Körfubolti

„Vitum að Kyri­e mun gera fólk brjálað eftir smá“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Það virðist ekki ríkja mikil trú á að þetta tvíeyki geti gert góða hluti saman.
Það virðist ekki ríkja mikil trú á að þetta tvíeyki geti gert góða hluti saman. Tim Heitman/Getty Images

Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða Já“ var á sínum stað í nýjasta þætti af Lögmál leiksins. Þar var að venju farið yfir það helsta sem er að frétta í NBA-deildinni. Farið var yfir hvort Dallas væri verra eftir að Kyrie Irving gekk í raðir liðsins, hvort Orlando kæmist í umspilið, hversu líklegir Denver Nuggets væru og hvort Russell Westbrook hjálpi Los Angeles Clippers.

Ásamt Kjartani Atla Kjartanssyni, þáttastjórnanda, voru þeir Sigurður Orri Kristjánsson, Tómas Steindórsson og Hörður Unnsteinsson að þessu sinni. Liðurinn virkar þannig að Kjartan Atli setur fram staðhæfingu sem hinir þrír eru sammála eða ósammála. Þeir þurfa svo að rökstyðja svör sín.

Dallas Mavericks er verra lið eftir skiptin

„Ég myndi ekki segja verra lið en þetta gerir þá allavega ekki mikið betri. Þeir litu skelfilega út í fjórða leikhluta gegn Los Angeles Lakers,“ sagði Hörður en Dallas tapaði niður 27 stiga forystu í síðasta leik sínum í deildinni.

„Við vitum að Kyrie mun gera fólk brjálað eftir smá,“ bætti Hörður svo við.

„Ég held það, held að hann geri það nú þegar. Luka Dončić leið rosalega vel sem aðal-aðalkallinn þó hann hafi verið að leita eftir hjálp. Held hann hafi ekki verið að leita eftir hjálp eins og Kyrie Irving sem er geggjaður skorari fyrst og fremst. Ég held að liðið sé verra en það fyrir,“ sagði Tómas aðspurður hvort Kyrie væri einfaldlega að trufla Luka.

Aðrar fullyrðingar voru:

  • Orlando Magic nær inn í umspil
  • Denver Nuggets eru líklegastir í Vestrinu
  • Russell Westbrook hjálpar LA Clippers
Klippa: Lögmál leiksins: Vitum að Kyrie mun gera fólk brjálað eftir smá

Tengdar fréttir

„Auð­vitað er maður skeptískur á Warri­ors“

Rætt verður um meistaralið Golden State Warriors í Lögmál leiksins í kvöld. Liðið hefur ekki verið upp á sitt besta að undanförnu og virðist ekki líklegt til að verja titil sinn. Lögmál leiksins er á dagskrá Stöðvar 2 Sport 2 klukkan 20.00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×