman þriggja stiga sigur er liðið tók á móti nágrönnum sínum í Grindavík í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í kvöld. Lokatölur 87-84 í leik sem lengi vel leit út fyrir að ætla að verða mjög óspennandi. 4. apríl 2023 22:07 Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Körfubolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Fleiri fréttir Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík - Grindavík 87-84 | Heimamenn stóðu af sér áhlaup Grindvíkinga Njarðvík vann nauman þriggja stiga sigur er liðið tók á móti nágrönnum sínum í Grindavík í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í kvöld. Lokatölur 87-84 í leik sem lengi vel leit út fyrir að ætla að verða mjög óspennandi. 4. apríl 2023 22:07