Hvað gerir Evrópusambandið, ESB, fyrir okkur dagsdaglega? Ole Anton Bieltvedt skrifar 28. mars 2023 13:31 ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og Evran. Á hverjum einasta degi, og oft á dag, erum við með hluti – alls kyns varning; matvöru, fatnað, heimilisbúnað, áhöld og verkfæri, líka öll rafmagnstæki, vélar, farartæki og bílinn okkar – í höndunum, þar sem einmitt ESB hefur tryggt okkur mestu möguleg þægindi, umhverfisvænar lausnir og umfram allt öryggi og gæði í notkun. Allt, sem við erum með í höndunum og notum, sem er CE-merkt, hefur þurft að uppfylla stífar kröfur ESB og prófanir um vænar lausnir fyrir neytendur og aðra notendur, lágmarks orkunotkun og minnsta mögulega umhverfisspillingu og, eins og áður segir, hámarks öryggi og endingu. Þessi starfsþáttur ESB er einn af lykilþáttum sambandsins, hvað varðar okkar daglega líf; trygging hagsmuna og velfarnaðar þegna þess. En ESB kemur víða annars staðar við sögu, og hefur jákvæð áhrif á líf okkar, umhverfi, athafnafrelsi og öryggi. Baráttan fyrir „virðingu mannsins“ og sameiginleg mannréttindi okkar – frelsi til orðs og æðis - standa efst á blaði hjá ESB. Eru 1. einkunnarorð sambandsins. Næst má telja jafnréttisbaráttuna; baráttuna fyrir jafnrétti kynjanna, hörundsdökkra, hinseginfólks, fatlaðra og allra annarra, sem minna mega sín, gagnvart þeim, sem meira mega sín, en líka baráttuna fyrir sérstökum réttindum kvenna. Lætur ESB sérstaklega að sér kveða í þessum efnum í Póllandi og Ungverjalandi, en þar hafa stjórnvöld verið að þrengja að frelsi og jafnrétti ýmissa hópa. ESB leggur líka mikla áherzlu á sameiginlega heilbrigðisvelferð okkar, ekki sízt á sviði hollustu, heilnæms lífs, forvarna og fyrirbyggjandi aðgerða. Forystuhlutverk ESB í því að láta þróa og útvega öllum aðildarríkjunum 27, svo og Íslandi og Noregi, bóluefni gegn COVID er auðvitað skýrt dæmi um það. Hluti af sömu viðleitni ESB er samstilling sjúkratrygginga í Evrópu, sem leiddi til útgáfu hins evrópska sjúkratryggingarkorts, sem veitir Íslendingum aðgang að sjúkraþjónustu og sjúkratryggingu í 28 öðrum evrópskum löndum. ESB vinnur líka hratt og skipulega að því að tryggja okkar sameiginlega neytendarétt og neytendavernd (það hefur knúið fram sanngjörn símakjör fyrir alla ESB- og EES-símanotendur, þar sem menn geta hring á eigin heimagjaldi um alla álfuna, styrkt réttindi ferðamanna gagnvart flugfélögum og annarri ferðaþjónustu, tryggt neytendum sanngjörn þjónustugjöld banka o.s.frv.). Það óskoraða ferðafrelsi, dvalarfrelsi, námsfrelsi og starfsfrelsi, sem við njótum, um mest alla Evrópu, er líka ESB að þakka. Það sama gildir, þegar kemur að baráttunni gegn verðsamráði, einokun og markaðsmisnotkun stórfyrirtækja og alþjóðlegra auðhringa. Þar vakir ESB yfir hagsmunum okkar og velferð og bregst hart við, þegar neytendur eða almenningur eru beittir órétti eða yfirgangi. ESB leggur mikla áherzlu á okkar sameiginlegu, evrópsku menningararfleifð svo og á viðvarandi menntun og menningu íbúa álfunnar og fjármögnun hennar. ESB er leiðandi afl á sviði sameiginlegrar tæknilegrar framþróunar okkar, innleiðingu stafrænna lausna og gervigreindar og fjármögnun slíkrar framtíðartækni. Úthlutanir og styrkir, líka til íslenzkra einstaklinga og fyrirtækja, eru ríflegar og fjölmargar. Þegar kemur að umhverfisvernd og minnkun mengunar og eiturefna og baráttunni gegn spillingu lofts, láðs og lagar, eyðingu dýra, náttúru og skóglendis, ekki bara í Evrópu, heldur um allan heim, gegnir ESB óumdeildu forystuhlutverki. ESB er líka sá aðili, sem annast og tryggir sameiginleg ytri landamæri Evrópu. Það er því sannarlega mikilvæg og margvísleg þjónusta, sem ESB veitir bandalagsþjóðum sínum, svo og okkur tengdum EFTA-þjóðum, fyrir utan alls kyns viðskipta- og efnahagsmál, en á því sviði tryggir sambandið okkur öllum frjálsan og jafnan markaðsaðgang og athafnafrelsi. Stundum hefur maður það á tilfinningunni, að sumir hér haldi, að þetta hafi allt komið af sjálfu sér, eða sé okkur sjálfum að allt að þakka, en það er fjarri lagi. Það er mál til komið, að menn átti sig vel á því. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Hálfrar aldar svívirða Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Sjá meira
ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og Evran. Á hverjum einasta degi, og oft á dag, erum við með hluti – alls kyns varning; matvöru, fatnað, heimilisbúnað, áhöld og verkfæri, líka öll rafmagnstæki, vélar, farartæki og bílinn okkar – í höndunum, þar sem einmitt ESB hefur tryggt okkur mestu möguleg þægindi, umhverfisvænar lausnir og umfram allt öryggi og gæði í notkun. Allt, sem við erum með í höndunum og notum, sem er CE-merkt, hefur þurft að uppfylla stífar kröfur ESB og prófanir um vænar lausnir fyrir neytendur og aðra notendur, lágmarks orkunotkun og minnsta mögulega umhverfisspillingu og, eins og áður segir, hámarks öryggi og endingu. Þessi starfsþáttur ESB er einn af lykilþáttum sambandsins, hvað varðar okkar daglega líf; trygging hagsmuna og velfarnaðar þegna þess. En ESB kemur víða annars staðar við sögu, og hefur jákvæð áhrif á líf okkar, umhverfi, athafnafrelsi og öryggi. Baráttan fyrir „virðingu mannsins“ og sameiginleg mannréttindi okkar – frelsi til orðs og æðis - standa efst á blaði hjá ESB. Eru 1. einkunnarorð sambandsins. Næst má telja jafnréttisbaráttuna; baráttuna fyrir jafnrétti kynjanna, hörundsdökkra, hinseginfólks, fatlaðra og allra annarra, sem minna mega sín, gagnvart þeim, sem meira mega sín, en líka baráttuna fyrir sérstökum réttindum kvenna. Lætur ESB sérstaklega að sér kveða í þessum efnum í Póllandi og Ungverjalandi, en þar hafa stjórnvöld verið að þrengja að frelsi og jafnrétti ýmissa hópa. ESB leggur líka mikla áherzlu á sameiginlega heilbrigðisvelferð okkar, ekki sízt á sviði hollustu, heilnæms lífs, forvarna og fyrirbyggjandi aðgerða. Forystuhlutverk ESB í því að láta þróa og útvega öllum aðildarríkjunum 27, svo og Íslandi og Noregi, bóluefni gegn COVID er auðvitað skýrt dæmi um það. Hluti af sömu viðleitni ESB er samstilling sjúkratrygginga í Evrópu, sem leiddi til útgáfu hins evrópska sjúkratryggingarkorts, sem veitir Íslendingum aðgang að sjúkraþjónustu og sjúkratryggingu í 28 öðrum evrópskum löndum. ESB vinnur líka hratt og skipulega að því að tryggja okkar sameiginlega neytendarétt og neytendavernd (það hefur knúið fram sanngjörn símakjör fyrir alla ESB- og EES-símanotendur, þar sem menn geta hring á eigin heimagjaldi um alla álfuna, styrkt réttindi ferðamanna gagnvart flugfélögum og annarri ferðaþjónustu, tryggt neytendum sanngjörn þjónustugjöld banka o.s.frv.). Það óskoraða ferðafrelsi, dvalarfrelsi, námsfrelsi og starfsfrelsi, sem við njótum, um mest alla Evrópu, er líka ESB að þakka. Það sama gildir, þegar kemur að baráttunni gegn verðsamráði, einokun og markaðsmisnotkun stórfyrirtækja og alþjóðlegra auðhringa. Þar vakir ESB yfir hagsmunum okkar og velferð og bregst hart við, þegar neytendur eða almenningur eru beittir órétti eða yfirgangi. ESB leggur mikla áherzlu á okkar sameiginlegu, evrópsku menningararfleifð svo og á viðvarandi menntun og menningu íbúa álfunnar og fjármögnun hennar. ESB er leiðandi afl á sviði sameiginlegrar tæknilegrar framþróunar okkar, innleiðingu stafrænna lausna og gervigreindar og fjármögnun slíkrar framtíðartækni. Úthlutanir og styrkir, líka til íslenzkra einstaklinga og fyrirtækja, eru ríflegar og fjölmargar. Þegar kemur að umhverfisvernd og minnkun mengunar og eiturefna og baráttunni gegn spillingu lofts, láðs og lagar, eyðingu dýra, náttúru og skóglendis, ekki bara í Evrópu, heldur um allan heim, gegnir ESB óumdeildu forystuhlutverki. ESB er líka sá aðili, sem annast og tryggir sameiginleg ytri landamæri Evrópu. Það er því sannarlega mikilvæg og margvísleg þjónusta, sem ESB veitir bandalagsþjóðum sínum, svo og okkur tengdum EFTA-þjóðum, fyrir utan alls kyns viðskipta- og efnahagsmál, en á því sviði tryggir sambandið okkur öllum frjálsan og jafnan markaðsaðgang og athafnafrelsi. Stundum hefur maður það á tilfinningunni, að sumir hér haldi, að þetta hafi allt komið af sjálfu sér, eða sé okkur sjálfum að allt að þakka, en það er fjarri lagi. Það er mál til komið, að menn átti sig vel á því. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun