Hárið hans Halldórs og skapið hennar Sólveigar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 28. febrúar 2023 08:31 Sprengjuástandið sem ríkir á íslenskum vinnumarkaði hefur verið einfaldað í umræðunni. Stundum alveg niður í skap Sólveigar Önnu og hár Halldórs Benjamíns. Spennustigið stafar þó auðvitað ekki af því hvernig þessar tvær aðalpersónur viðræðnanna ná saman heldur af því að fólk hér á landi býr ekki við jöfn tækifæri. Verðbólgan hefur mun þyngri áhrif á tekjulægri hópa en þá sem betur standa. Annað stórt vandamál er að vaxtahækkanir eru margfaldar hér á landi miðað við það sem við sjáum í nágrannaríkjum og í Evrópu, þrátt fyrir að verðbólga hafi líka verið vandamál þar. Þessar vaxtahækkanir bíta almenning mjög fast. Á meðan búa aðrir hópar í samfélaginu í öðru hagkerfi með annan gjaldmiðil. Hvaða réttlæti er í því að almenningur og smærri fyrirtæki taki á sig kostnað vegna vaxtahækkana af fullum þunga á meðan stórfyrirtæki eru í skjóli evru og dollara? Eða að almenningur þurfi að borga fyrir íbúðina sína mörgum sinnum? Hér búa tvær þjóðir Á Íslandi er erfiðara fyrir fólk að eignast húsnæði en í nágrannaríkjum okkar. Fólk á íslenskum leigumarkaði býr við mjög erfiðar aðstæður og lítið öryggi. Matur er langtum dýrari hér. Húsnæðislán eru langtum dýrari. Tryggingar eru langtum dýrari. Raunveruleg samkeppni milli bankanna ríkir ekki sem sést best á að þeir taka sér sirka korters umhugsunarfrest í að hækka vexti eftir vaxtaákvarðanir Seðlabankans og nánast allir í beit. Fákeppnin er mikill óvinur almennings. Kraftmiklar sveiflur á gengi íslensku krónunnar gera það að verkum að íslenskur markaður verður lítið aðlaðandi fyrir innkomu erlendra fyrirtækja, sem eru vön að geta gert spár lengra en nokkrar vikur fram í tímann. Þess vegna eru engir erlendir bankar hér. Og það sama gildir um tryggingamarkaðinn. Þessar sveiflur eru óvinur almennings því þessar sveiflur verja fyrirtækin fyrir erlendri samkeppni. Og fyrir það borgar almenningur hátt gjald. Vinnumarkaðsmódelið þarf að laga Það þarf að ræða vinnumarkaðsmódelið og vinnumarkaðslöggjöfina. Þar hefði reyndar þurft að búa betur í haginn af hálfu stjórnvalda fyrir löngu. Löggjöfin er götótt og ríkissáttasemjari hefur verið skilinn eftir með fæ verkfæri í verkfærakassanum. Og það er ekki hægt að skamma Landsrétt fyrir að dæma í samræmi við mjög skýran vilja löggjafans. Það var Alþingi sem tók á sínum tíma ákvörðun um að taka út ákvæði sem skyldaði aðila til að afhenda ríkissáttasemjara kjörskrá. Dómstóll sem virðir þann skýra vilja löggjafans er ekki skúrkurinn í málinu. Stóra myndin snýst um jöfn tækifæri Vinnumarkaðsmódelið er eitt og skekkjurnar í hagkerfinu eru annað. Venjulegt fólk á Íslandi býr ekki við jöfn tækifæri. Almenningur lifir í krónuhagkerfi en um 300 íslensk stórfyrirtæki nota ekki krónuna. Það gerir stóreignafólk ekki heldur sem getur geymt fjármagn í erlendum gjaldmiðlum. Þessi fyrirtæki eru einfaldlega ekki með á vellinum og er nokk sama þótt ríkisstjórnin skori sjálfsmörk. Um fjórðungur lántakenda eru með óverðtryggð húsnæðislán á breytilegum vöxtum og þessi fjórðungur hefur tekið á sig vaxtahækkanir af fullum þunga núna. Innan tíðar bætist við þennan hóp þegar föstu vextirnir fara að losna af öðrum húsnæðislánum og greiðslubyrðin snar hækkar með versnandi lífskjörum. Þegar vextir eru hækkaðir þá eru það almenningur og litlu fyrirtækin sem taka á sig kostnaðinn og bera byrðarnar. Þetta ástand bítur ekki fyrirtækin fyrir utan krónuhagkerfið. Auðvitað skapar þetta óréttlæti spennu í samfélaginu. Friður til lengri tíma þarf að vera í kringum það að tryggja stöðugleika fyrir fjölskyldurnar í landinu. Er friður um það að venjuleg íslensk heimili þurfi að borga íbúðina sína mörgum sinnum? Eða að það að eignast heimili sé áhættufjárfesting? Og er friður um það að fákeppni sé tekin fram yfir heilbrigða samkeppni? Vonandi næst samkomulag í kjaradeilunni sem allra fyrst - vonandi að fólkinu í aðalhlutverkunum takist að ná samningi. En það verður kjaradeila eftir þessa og verkefnið á að vera að skapa frið í samfélaginu til lengri tíma. Til þess að svo geti orðið þarf að búa fólkinu í landinu jöfn tækifæri - með almennum reglum, heilbrigðri samkeppni og stöðugum gjaldmiðli. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Íslenska krónan Fjármál heimilisins Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Sprengjuástandið sem ríkir á íslenskum vinnumarkaði hefur verið einfaldað í umræðunni. Stundum alveg niður í skap Sólveigar Önnu og hár Halldórs Benjamíns. Spennustigið stafar þó auðvitað ekki af því hvernig þessar tvær aðalpersónur viðræðnanna ná saman heldur af því að fólk hér á landi býr ekki við jöfn tækifæri. Verðbólgan hefur mun þyngri áhrif á tekjulægri hópa en þá sem betur standa. Annað stórt vandamál er að vaxtahækkanir eru margfaldar hér á landi miðað við það sem við sjáum í nágrannaríkjum og í Evrópu, þrátt fyrir að verðbólga hafi líka verið vandamál þar. Þessar vaxtahækkanir bíta almenning mjög fast. Á meðan búa aðrir hópar í samfélaginu í öðru hagkerfi með annan gjaldmiðil. Hvaða réttlæti er í því að almenningur og smærri fyrirtæki taki á sig kostnað vegna vaxtahækkana af fullum þunga á meðan stórfyrirtæki eru í skjóli evru og dollara? Eða að almenningur þurfi að borga fyrir íbúðina sína mörgum sinnum? Hér búa tvær þjóðir Á Íslandi er erfiðara fyrir fólk að eignast húsnæði en í nágrannaríkjum okkar. Fólk á íslenskum leigumarkaði býr við mjög erfiðar aðstæður og lítið öryggi. Matur er langtum dýrari hér. Húsnæðislán eru langtum dýrari. Tryggingar eru langtum dýrari. Raunveruleg samkeppni milli bankanna ríkir ekki sem sést best á að þeir taka sér sirka korters umhugsunarfrest í að hækka vexti eftir vaxtaákvarðanir Seðlabankans og nánast allir í beit. Fákeppnin er mikill óvinur almennings. Kraftmiklar sveiflur á gengi íslensku krónunnar gera það að verkum að íslenskur markaður verður lítið aðlaðandi fyrir innkomu erlendra fyrirtækja, sem eru vön að geta gert spár lengra en nokkrar vikur fram í tímann. Þess vegna eru engir erlendir bankar hér. Og það sama gildir um tryggingamarkaðinn. Þessar sveiflur eru óvinur almennings því þessar sveiflur verja fyrirtækin fyrir erlendri samkeppni. Og fyrir það borgar almenningur hátt gjald. Vinnumarkaðsmódelið þarf að laga Það þarf að ræða vinnumarkaðsmódelið og vinnumarkaðslöggjöfina. Þar hefði reyndar þurft að búa betur í haginn af hálfu stjórnvalda fyrir löngu. Löggjöfin er götótt og ríkissáttasemjari hefur verið skilinn eftir með fæ verkfæri í verkfærakassanum. Og það er ekki hægt að skamma Landsrétt fyrir að dæma í samræmi við mjög skýran vilja löggjafans. Það var Alþingi sem tók á sínum tíma ákvörðun um að taka út ákvæði sem skyldaði aðila til að afhenda ríkissáttasemjara kjörskrá. Dómstóll sem virðir þann skýra vilja löggjafans er ekki skúrkurinn í málinu. Stóra myndin snýst um jöfn tækifæri Vinnumarkaðsmódelið er eitt og skekkjurnar í hagkerfinu eru annað. Venjulegt fólk á Íslandi býr ekki við jöfn tækifæri. Almenningur lifir í krónuhagkerfi en um 300 íslensk stórfyrirtæki nota ekki krónuna. Það gerir stóreignafólk ekki heldur sem getur geymt fjármagn í erlendum gjaldmiðlum. Þessi fyrirtæki eru einfaldlega ekki með á vellinum og er nokk sama þótt ríkisstjórnin skori sjálfsmörk. Um fjórðungur lántakenda eru með óverðtryggð húsnæðislán á breytilegum vöxtum og þessi fjórðungur hefur tekið á sig vaxtahækkanir af fullum þunga núna. Innan tíðar bætist við þennan hóp þegar föstu vextirnir fara að losna af öðrum húsnæðislánum og greiðslubyrðin snar hækkar með versnandi lífskjörum. Þegar vextir eru hækkaðir þá eru það almenningur og litlu fyrirtækin sem taka á sig kostnaðinn og bera byrðarnar. Þetta ástand bítur ekki fyrirtækin fyrir utan krónuhagkerfið. Auðvitað skapar þetta óréttlæti spennu í samfélaginu. Friður til lengri tíma þarf að vera í kringum það að tryggja stöðugleika fyrir fjölskyldurnar í landinu. Er friður um það að venjuleg íslensk heimili þurfi að borga íbúðina sína mörgum sinnum? Eða að það að eignast heimili sé áhættufjárfesting? Og er friður um það að fákeppni sé tekin fram yfir heilbrigða samkeppni? Vonandi næst samkomulag í kjaradeilunni sem allra fyrst - vonandi að fólkinu í aðalhlutverkunum takist að ná samningi. En það verður kjaradeila eftir þessa og verkefnið á að vera að skapa frið í samfélaginu til lengri tíma. Til þess að svo geti orðið þarf að búa fólkinu í landinu jöfn tækifæri - með almennum reglum, heilbrigðri samkeppni og stöðugum gjaldmiðli. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun