Neitar að spila fyrir Ísland nema reglum um stráka- og stelpulið verði breytt Sindri Sverrisson skrifar 21. febrúar 2023 08:01 Feðginin Tanja Ósk og Brynjar Karl hafa farið saman frá Stjörnunni til ÍR og áfram til Aþenu. Tanja er í dag lykilmaður og Brynjar þjálfari Aþenu/Leiknis/UMFK sem spilar í 1. deild kvenna í meistaraflokki. @athenabasketballiceland Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfari hjá sameinuðu liði Aþenu, UMFK og Leiknis, segir að á komandi ársþingi KKÍ verði í þriðja sinn gerð tilraun til að gera löglegt að strákar og stelpur spili saman í yngstu flokkum körfubolta á Íslandi. Dóttir hans neitar að spila fyrir Ísland fyrr en reglum verður breytt. Samkvæmt núgildandi regluverki KKÍ er leikmönnum skipt í kvenna- og karlaflokka, eftir aldri. Þetta kom í veg fyrir að stelpulið ÍR, aðalsöguhetjurnar í heimildamyndinni Hækkum rána, fengju leyfi til að skrá sig í Íslandsmót drengja á árunum 2017-19. Dæmi eru engu að síður um það að stelpur spili með strákaliðum á Íslandsmóti og samkvæmt upplýsingum Vísis hefur það verið gert í vinsemd og án kærumála. Það hafa til að mynda stelpur úr liði Aþenu, sem Brynjar Karl hefur verið yfirþjálfari hjá frá stofnun 2019, gert síðustu ár. Tillaga Aþenu, UMFK og Leiknis gengur út á að skýrt sé að lið í yngri flokkum, frá 10 ára og upp í 9. flokk, geti á Íslandsmóti teflt fram kynjablönduðum liðum eða liði af gagnstæðu kyni. Tillöguna má sjá neðst í greininni. Brynjar Karl talaði fyrir sams konar tillögu á ársþingi KKÍ fyrir tveimur árum en hún var felld í kosningu eftir umræðu. Fyrir fjórum árum, þegar Brynjar Karl þjálfaði hjá ÍR, var tillagan send inn af ÍR en enginn frá félaginu talaði fyrir hugmyndinni á ársþingi og var henni vísað frá. „Mesta hneyksli í sögu KKÍ“ Í færslu Brynjars Karls á Facebook segir hann þróunina í málinu „mesta hneyksli í sögu KKÍ“. „Á síðasta þingi KKÍ fyrir tveimur árum, voru allir þeir sem tóku til máls á því að leyfa ætti kynjablöndu í yngstu flokkum. Þegar kosið var um málið reyndust 2/3 á móti kynjablöndun. Heigulshátturinn fullkomnaður. Að hugsa sér að vera í baráttu þar sem engin opinber mótrök eru fyrir kynjablöndun en samt er málið þaggað og kosið gegn breytingum. Þetta er svo skammarlegt að ég á erfitt með að bendla mig við íslensku körfuboltahreyfinguna,“ skrifar Brynjar Karl. Tanja sendi KKÍ bréf og sagði alla sjá kjánaskapinn Á Facebook greinir Brynjar Karl einnig frá því að Tanja Ósk, 15 ára dóttir hans, hafi nú annað árið í röð ákveðið að gefa ekki kost á sér í íslenska stúlknalandsliðið. Það muni hún ekki gera fyrr en að KKÍ geri það löglegt að stelpu- og strákalið mætist í opinberum mótum. Tanja er þrátt fyrir ungan aldur lykilmaður í liði Aþenu/Leiknis/UMFK í 1. deild. Brynjar Karl vitnar í bréf sem Tanja Ósk sendi KKÍ í desember sem hann segir að ekkert svar hafi borist við en þar segir, í lauslegri þýðingu blaðamanns því textinn á Facebook-síðu Aþenu er á ensku: „Eins og í fyrra þá mun ég ekki gefa kost á mér í landsliðið fyrr en að KKÍ leyfir stelpum og strákum að spila saman í yngstu aldursflokkunum. Það sjá allir hvað þetta er kjánalegt og það spila margar stelpur í þessum mótum þó að það sé bannað af KKÍ. Mér finnst það fáránlegt að vinkona mín xxxx hafi fengið að spila með strákum í 8. og 9. bekk þegar hún var í 8. bekk en að gamla liðið mitt hafi ekki mátt spila, þegar við vorum 10 og 11 ára.“ Í sama bréfi segir Tanja að KKÍ verði að biðjast afsökunar á hegðun sinni gagnvart fólki í Aþenu og vegna þöggunar mála varðandi kynferðislega áreitni þjálfara og dómara sem starfað hafi fyrir sambandið. Sambandið verði að breyta reglum um stelpu- og strákalið og taka af alvöru á kvenfyrirlitningu og kynbundnu ofbeldi. Annars muni hún aldrei klæðast landsliðstreyju. Kosið um tillöguna 11. mars Tillagan um reglubreytingu sem Aþena, UMFK og Leiknir hafa lagt fram verður tekin fyrir á ársþingi KKÍ 11. mars. Ef fulltrúar félaganna í landinu samþykkja breytinguna í þetta sinn mun reglan líta svona út: Leikmaður má aldrei leika með yngri aldursflokki en honum ber. Öllum leikmönnum yngri aldursflokks er heimilt að leika hverju sinni með öllum aldursflokkum fyrir ofan sinn eigin. Leikmenn meistaraflokks karla og kvenna skulu gengnir upp úr 8. flokki. Mótanefnd KKÍ getur leyft keppni liðs í Íslandsmóti sem er annaðhvort kynjablandað eða skipað leikmönnum af gagnstæðu kyni frá minnibolta 10 ára upp í 9. flokk. Slíkt leyfi verður aðeins veitt ef félag sem óskar eftir að senda slíkt lið til keppni hefur sent inn rökstutt erindi til mótanefndar þar sem félagið hefur rökstutt með fullnægjandi hætti að mati mótanefndar að ástæða sé til að veita slíkt leyfi að teknu tilliti til meðal annars getu og/eða framþróunar liðs og/eða leikmanna sem sótt er um fyrir. Ef sótt er um slíkt leyfi fyrir lið geta leikmenn þess almennt ekki keppt bæði í flokki karla og kvenna en þó er það mögulegt ef um er að ræða tilfærslu á einstökum leikmönnum á milli liða. Blönduð lið eða lið af gagnstæðu kyni geta keppt á öllum mótum í tilteknum flokki nema í úrslitamótum þar sem endanlega er keppt um Íslandsmeistaratitil. Hafi slíkt lið áunnið sér sæti á slíku móti skal færa upp það lið sem næst kemur að stigum fyrir úrslitamót. Leyfi mótanefndar samkvæmt framangreindu tekur ekki til keppni í Bikarkeppnum KKÍ. Körfubolti Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Sjá meira
Samkvæmt núgildandi regluverki KKÍ er leikmönnum skipt í kvenna- og karlaflokka, eftir aldri. Þetta kom í veg fyrir að stelpulið ÍR, aðalsöguhetjurnar í heimildamyndinni Hækkum rána, fengju leyfi til að skrá sig í Íslandsmót drengja á árunum 2017-19. Dæmi eru engu að síður um það að stelpur spili með strákaliðum á Íslandsmóti og samkvæmt upplýsingum Vísis hefur það verið gert í vinsemd og án kærumála. Það hafa til að mynda stelpur úr liði Aþenu, sem Brynjar Karl hefur verið yfirþjálfari hjá frá stofnun 2019, gert síðustu ár. Tillaga Aþenu, UMFK og Leiknis gengur út á að skýrt sé að lið í yngri flokkum, frá 10 ára og upp í 9. flokk, geti á Íslandsmóti teflt fram kynjablönduðum liðum eða liði af gagnstæðu kyni. Tillöguna má sjá neðst í greininni. Brynjar Karl talaði fyrir sams konar tillögu á ársþingi KKÍ fyrir tveimur árum en hún var felld í kosningu eftir umræðu. Fyrir fjórum árum, þegar Brynjar Karl þjálfaði hjá ÍR, var tillagan send inn af ÍR en enginn frá félaginu talaði fyrir hugmyndinni á ársþingi og var henni vísað frá. „Mesta hneyksli í sögu KKÍ“ Í færslu Brynjars Karls á Facebook segir hann þróunina í málinu „mesta hneyksli í sögu KKÍ“. „Á síðasta þingi KKÍ fyrir tveimur árum, voru allir þeir sem tóku til máls á því að leyfa ætti kynjablöndu í yngstu flokkum. Þegar kosið var um málið reyndust 2/3 á móti kynjablöndun. Heigulshátturinn fullkomnaður. Að hugsa sér að vera í baráttu þar sem engin opinber mótrök eru fyrir kynjablöndun en samt er málið þaggað og kosið gegn breytingum. Þetta er svo skammarlegt að ég á erfitt með að bendla mig við íslensku körfuboltahreyfinguna,“ skrifar Brynjar Karl. Tanja sendi KKÍ bréf og sagði alla sjá kjánaskapinn Á Facebook greinir Brynjar Karl einnig frá því að Tanja Ósk, 15 ára dóttir hans, hafi nú annað árið í röð ákveðið að gefa ekki kost á sér í íslenska stúlknalandsliðið. Það muni hún ekki gera fyrr en að KKÍ geri það löglegt að stelpu- og strákalið mætist í opinberum mótum. Tanja er þrátt fyrir ungan aldur lykilmaður í liði Aþenu/Leiknis/UMFK í 1. deild. Brynjar Karl vitnar í bréf sem Tanja Ósk sendi KKÍ í desember sem hann segir að ekkert svar hafi borist við en þar segir, í lauslegri þýðingu blaðamanns því textinn á Facebook-síðu Aþenu er á ensku: „Eins og í fyrra þá mun ég ekki gefa kost á mér í landsliðið fyrr en að KKÍ leyfir stelpum og strákum að spila saman í yngstu aldursflokkunum. Það sjá allir hvað þetta er kjánalegt og það spila margar stelpur í þessum mótum þó að það sé bannað af KKÍ. Mér finnst það fáránlegt að vinkona mín xxxx hafi fengið að spila með strákum í 8. og 9. bekk þegar hún var í 8. bekk en að gamla liðið mitt hafi ekki mátt spila, þegar við vorum 10 og 11 ára.“ Í sama bréfi segir Tanja að KKÍ verði að biðjast afsökunar á hegðun sinni gagnvart fólki í Aþenu og vegna þöggunar mála varðandi kynferðislega áreitni þjálfara og dómara sem starfað hafi fyrir sambandið. Sambandið verði að breyta reglum um stelpu- og strákalið og taka af alvöru á kvenfyrirlitningu og kynbundnu ofbeldi. Annars muni hún aldrei klæðast landsliðstreyju. Kosið um tillöguna 11. mars Tillagan um reglubreytingu sem Aþena, UMFK og Leiknir hafa lagt fram verður tekin fyrir á ársþingi KKÍ 11. mars. Ef fulltrúar félaganna í landinu samþykkja breytinguna í þetta sinn mun reglan líta svona út: Leikmaður má aldrei leika með yngri aldursflokki en honum ber. Öllum leikmönnum yngri aldursflokks er heimilt að leika hverju sinni með öllum aldursflokkum fyrir ofan sinn eigin. Leikmenn meistaraflokks karla og kvenna skulu gengnir upp úr 8. flokki. Mótanefnd KKÍ getur leyft keppni liðs í Íslandsmóti sem er annaðhvort kynjablandað eða skipað leikmönnum af gagnstæðu kyni frá minnibolta 10 ára upp í 9. flokk. Slíkt leyfi verður aðeins veitt ef félag sem óskar eftir að senda slíkt lið til keppni hefur sent inn rökstutt erindi til mótanefndar þar sem félagið hefur rökstutt með fullnægjandi hætti að mati mótanefndar að ástæða sé til að veita slíkt leyfi að teknu tilliti til meðal annars getu og/eða framþróunar liðs og/eða leikmanna sem sótt er um fyrir. Ef sótt er um slíkt leyfi fyrir lið geta leikmenn þess almennt ekki keppt bæði í flokki karla og kvenna en þó er það mögulegt ef um er að ræða tilfærslu á einstökum leikmönnum á milli liða. Blönduð lið eða lið af gagnstæðu kyni geta keppt á öllum mótum í tilteknum flokki nema í úrslitamótum þar sem endanlega er keppt um Íslandsmeistaratitil. Hafi slíkt lið áunnið sér sæti á slíku móti skal færa upp það lið sem næst kemur að stigum fyrir úrslitamót. Leyfi mótanefndar samkvæmt framangreindu tekur ekki til keppni í Bikarkeppnum KKÍ.
Leikmaður má aldrei leika með yngri aldursflokki en honum ber. Öllum leikmönnum yngri aldursflokks er heimilt að leika hverju sinni með öllum aldursflokkum fyrir ofan sinn eigin. Leikmenn meistaraflokks karla og kvenna skulu gengnir upp úr 8. flokki. Mótanefnd KKÍ getur leyft keppni liðs í Íslandsmóti sem er annaðhvort kynjablandað eða skipað leikmönnum af gagnstæðu kyni frá minnibolta 10 ára upp í 9. flokk. Slíkt leyfi verður aðeins veitt ef félag sem óskar eftir að senda slíkt lið til keppni hefur sent inn rökstutt erindi til mótanefndar þar sem félagið hefur rökstutt með fullnægjandi hætti að mati mótanefndar að ástæða sé til að veita slíkt leyfi að teknu tilliti til meðal annars getu og/eða framþróunar liðs og/eða leikmanna sem sótt er um fyrir. Ef sótt er um slíkt leyfi fyrir lið geta leikmenn þess almennt ekki keppt bæði í flokki karla og kvenna en þó er það mögulegt ef um er að ræða tilfærslu á einstökum leikmönnum á milli liða. Blönduð lið eða lið af gagnstæðu kyni geta keppt á öllum mótum í tilteknum flokki nema í úrslitamótum þar sem endanlega er keppt um Íslandsmeistaratitil. Hafi slíkt lið áunnið sér sæti á slíku móti skal færa upp það lið sem næst kemur að stigum fyrir úrslitamót. Leyfi mótanefndar samkvæmt framangreindu tekur ekki til keppni í Bikarkeppnum KKÍ.
Körfubolti Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins