Um fúsk og óráðsíu háskólaráðherra Geir Sigurðsson skrifar 11. febrúar 2023 08:01 Háskóla Íslands vantar milljarð til að ná endum saman á þessu ári vegna niðurskurðar háskólastigsins. Ljóst er að niðurskurðurinn muni draga úr getu háskólanna til að sækja fram – sem jafnframt mun hafa afleiðingar fyrir sóknarfæri lands og þjóðar til framtíðar. En hvernig bregðast stjórnmálamenn við þessari stöðu, t.d. háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sem ætti að bera hag háskólanna fyrir brjósti og ekki síst reyna að skilja hvar skóinn kreppir að? Jú, hún tekur heila tvo milljarða úr háskólastiginu til að setja í illa útfærð verkefni sem ætlað er að stuðla að „auknu samstarfi háskólanna“. Hún segir: „Já, ég ákvað í upphafi að reyna að horfa til þess fjármagns sem nú þegar væru í kerfinu og sjá hvar væru tækifæri til að gera betur og þetta fjármagn var í rauninni innan háskólaliðarins. Ég vildi gera gagnsærri jafnræði og hafa meiri hvata til samstarfs.“ (RÚV 12. janúar 2023) Er það „gagnsærra jafnræði“ að taka stóran skerf úr rekstri háskólastigs sem verið hefur fjársvelt í áraraðir og setja í verkefni sem eðli sínu samkvæmt geta einungis farið fram á fáeinum sviðum? Hér má t.d. nefna að hug- og félagsvísindi finnast aðeins í mýflugumynd á Íslandi í öðrum skólum en Háskóla Íslands og því litlir möguleikar á veigamiklu samstarfi við aðra háskóla á þeim sviðum. Langvarandi fjársvelti við Háskóla Íslands hefur valdið því að á Hugvísindasviði hefur á annan áratug verið í gildi vinnumatskerfi sem neyðir akademískt starfsfólk til að taka að sér meiri kennslubyrði en á öðrum sviðum HÍ og í öðrum háskólum. Þetta langskólagengna fólk með alla sína einstöku þekkingu sem undir venjulegum kringumstæðum brennir fyrir því sem það tekur sér fyrir hendur er nú sjálft við það að brenna út eftir ranglátt vinnuálag til fjölda ára. Og nú verður vont enn verra. Hvernig er hægt að taka sér til munns orðið „jafnræði“ þegar sumt akademískt starfsfólk hefur þurft að sætta sig við verri kjör og erfiðari starfsaðstæður en almennt gengur og gerist vegna óviðunandi fjárveitinga frá ríkinu til fjölda ára? Byrjum frekar á réttum enda og komum fyrst á raunverulegu jafnræði í háskólum landsins. Nei, á Íslandi virðist alltaf þurfa að setja vagninn fyrir hestinn til að kitla hégómagirnd einstakra stjórnmálamanna. Ekki síst er tímasetningin með öllu óskiljanleg; ekki myndi líðast meðal ábyrgra stjórnmálamanna í siðmenntuðum ríkjum að taka fjármagn úr rekstri fjársvelts háskólastigs til að setja í óskýr verkefni! Hér er ófagmannlega að verki staðið. Og hvernig fór svo umsóknarferlið fram? Ráðuneytið veitti engar upplýsingar lengi vel þar til skyndilega gáfust örfáir dagar til að kasta í umsókn. Allir hlupu upp til handa og fóta, allir háskólar reyndu að krækja sér í bita, reynt var að finna bara upp á „einhverju“ sæmilega sannfærandi sem hægt væri að sækja um með nokkurra daga fyrirvara. Niðurstaðan lét ekki á sér standa. Mörg verkefni sem fá úthlutun upp á marga tugi milljóna eru afmörkuð, óljós og virðast svo gerræðisleg að ekki getur talist líklegt að þau muni nokkru skila, enda lítill tími gefinn til að ígrunda umsóknirnar. Var engin athugasemd gerð á Alþingi við að hér væru teknir fjármunir úr daglegum rekstri háskólanna til að færa þeim sem slyngir eru í gerð umsókna? Fór engin umræða fram um þessa ákvörðun? Er ráðherra einráð í því hvernig fjármunum háskólastigsins er varið? Eða tókst henni jafnvel að fá þingmenn til að trúa því að þetta væri aukafjárveiting? Flestir virðast halda það, enda hafa fréttir ráðuneytisins af sjóðnum gefið það sterklega í skyn. En þetta er vitnisburður um fúsk og illa meðferð á fjármagni sem háskólarnir, þá sérstaklega hinir ríkisreknu, hafa brýna þörf fyrir til að halda uppi eðlilegum og heilbrigðum daglegum rekstri. Höfundur er deildarforseti mála- og menningardeildar á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Háskóla Íslands vantar milljarð til að ná endum saman á þessu ári vegna niðurskurðar háskólastigsins. Ljóst er að niðurskurðurinn muni draga úr getu háskólanna til að sækja fram – sem jafnframt mun hafa afleiðingar fyrir sóknarfæri lands og þjóðar til framtíðar. En hvernig bregðast stjórnmálamenn við þessari stöðu, t.d. háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sem ætti að bera hag háskólanna fyrir brjósti og ekki síst reyna að skilja hvar skóinn kreppir að? Jú, hún tekur heila tvo milljarða úr háskólastiginu til að setja í illa útfærð verkefni sem ætlað er að stuðla að „auknu samstarfi háskólanna“. Hún segir: „Já, ég ákvað í upphafi að reyna að horfa til þess fjármagns sem nú þegar væru í kerfinu og sjá hvar væru tækifæri til að gera betur og þetta fjármagn var í rauninni innan háskólaliðarins. Ég vildi gera gagnsærri jafnræði og hafa meiri hvata til samstarfs.“ (RÚV 12. janúar 2023) Er það „gagnsærra jafnræði“ að taka stóran skerf úr rekstri háskólastigs sem verið hefur fjársvelt í áraraðir og setja í verkefni sem eðli sínu samkvæmt geta einungis farið fram á fáeinum sviðum? Hér má t.d. nefna að hug- og félagsvísindi finnast aðeins í mýflugumynd á Íslandi í öðrum skólum en Háskóla Íslands og því litlir möguleikar á veigamiklu samstarfi við aðra háskóla á þeim sviðum. Langvarandi fjársvelti við Háskóla Íslands hefur valdið því að á Hugvísindasviði hefur á annan áratug verið í gildi vinnumatskerfi sem neyðir akademískt starfsfólk til að taka að sér meiri kennslubyrði en á öðrum sviðum HÍ og í öðrum háskólum. Þetta langskólagengna fólk með alla sína einstöku þekkingu sem undir venjulegum kringumstæðum brennir fyrir því sem það tekur sér fyrir hendur er nú sjálft við það að brenna út eftir ranglátt vinnuálag til fjölda ára. Og nú verður vont enn verra. Hvernig er hægt að taka sér til munns orðið „jafnræði“ þegar sumt akademískt starfsfólk hefur þurft að sætta sig við verri kjör og erfiðari starfsaðstæður en almennt gengur og gerist vegna óviðunandi fjárveitinga frá ríkinu til fjölda ára? Byrjum frekar á réttum enda og komum fyrst á raunverulegu jafnræði í háskólum landsins. Nei, á Íslandi virðist alltaf þurfa að setja vagninn fyrir hestinn til að kitla hégómagirnd einstakra stjórnmálamanna. Ekki síst er tímasetningin með öllu óskiljanleg; ekki myndi líðast meðal ábyrgra stjórnmálamanna í siðmenntuðum ríkjum að taka fjármagn úr rekstri fjársvelts háskólastigs til að setja í óskýr verkefni! Hér er ófagmannlega að verki staðið. Og hvernig fór svo umsóknarferlið fram? Ráðuneytið veitti engar upplýsingar lengi vel þar til skyndilega gáfust örfáir dagar til að kasta í umsókn. Allir hlupu upp til handa og fóta, allir háskólar reyndu að krækja sér í bita, reynt var að finna bara upp á „einhverju“ sæmilega sannfærandi sem hægt væri að sækja um með nokkurra daga fyrirvara. Niðurstaðan lét ekki á sér standa. Mörg verkefni sem fá úthlutun upp á marga tugi milljóna eru afmörkuð, óljós og virðast svo gerræðisleg að ekki getur talist líklegt að þau muni nokkru skila, enda lítill tími gefinn til að ígrunda umsóknirnar. Var engin athugasemd gerð á Alþingi við að hér væru teknir fjármunir úr daglegum rekstri háskólanna til að færa þeim sem slyngir eru í gerð umsókna? Fór engin umræða fram um þessa ákvörðun? Er ráðherra einráð í því hvernig fjármunum háskólastigsins er varið? Eða tókst henni jafnvel að fá þingmenn til að trúa því að þetta væri aukafjárveiting? Flestir virðast halda það, enda hafa fréttir ráðuneytisins af sjóðnum gefið það sterklega í skyn. En þetta er vitnisburður um fúsk og illa meðferð á fjármagni sem háskólarnir, þá sérstaklega hinir ríkisreknu, hafa brýna þörf fyrir til að halda uppi eðlilegum og heilbrigðum daglegum rekstri. Höfundur er deildarforseti mála- og menningardeildar á Hugvísindasviði Háskóla Íslands.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun