Breytt virðismat starfa sem leið að launajafnrétti Helga Björg Olgu Ragnarsdóttir skrifar 8. mars 2023 17:00 Í dag er 8. mars, alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Dagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur af baraáttusamtökum kvenna um allan heim í meira en 100 ár. Í fyrstu var áherslan á kosningarétt kvenna en síðar á önnur brýn kvenfrelsismál enda er af nógu að taka og langt frá því að kynjajafnrétti sé í höfn. Kynbundið ofbeldi, launamisrétti og aðrar birtingarmyndir kynjamisréttis eru til marks um það og því heldur baráttan áfram. Í dag minnist ég með þakklæti þeirra fjölmörgu baráttukvenna sem hafa breytt og eru að breyta samfélaginu til hins betra fyrir okkur öll. Samkvæmt Hagstofu Íslands bera konur minna úr býtum en karlar fyrir framlag sitt á vinnumarkaði en það fer eftir mörkuðum hversu miklu munar á kynjunum. Þannig mældist óleiðréttur launamunur kynjanna 13,9% á almennum markaði 10,0% meðal starfsfólks ríkisins og 6,1% meðal starfsfólks sveitarfélaga árið 2021. Munurinn skýrist fyrst og fremst af kynskiptum vinnumarkaði sem byggir á ójöfnum umönnunarkröfum til karla og kvenna, kynjuðu náms- og starfsvali og skökku virðismati starfa. Um þessar mundir er unnið að kjarasamningum á opinbera markaðinum og því við hæfi að minna fulltrúa samninganefnda á mikilvægi þess að vinna að lögbundnu launajafnrétti í kjarasamningum. Í jafnlaunaákvæði jafnlaunalaga eru settar þær skyldur á herðar atvinnurekendum að greiða konum, körlum og fólki með hlutlausa skráningu kyns jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Í því felst að atvinnurekendum er skylt að ákvarða laun á sama hátt fyrir fólk óháð kyni byggt á viðmiðum sem ekki fela í sér kynjamismunun. Lögin gera því kröfu um að atvinnurekendur komi sér upp virðismatskerfi sem stuðlar að launajafnrétti til að byggja allar launaákvarðanir á. Þar sem launamisrétti má að mestu rekja til vanmats hefðbundinna kvennastarfa er mikilvægt að fara ofan í kjölinn á launamyndandi þáttum í kjarasamningum, stofnanasamningum og í þeim virðismatskerfum sem notuð eru til launasetningar. Meta þarf hvort meiri áhersla er lögð á karllæga þætti en kvenlæga í launasetningu, t.d. gæti verið gott að skoða hvort ábyrgð á fjármunum vegi þyngra en ábyrgð á velferð eða hvort líkamlegt álag og vinnuaðstæður tengt kvennastörfum sé metið til jafn við líkamlegt álag og vinnuaðstæður tengt karlastörfum. Það er engin tilviljun að launamunur kynjanna mælist lægstur hjá sveitarfélögunum. Þau hafa notast við starfsmatskerfi við launasetningu í hátt í aldarfjórðung. Á sama tíma hefur notkun á samræmdum virðismatskerfum ekki tíðkast að neinu ráði á almennum markaði eða við launasetningu á vegum ríkisins. Í komandi samningum er nauðsynlegt að samninganefndir atvinnurekenda og stéttarfélaga beini sjónum að grunni launasetningarinnar og sjái til þess að þau viðmið sem launasetning byggir á feli ekki í sér kynjamismunun. Launamisrétti er ekki tölfræðilegt viðfangsefni, það er félagslegur og efnahagslegur veruleiki kvenna sem birtist í lægri ævitekjum kvenna en karla, lægri lífeyrisgreiðslum og auknum líkum á fátækt kvenna en karla á eftir árum. Nú rúmum 60 árum eftir lögfestingu launajafnréttis hér á landi ætti öllum að vera ljóst að launajafnréttið kemur ekki af sjálfu sér, það krefst breytts verðmætamats samfélagsins og ákvarðana um endurmat á virði kvennastarfa sem fylgt er eftir með fjármagni til hækkunar launa. Konur hafa beðið allt of lengi, útrýmum launamun kynjanna strax! Höfundur er framkvæmdastýra Jafnlaunastofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Kjaramál Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Sjá meira
Í dag er 8. mars, alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Dagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur af baraáttusamtökum kvenna um allan heim í meira en 100 ár. Í fyrstu var áherslan á kosningarétt kvenna en síðar á önnur brýn kvenfrelsismál enda er af nógu að taka og langt frá því að kynjajafnrétti sé í höfn. Kynbundið ofbeldi, launamisrétti og aðrar birtingarmyndir kynjamisréttis eru til marks um það og því heldur baráttan áfram. Í dag minnist ég með þakklæti þeirra fjölmörgu baráttukvenna sem hafa breytt og eru að breyta samfélaginu til hins betra fyrir okkur öll. Samkvæmt Hagstofu Íslands bera konur minna úr býtum en karlar fyrir framlag sitt á vinnumarkaði en það fer eftir mörkuðum hversu miklu munar á kynjunum. Þannig mældist óleiðréttur launamunur kynjanna 13,9% á almennum markaði 10,0% meðal starfsfólks ríkisins og 6,1% meðal starfsfólks sveitarfélaga árið 2021. Munurinn skýrist fyrst og fremst af kynskiptum vinnumarkaði sem byggir á ójöfnum umönnunarkröfum til karla og kvenna, kynjuðu náms- og starfsvali og skökku virðismati starfa. Um þessar mundir er unnið að kjarasamningum á opinbera markaðinum og því við hæfi að minna fulltrúa samninganefnda á mikilvægi þess að vinna að lögbundnu launajafnrétti í kjarasamningum. Í jafnlaunaákvæði jafnlaunalaga eru settar þær skyldur á herðar atvinnurekendum að greiða konum, körlum og fólki með hlutlausa skráningu kyns jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Í því felst að atvinnurekendum er skylt að ákvarða laun á sama hátt fyrir fólk óháð kyni byggt á viðmiðum sem ekki fela í sér kynjamismunun. Lögin gera því kröfu um að atvinnurekendur komi sér upp virðismatskerfi sem stuðlar að launajafnrétti til að byggja allar launaákvarðanir á. Þar sem launamisrétti má að mestu rekja til vanmats hefðbundinna kvennastarfa er mikilvægt að fara ofan í kjölinn á launamyndandi þáttum í kjarasamningum, stofnanasamningum og í þeim virðismatskerfum sem notuð eru til launasetningar. Meta þarf hvort meiri áhersla er lögð á karllæga þætti en kvenlæga í launasetningu, t.d. gæti verið gott að skoða hvort ábyrgð á fjármunum vegi þyngra en ábyrgð á velferð eða hvort líkamlegt álag og vinnuaðstæður tengt kvennastörfum sé metið til jafn við líkamlegt álag og vinnuaðstæður tengt karlastörfum. Það er engin tilviljun að launamunur kynjanna mælist lægstur hjá sveitarfélögunum. Þau hafa notast við starfsmatskerfi við launasetningu í hátt í aldarfjórðung. Á sama tíma hefur notkun á samræmdum virðismatskerfum ekki tíðkast að neinu ráði á almennum markaði eða við launasetningu á vegum ríkisins. Í komandi samningum er nauðsynlegt að samninganefndir atvinnurekenda og stéttarfélaga beini sjónum að grunni launasetningarinnar og sjái til þess að þau viðmið sem launasetning byggir á feli ekki í sér kynjamismunun. Launamisrétti er ekki tölfræðilegt viðfangsefni, það er félagslegur og efnahagslegur veruleiki kvenna sem birtist í lægri ævitekjum kvenna en karla, lægri lífeyrisgreiðslum og auknum líkum á fátækt kvenna en karla á eftir árum. Nú rúmum 60 árum eftir lögfestingu launajafnréttis hér á landi ætti öllum að vera ljóst að launajafnréttið kemur ekki af sjálfu sér, það krefst breytts verðmætamats samfélagsins og ákvarðana um endurmat á virði kvennastarfa sem fylgt er eftir með fjármagni til hækkunar launa. Konur hafa beðið allt of lengi, útrýmum launamun kynjanna strax! Höfundur er framkvæmdastýra Jafnlaunastofu.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun