Útiliðið hefur ekki unnið Hafnarfjarðarslaginn í fimm ár og fimm mánuði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2023 15:31 Einar Bragi Aðalsteinsson fær hér harðar móttökur frá Adami Hauki Baumruk í fyrri leik liðanna. Vísir/Hulda Margrét Haukar fá nágranna sína í FH í heimsókn á Ásvelli í kvöld í seinni deildarleik liðanna í Olís deild karla í handbolta á þessu tímabili. Baráttan um Hafnarfjörð verður að sjálfsögðu í beinni á Stöð 2 Sport en upphitun hefst klukkan 19.15 og leikurinn svo klukkan 19.30. FH vann eins marks sigur í fyrri leiknum, 27-26, sem þýðir að útiliðið hefur ekki unnið Hafnarfjarðarslaginn síðan 25. september 2017 eða í fimm ár og fimm mánuði. Heimaliðið hefur enn fremur unnið fjóra síðustu leiki en frá því að FH vann á Ásvöllum í september hefur útiliðið aðeins náð í samtals fjögur stig í tíu leikjum (4 jafntefli og 6 töp). Það gera aðeins 0,4 stig í leik. Síðasti sigur FH á Ásvöllum var einnig síðasti útisigurinn í Hafnarfjarðarslagnum en FH vann 27-23 sigur í þeim leik. Flestir leikjanna hafa þó oftast verið jafnir og spennandi þótt að heimaliðið hafi aldrei tapað á þessum tíma. Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, er í kvöld að stýra FH í áttunda sinn í Hafnarfjarðarslag í deildinni en FH-ingar eiga enn eftir að vinna á Ásvöllum undir hans stjórn (1 jafntefli og 2 töp). FH-liðið hefur hins vegar unnið þrjá af fjórum heimaleikjum sínum á móti Haukum undir hans stjórn. Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, hefur margoft tekið þátt í Hafnarfjarðarslagnum sem leikmaður en mætir nú í fyrsta sinn sem þjálfari. Gengi útiliða í síðustu ellefu innbyrðis leikjum Hafnarfjarðarliðanna: 20. október 2022: Haukar töpuðu með einu marki í Kaplakrika (26-27) 10. apríl 2022: FH tapaði með einu marki á Ásvöllum (31-32) 1. desember 2021: Haukar töpuðu með fjórum mörkum í Kaplakrika (24-28) 15. maí 2021: FH tapaði með átta mörkum á Ásvöllum (26-34) 14. febrúar 2021: Jafntefli í Kaplakrika (29-29) 1. febrúar 2020: Haukar töpuðu með þremur mörkum í Kaplakrika (28-31) 9. október 2019: Jafntefli á Ásvöllum (29-29) 10. desember 2018: Jafntefli í Kaplakrika (25-25) 12. september 2018: Jafntefli á Ásvöllum (29-29) 18. desember 2017: Haukar töpuðu með einu marki í Kaplakrika (29-30) 25. september 2017: FH vann fjögurra marka sigur á Ásvöllum (27-23) - FH undir stjórn Sigursteins Arndal í Hafnarfjarðarslagnum: Í Kaplakrika 4 leikir 3 sigrar og 1 jafntefli 6 stig (88% stiga í húsi) +8 í markatölu Á Ásvöllum 3 leikir 2 töp og 1 jafntefli 1 stig (17% stiga í húsi) -9 í markatölu Olís-deild karla FH Haukar Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Sjá meira
Baráttan um Hafnarfjörð verður að sjálfsögðu í beinni á Stöð 2 Sport en upphitun hefst klukkan 19.15 og leikurinn svo klukkan 19.30. FH vann eins marks sigur í fyrri leiknum, 27-26, sem þýðir að útiliðið hefur ekki unnið Hafnarfjarðarslaginn síðan 25. september 2017 eða í fimm ár og fimm mánuði. Heimaliðið hefur enn fremur unnið fjóra síðustu leiki en frá því að FH vann á Ásvöllum í september hefur útiliðið aðeins náð í samtals fjögur stig í tíu leikjum (4 jafntefli og 6 töp). Það gera aðeins 0,4 stig í leik. Síðasti sigur FH á Ásvöllum var einnig síðasti útisigurinn í Hafnarfjarðarslagnum en FH vann 27-23 sigur í þeim leik. Flestir leikjanna hafa þó oftast verið jafnir og spennandi þótt að heimaliðið hafi aldrei tapað á þessum tíma. Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, er í kvöld að stýra FH í áttunda sinn í Hafnarfjarðarslag í deildinni en FH-ingar eiga enn eftir að vinna á Ásvöllum undir hans stjórn (1 jafntefli og 2 töp). FH-liðið hefur hins vegar unnið þrjá af fjórum heimaleikjum sínum á móti Haukum undir hans stjórn. Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, hefur margoft tekið þátt í Hafnarfjarðarslagnum sem leikmaður en mætir nú í fyrsta sinn sem þjálfari. Gengi útiliða í síðustu ellefu innbyrðis leikjum Hafnarfjarðarliðanna: 20. október 2022: Haukar töpuðu með einu marki í Kaplakrika (26-27) 10. apríl 2022: FH tapaði með einu marki á Ásvöllum (31-32) 1. desember 2021: Haukar töpuðu með fjórum mörkum í Kaplakrika (24-28) 15. maí 2021: FH tapaði með átta mörkum á Ásvöllum (26-34) 14. febrúar 2021: Jafntefli í Kaplakrika (29-29) 1. febrúar 2020: Haukar töpuðu með þremur mörkum í Kaplakrika (28-31) 9. október 2019: Jafntefli á Ásvöllum (29-29) 10. desember 2018: Jafntefli í Kaplakrika (25-25) 12. september 2018: Jafntefli á Ásvöllum (29-29) 18. desember 2017: Haukar töpuðu með einu marki í Kaplakrika (29-30) 25. september 2017: FH vann fjögurra marka sigur á Ásvöllum (27-23) - FH undir stjórn Sigursteins Arndal í Hafnarfjarðarslagnum: Í Kaplakrika 4 leikir 3 sigrar og 1 jafntefli 6 stig (88% stiga í húsi) +8 í markatölu Á Ásvöllum 3 leikir 2 töp og 1 jafntefli 1 stig (17% stiga í húsi) -9 í markatölu
Gengi útiliða í síðustu ellefu innbyrðis leikjum Hafnarfjarðarliðanna: 20. október 2022: Haukar töpuðu með einu marki í Kaplakrika (26-27) 10. apríl 2022: FH tapaði með einu marki á Ásvöllum (31-32) 1. desember 2021: Haukar töpuðu með fjórum mörkum í Kaplakrika (24-28) 15. maí 2021: FH tapaði með átta mörkum á Ásvöllum (26-34) 14. febrúar 2021: Jafntefli í Kaplakrika (29-29) 1. febrúar 2020: Haukar töpuðu með þremur mörkum í Kaplakrika (28-31) 9. október 2019: Jafntefli á Ásvöllum (29-29) 10. desember 2018: Jafntefli í Kaplakrika (25-25) 12. september 2018: Jafntefli á Ásvöllum (29-29) 18. desember 2017: Haukar töpuðu með einu marki í Kaplakrika (29-30) 25. september 2017: FH vann fjögurra marka sigur á Ásvöllum (27-23) - FH undir stjórn Sigursteins Arndal í Hafnarfjarðarslagnum: Í Kaplakrika 4 leikir 3 sigrar og 1 jafntefli 6 stig (88% stiga í húsi) +8 í markatölu Á Ásvöllum 3 leikir 2 töp og 1 jafntefli 1 stig (17% stiga í húsi) -9 í markatölu
Olís-deild karla FH Haukar Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Sjá meira