Körfubolti

„Ekki einu sinni 20 stigum undir“

Jón Már Ferro skrifar
Kiana Johnson var frábær í kvöld
Kiana Johnson var frábær í kvöld VÍSÍR/PAWEL CIESLIKIEWICZ

Kiana Johnson skoraði mest allra í naumum sigri Vals á Haukum á Ásvöllum í kvöld. Leikurinn var fyrsti leikur liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Subway deildar kvenna.

Leikurinn endaði 71-73 fyrir Val þrátt fyrir að hafa verið undir með 20 stigum í hálfleik. Annar leikhluti var skelfilegur hjá Val og Kiana skoraði ekki eitt stig á þeim tíma. Hún endaði á að skora 30 stig, taka 11 fráköst og gefa 5 stoðsendingar.

„Leikurinn var mjög spennandi. Við höfum undirbúið okkur fyrir þetta allt tímabilið. Einungis fjögur lið komast í úrslitakeppnina. Við höfum lagt inn vinnuna og höfðum trú á að geta unnið þær.“

Kiana í baráttunni við Keira Robinson leikmann Hauka.VÍSIR/PAWEL CIESLIKIEWICZ

Kiana missti aldrei trúnna á sigri þrátt fyrir stöðuna í hálfleik.

„Nei ekki einu sinni þegar við vorum 20 stigum undir. Þær áttu sína góðu kafla, við áttum okkar góðu kafla. Svo lengi sem við héldum okkar skipulagi varnarlega, sem við gerðum ekki í öðrum leikhluta. Þess vegna komust þær í 20 stiga forystu. Við fórum yfir það í hálfleik og löguðum það sem var að.“

Kiana var frábær þegar mest á reyndi.VÍSIR/PAWEL CIESLIKIEWICZ

Kiana sagði að varnarleikur liðsins hafi ekki verið nógu góður í fyrri hálfleik. Dekkningin var ekki nógu góð, en eftir að hún lagaðist hafi hlutirnir farið að virka.

Kiana veit hvað hún og liðfélagar hennar þurfa að gera fyrir næsta leik.

„Halda einbeitingu frá fyrstu til síðustu mínútu. Við verðum að spila vörn í 40 mínútur og taka auðveldu skotin. Vítanýtingin verður líka að vera betri.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×