Körfubolti

„Núna er hann bara þeirra leið­togi“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ólafur Ólafsson hefur farið mikinn í liði Grindavíkur á leiktíðinni.
Ólafur Ólafsson hefur farið mikinn í liði Grindavíkur á leiktíðinni. Vísir/Vilhelm

Ólafur Ólafsson var enn og aftur til umræðu í Körfuboltakvöldi. Þar áttu menn vart orð til að lýsa tímabilinu sem Ólafur er að eiga í gulri treyju Grindavíkur.

„Ólafur Ólafsson var að vanda góður fyrir Grindvíkingana. Tímabilið sem hann er búinn að eiga. Þetta er „vintage“ tímabil fyrir Óla Óla,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, um manninn sem hefur borið af í liði Grindavíkur í vetur.

„Mér finnst þetta eiginlega bara það besta sem við höfum séð frá Óla. Hann gerði miklu meira af mistökum þegar hann var yngri og misst hausinn. Núna er hann bara þeirra leiðtogi, andlega og inn á vellinum. Er bara að eiga sitt besta ár, hefur aldrei skotið boltanum svona vel og svakalegur stöðugleiki,“ sagði Teitur Örlygsson og hélt áfram.

„Hann datt aðeins niður um daginn og Grindavík tapar bara leikjum ef hann er ekki klár. Hann virkaði orðinn þreyttur því hann þarf að gera svo mikið. Hann er þeirra besti varnarmaður, besti sóknarmaður, frákastari. Hann er í öllu og það tekur rosalega orku.“

Umræðu Körfuboltakvölds um Óla Óla má sjá hér að neðan.

Klippa: Körfuboltakvöld um Óla Óla: Núna er hann bara þeirra leið­togi

Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


×