Um fúsk, óráðsíu og ósannindi háskólaráðherra Geir Sigurðsson skrifar 20. febrúar 2023 11:31 Þann 11. febrúar sl. birtist grein eftir mig á Vísi, „Um fúsk og óráðsíu háskólaráðherra“, þar sem ég gagnrýndi Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, ráðherra háskólamála, fyrir að fara illa með viðkvæma fjármuni háskólastigsins með stofnun sjóðs með það að markmiði að stuðla að auknu samstarfi íslenskra háskóla. Gagnrýni mín snerist fyrst og fremst að því að á sama tíma og stjórnvöld skertu framlög til háskólastigsins á fjárlögum tæki háskólaráðherra einhliða ákvörðun um að færa umtalsverða fjármuni úr grunnfjármögnun háskólastigsins yfir í umræddan sjóð. Þetta var óráðsían. En ég benti ennfremur á að illa hefði verið staðið að þessum sjóði og allt of lítill tími hefði gefist til að undirbúa umsóknir svo gera mætti ráð fyrir því að þær væru nægilega vel undirbúnar. Þetta var fúskið. Áslaug Arna svarar þessum aðfinnslum mínum þann 15. febrúar í frétt á Mbl.is undir fyrirsögninni „Segir gagnrýni á fjármögnun misskilning“. Ég þakka Áslaugu Örnu fyrir að gefa sér tíma (með aðstoð fréttamanns) til að svara mér. En ég hefði verið enn þakklátari ef hún hefði sagt satt með svörum sínum. Eftir henni er haft: „Hið rétta sé að ekki hafi verið tekið fé af rekstri HÍ til að fjármagna samstarf skólanna. Aukalega hafi milljarður króna verið settur í hvataverkefni sem miði að auknu samstarfi háskóla.“ Hér fer ráðherra með ósannindi – og hún hlýtur að vita betur. Ég hef það eftir öruggum heimildum að þetta fjármagn hafi raunverulega verið tekið úr grunnfjármögnun háskólanna með ákveðnum bókhaldsbrellum. Það var ekkert viðbótarfjármagn á lausu, enda hefur háskólastigið verið fjársvelt árum saman. Ótvíræður vitnisburður um þetta er að fjármögnun háskóla á Íslandi hefur lengstaf verið undir meðaltali OECD-ríkjanna og stendur langt að baki meðalfjármögnun háskóla á Norðurlöndunum þrátt fyrir fögur fyrirheit í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Við finnum strax fyrir skerðingunni í HÍ þar sem umbótaverkefni til að auka á langþráð jafnræði á milli sviða og deilda sem hefur verið í undirbúningi um langt skeið var sett í frost um leið og þetta fjármagn var tekið út úr kerfinu. Við þetta má bæta að Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, spurði í fjárlaganefnd út í uppruna fjármagnsins fyrir samstarfssjóðinn nýja en fékk aldrei skýr svör. Merkilegt hvers vegna virðist svo erfitt að gera grein fyrir uppruna þess. Að auki finnst mér ástæða til að setja spurningamerki við einhliða inngrip ráðherra í innra starf háskólanna: Er það ekki aðför að akademísku frelsi að ráðuneytið hafi beint ráðstöfunarvald yfir því hverjir fá úthlutað fjármagni til akademískra verkefna og þar með á val viðfangsefna háskólanna? Áslaug Arna segir að háskólarnir „höfðu sjálfstæði í vali verkefna sem styðja við nýsköpun og framfarir á háskólastigi.“ En í þessu tilviki var ákvörðun um úthlutun ekki tekin af óháðum sérfræðingum heldur af ráðuneytinu eða jafnvel Áslaugu Örnu sjálfri. Hún hefur áður látið þau orð falla að sjóðurinn Samstarf háskóla myndi leiða til „gagnsærra jafnræðis“. Hér var hins vegar algert ógagnsæi á ferðinni. Ég fæ heldur ekki séð hvernig sjóðurinn geti stuðlað að jafnræði, því í kerfi þar sem sex af sjö háskólum bjóða aðeins upp á lítinn hluta þeirra námsleiða sem eru í boði í hinum sjöunda sitja greinilega ekki allir við sama borð. Áslaug Arna segir: „Umsóknir voru þvert á það sem haldið er fram mjög vandaðar og úthugsaðar.“ Hefur ráðuneytið fullnægjandi getu til að meta það? Hefur Áslaug Arna hugsað út í að verkefnin, sem eru til tveggja ára, gætu hugsanlega orðið aukin byrði á háskólastiginu til lengri tíma litið vegna þess að mörgum þeirra verður vafalaust ekki lokið innan tveggja ára. Þá segir hún að „rektorar háskólanna [hafi ]fagnað þessu og auknum hvata í samstarf skólanna…“ Já, það kann að vera að þeir hafi gert það á meðan þeim var talin trú um að hér væri um viðbótarfjármagn að ræða. Loks má velta fyrir sér þeirri undarlega kokhraustu staðhæfingu Áslaugar Örnu að „öflugt samstarf háskólanna sé lykilatriði til að vinna á móti smæð íslensks háskólakerfis, sem sé dreift á sjö háskóla sem eru í mikilli samkeppni við erlenda háskóla.“ Er það örugglega lykilatriðið? Eru allir sjálfkrafa sammála um þetta? Gæti ekki verið happasælla að stuðla í auknum mæli að erlendu samstarfi? Athygli vekur í þessu sambandi að aðeins ein umsókn í sjóðinn miðaði sérstaklega að því að efla stöðu íslenskra háskóla í alþjóðlegu samhengi og sá ráðuneytið ekki ástæðu til að styrkja hana. Út á hvað gengur annars þessi mikla „samkeppni við erlenda háskóla“? Samkeppni um hvað? Nemendur? Starfsfólk? Fjármagn? Sannleikann? Væri þá ekki nær að byrja á réttum enda og tryggja fyrst að háskólarnir – einkum þeir sem eru þegar í umtalsverðu erlendu samstarfi – verði fjármagnaðir á borð við aðra norræna háskóla svo þeir hafi tök á að keppa á jafnræðisgrundvelli og geti gert áætlanir til lengri tíma? Áslaug Arna virðist beina því gegn mér að „Það er hins vegar þannig að þeir [sem] vilja gera meira af því sama vilja halda óbreyttu kerfi.“ Ég tek þetta nú ekki til mín, enda sé ég akkúrat enga kerfisumbyltingu með þessum samstarfssjóði, heldur gerræðislegt, vanhugsað og dýrt inngrip stjórnmálamanns í málefni háskólanna sem gefur hættulegt fordæmi til framtíðar. En ef Áslaug Arna hefur raunverulega hug á því að breyta kerfinu til batnaðar og efla gæði og sóknarfæri háskólanna, hvet ég hana til að stuðla að því að gera okkur háskólakennurum loksins kleift að vinna almennilega þau störf sem við vorum ráðin til að gegna í stað þess að þurfa að verja umtalsverðum tíma og orku í sparnaðaraðgerðir eða í að slökkva elda sem stöðugt kvikna um allt hús. En þá verður hún að einblína á rót vandans í stað þess að flækja sig í arfanum. Höfundur er prófessor og deildarforseti Mála- og menningardeildar á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Sjá meira
Þann 11. febrúar sl. birtist grein eftir mig á Vísi, „Um fúsk og óráðsíu háskólaráðherra“, þar sem ég gagnrýndi Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, ráðherra háskólamála, fyrir að fara illa með viðkvæma fjármuni háskólastigsins með stofnun sjóðs með það að markmiði að stuðla að auknu samstarfi íslenskra háskóla. Gagnrýni mín snerist fyrst og fremst að því að á sama tíma og stjórnvöld skertu framlög til háskólastigsins á fjárlögum tæki háskólaráðherra einhliða ákvörðun um að færa umtalsverða fjármuni úr grunnfjármögnun háskólastigsins yfir í umræddan sjóð. Þetta var óráðsían. En ég benti ennfremur á að illa hefði verið staðið að þessum sjóði og allt of lítill tími hefði gefist til að undirbúa umsóknir svo gera mætti ráð fyrir því að þær væru nægilega vel undirbúnar. Þetta var fúskið. Áslaug Arna svarar þessum aðfinnslum mínum þann 15. febrúar í frétt á Mbl.is undir fyrirsögninni „Segir gagnrýni á fjármögnun misskilning“. Ég þakka Áslaugu Örnu fyrir að gefa sér tíma (með aðstoð fréttamanns) til að svara mér. En ég hefði verið enn þakklátari ef hún hefði sagt satt með svörum sínum. Eftir henni er haft: „Hið rétta sé að ekki hafi verið tekið fé af rekstri HÍ til að fjármagna samstarf skólanna. Aukalega hafi milljarður króna verið settur í hvataverkefni sem miði að auknu samstarfi háskóla.“ Hér fer ráðherra með ósannindi – og hún hlýtur að vita betur. Ég hef það eftir öruggum heimildum að þetta fjármagn hafi raunverulega verið tekið úr grunnfjármögnun háskólanna með ákveðnum bókhaldsbrellum. Það var ekkert viðbótarfjármagn á lausu, enda hefur háskólastigið verið fjársvelt árum saman. Ótvíræður vitnisburður um þetta er að fjármögnun háskóla á Íslandi hefur lengstaf verið undir meðaltali OECD-ríkjanna og stendur langt að baki meðalfjármögnun háskóla á Norðurlöndunum þrátt fyrir fögur fyrirheit í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Við finnum strax fyrir skerðingunni í HÍ þar sem umbótaverkefni til að auka á langþráð jafnræði á milli sviða og deilda sem hefur verið í undirbúningi um langt skeið var sett í frost um leið og þetta fjármagn var tekið út úr kerfinu. Við þetta má bæta að Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, spurði í fjárlaganefnd út í uppruna fjármagnsins fyrir samstarfssjóðinn nýja en fékk aldrei skýr svör. Merkilegt hvers vegna virðist svo erfitt að gera grein fyrir uppruna þess. Að auki finnst mér ástæða til að setja spurningamerki við einhliða inngrip ráðherra í innra starf háskólanna: Er það ekki aðför að akademísku frelsi að ráðuneytið hafi beint ráðstöfunarvald yfir því hverjir fá úthlutað fjármagni til akademískra verkefna og þar með á val viðfangsefna háskólanna? Áslaug Arna segir að háskólarnir „höfðu sjálfstæði í vali verkefna sem styðja við nýsköpun og framfarir á háskólastigi.“ En í þessu tilviki var ákvörðun um úthlutun ekki tekin af óháðum sérfræðingum heldur af ráðuneytinu eða jafnvel Áslaugu Örnu sjálfri. Hún hefur áður látið þau orð falla að sjóðurinn Samstarf háskóla myndi leiða til „gagnsærra jafnræðis“. Hér var hins vegar algert ógagnsæi á ferðinni. Ég fæ heldur ekki séð hvernig sjóðurinn geti stuðlað að jafnræði, því í kerfi þar sem sex af sjö háskólum bjóða aðeins upp á lítinn hluta þeirra námsleiða sem eru í boði í hinum sjöunda sitja greinilega ekki allir við sama borð. Áslaug Arna segir: „Umsóknir voru þvert á það sem haldið er fram mjög vandaðar og úthugsaðar.“ Hefur ráðuneytið fullnægjandi getu til að meta það? Hefur Áslaug Arna hugsað út í að verkefnin, sem eru til tveggja ára, gætu hugsanlega orðið aukin byrði á háskólastiginu til lengri tíma litið vegna þess að mörgum þeirra verður vafalaust ekki lokið innan tveggja ára. Þá segir hún að „rektorar háskólanna [hafi ]fagnað þessu og auknum hvata í samstarf skólanna…“ Já, það kann að vera að þeir hafi gert það á meðan þeim var talin trú um að hér væri um viðbótarfjármagn að ræða. Loks má velta fyrir sér þeirri undarlega kokhraustu staðhæfingu Áslaugar Örnu að „öflugt samstarf háskólanna sé lykilatriði til að vinna á móti smæð íslensks háskólakerfis, sem sé dreift á sjö háskóla sem eru í mikilli samkeppni við erlenda háskóla.“ Er það örugglega lykilatriðið? Eru allir sjálfkrafa sammála um þetta? Gæti ekki verið happasælla að stuðla í auknum mæli að erlendu samstarfi? Athygli vekur í þessu sambandi að aðeins ein umsókn í sjóðinn miðaði sérstaklega að því að efla stöðu íslenskra háskóla í alþjóðlegu samhengi og sá ráðuneytið ekki ástæðu til að styrkja hana. Út á hvað gengur annars þessi mikla „samkeppni við erlenda háskóla“? Samkeppni um hvað? Nemendur? Starfsfólk? Fjármagn? Sannleikann? Væri þá ekki nær að byrja á réttum enda og tryggja fyrst að háskólarnir – einkum þeir sem eru þegar í umtalsverðu erlendu samstarfi – verði fjármagnaðir á borð við aðra norræna háskóla svo þeir hafi tök á að keppa á jafnræðisgrundvelli og geti gert áætlanir til lengri tíma? Áslaug Arna virðist beina því gegn mér að „Það er hins vegar þannig að þeir [sem] vilja gera meira af því sama vilja halda óbreyttu kerfi.“ Ég tek þetta nú ekki til mín, enda sé ég akkúrat enga kerfisumbyltingu með þessum samstarfssjóði, heldur gerræðislegt, vanhugsað og dýrt inngrip stjórnmálamanns í málefni háskólanna sem gefur hættulegt fordæmi til framtíðar. En ef Áslaug Arna hefur raunverulega hug á því að breyta kerfinu til batnaðar og efla gæði og sóknarfæri háskólanna, hvet ég hana til að stuðla að því að gera okkur háskólakennurum loksins kleift að vinna almennilega þau störf sem við vorum ráðin til að gegna í stað þess að þurfa að verja umtalsverðum tíma og orku í sparnaðaraðgerðir eða í að slökkva elda sem stöðugt kvikna um allt hús. En þá verður hún að einblína á rót vandans í stað þess að flækja sig í arfanum. Höfundur er prófessor og deildarforseti Mála- og menningardeildar á Hugvísindasviði Háskóla Íslands.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar