Frjálst flæði evrópskra leikmanna eftir samþykkta breytingatillögu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. mars 2023 18:06 Íslenskir leikmenn gætu fengið minna hlutverk á næsta tímabili í Subway-deildum karla og kvenna. Vísir/Vilhelm Breytingatillaga um erlenda leikmenn var samþykkt á ársþingi KKÍ sem fram fór í Laugardalshöll í dag. Frá og með næsta tímabili mega lið hafa frjálst flæði leikmanna frá löndum innan EES inni á vellinum. Reglan sem gildir í dag kveður á um að hvert lið megi aðeins tefla fram einum leikmanni utan EES hverju sinni er leikklukkan gengur og tveimur erlendum leikmönnum sem koma frá löndum innan EES. Það þýðir að eins og staðan er núna verða liðin að stilla upp í það minnsta tveimur Íslendingum á hverjum tímapunkti í leiknum. Reglan sem mun taka gildi frá og með næsta tímabili segir hins vegar að nú megi liðin hafa eins marga erlenda leikmenn frá löndum innan EES og þau vilja inni á leikvellinum í einu. Reglan um að aðeins megi hafa einn leikmann utan EES á vellinum gildir þó enn. 15. grein reglugerðar um körfuknattleiksmót verður því svohljóðandi: Í öllum deildum meistaraflokka karla og kvenna gildir að á leikvelli hverju sinni má mest vera einn leikmaður í hvoru liði sem ekki er ríkisborgari EES ríkis á meðan leiklukka gengur. Í bikarkeppni og meistarakeppni KKÍ gilda sömu reglur og í öllum deildum.Erlendur ríkisborgari utan EES ríkis sem hefur búið á Íslandi samfellt í þrjú ár eða meira telst ekki sem erlendur leikmaður í reglugerð þessari og skal hann framvísa nauðsynlegum gögnum til skrifstofu KKÍ þar um. Staðfestingu KKÍ þarf til þess að leikmaður teljist með íslenskum/EES ríkisborgurum. Sá sem hefur leiktíðina sem erlendur leikmaður utan EES ríkis telst sem slíkur út leiktíðina og skal miða við fyrsta leik í móti á vegum KKÍ (Íslandsmót, bikarkeppnir eða önnur mót/leikir á vegum KKÍ), nema að fenginni undanþágu stjórnar KKÍ.Brjóti félag gegn grein þessari telst félag hafa notað ólöglegan leikmann og skal sæta viðurlögum samkvæmt 8. grein reglugerðar um körfuknattleiksmót. Þegar þessi nýja regla tekur gildi á næsta tímabili geta félögin því stillt upp liði sem er einungis skipað erlendum leikmönnum á kostnað íslenskra leikmanna. Körfubolti Subway-deild karla Subway-deild kvenna Tengdar fréttir Fylgstu með ársþingi KKÍ í beinni útsendingu Ársþing Körfuknattleikssambands Íslands fer nú fram í dag en þar verður kosið í nýja stjórn sambandsins og þar að auki kosið um fjölmargar áhugaverðar tillögur sem fyrir þinginu liggja. 25. mars 2023 12:45 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans Sjá meira
Reglan sem gildir í dag kveður á um að hvert lið megi aðeins tefla fram einum leikmanni utan EES hverju sinni er leikklukkan gengur og tveimur erlendum leikmönnum sem koma frá löndum innan EES. Það þýðir að eins og staðan er núna verða liðin að stilla upp í það minnsta tveimur Íslendingum á hverjum tímapunkti í leiknum. Reglan sem mun taka gildi frá og með næsta tímabili segir hins vegar að nú megi liðin hafa eins marga erlenda leikmenn frá löndum innan EES og þau vilja inni á leikvellinum í einu. Reglan um að aðeins megi hafa einn leikmann utan EES á vellinum gildir þó enn. 15. grein reglugerðar um körfuknattleiksmót verður því svohljóðandi: Í öllum deildum meistaraflokka karla og kvenna gildir að á leikvelli hverju sinni má mest vera einn leikmaður í hvoru liði sem ekki er ríkisborgari EES ríkis á meðan leiklukka gengur. Í bikarkeppni og meistarakeppni KKÍ gilda sömu reglur og í öllum deildum.Erlendur ríkisborgari utan EES ríkis sem hefur búið á Íslandi samfellt í þrjú ár eða meira telst ekki sem erlendur leikmaður í reglugerð þessari og skal hann framvísa nauðsynlegum gögnum til skrifstofu KKÍ þar um. Staðfestingu KKÍ þarf til þess að leikmaður teljist með íslenskum/EES ríkisborgurum. Sá sem hefur leiktíðina sem erlendur leikmaður utan EES ríkis telst sem slíkur út leiktíðina og skal miða við fyrsta leik í móti á vegum KKÍ (Íslandsmót, bikarkeppnir eða önnur mót/leikir á vegum KKÍ), nema að fenginni undanþágu stjórnar KKÍ.Brjóti félag gegn grein þessari telst félag hafa notað ólöglegan leikmann og skal sæta viðurlögum samkvæmt 8. grein reglugerðar um körfuknattleiksmót. Þegar þessi nýja regla tekur gildi á næsta tímabili geta félögin því stillt upp liði sem er einungis skipað erlendum leikmönnum á kostnað íslenskra leikmanna.
Í öllum deildum meistaraflokka karla og kvenna gildir að á leikvelli hverju sinni má mest vera einn leikmaður í hvoru liði sem ekki er ríkisborgari EES ríkis á meðan leiklukka gengur. Í bikarkeppni og meistarakeppni KKÍ gilda sömu reglur og í öllum deildum.Erlendur ríkisborgari utan EES ríkis sem hefur búið á Íslandi samfellt í þrjú ár eða meira telst ekki sem erlendur leikmaður í reglugerð þessari og skal hann framvísa nauðsynlegum gögnum til skrifstofu KKÍ þar um. Staðfestingu KKÍ þarf til þess að leikmaður teljist með íslenskum/EES ríkisborgurum. Sá sem hefur leiktíðina sem erlendur leikmaður utan EES ríkis telst sem slíkur út leiktíðina og skal miða við fyrsta leik í móti á vegum KKÍ (Íslandsmót, bikarkeppnir eða önnur mót/leikir á vegum KKÍ), nema að fenginni undanþágu stjórnar KKÍ.Brjóti félag gegn grein þessari telst félag hafa notað ólöglegan leikmann og skal sæta viðurlögum samkvæmt 8. grein reglugerðar um körfuknattleiksmót.
Körfubolti Subway-deild karla Subway-deild kvenna Tengdar fréttir Fylgstu með ársþingi KKÍ í beinni útsendingu Ársþing Körfuknattleikssambands Íslands fer nú fram í dag en þar verður kosið í nýja stjórn sambandsins og þar að auki kosið um fjölmargar áhugaverðar tillögur sem fyrir þinginu liggja. 25. mars 2023 12:45 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans Sjá meira
Fylgstu með ársþingi KKÍ í beinni útsendingu Ársþing Körfuknattleikssambands Íslands fer nú fram í dag en þar verður kosið í nýja stjórn sambandsins og þar að auki kosið um fjölmargar áhugaverðar tillögur sem fyrir þinginu liggja. 25. mars 2023 12:45