Sólveig með óvænta U-beygju rétt fyrir CrossFit tímabilið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2023 08:30 Sólveig Sigurðardóttir valdi snjóinn heima á Íslandi frekar en sólina í Evrópu. Instagram/@solasigurdardottir Sólveig Sigurðardóttir átti sitt besta ár í CrossFit í fyrra en hefur samt sem áður ákveðið að gera mjög stóra breytingu á sínum högum fyrir komandi tímabil. Sólveig var önnur af tveimur íslensku konunum sem tryggðu sér sæti á heimsleikum í CrossFit í fyrra en nú fannst henni verið komið nóg af flökkulífinu sem hefur einkennt atvinnumannalífið hjá henni undanfarin ár. Sólveig sagði frá þessari U-beygju sinni á samfélagsmiðlum en Sólveig flytur ekki aðeins heim til Íslands heldur skiptir hún einnig um þjálfara. Hún er gengin til liðs við Training Plan hjá Jami Tikkanen. Hann er einmitt þjálfari Anníe Mistar Þórisdóttur og Björgvins Karls Guðmundssonar sem hafa verið fastagestir á heimsleikunum og bæði komist á verðlaunapall á síðustu árum. Anníe og Jami hafa unnið saman í meira en áratug og hún hefur unnið tvo heimsmeistaratitla og komist sex sinnum á verðlaunapall á heimsleikunum. Sólveig hefur æft mikið erlendis á siðustu árum og á sama tíma hefur hún unnið sér upp metorðastigann og tryggði sér sæti á heimsleikunum í fyrsta sinn í fyrra. Sólveig hafði keppt í liðakeppni á heimsleikunum í tvígang en náði 34. sætinu á heimsleikunum í einstaklingskeppninni fyrra. Það var aðeins Þuríður Erla Helgadóttir sem endaði ofar af íslensku stelpunum. View this post on Instagram A post shared by So lveig Sigurðardo ttir (@solasigurdardottir) „Tímabilið mun líta svolítið öðruvísi út en ég hafði planað. Markmiðið er enn það sama, að komast aftur á heimsleikana en undirbúningurinn fer nú fram heima á Íslandi. Ég hef flutt á milli landa undanfarin ár, hef í raun búið hvergi og ekki átt neina heimahöfn,“ skrifaði Sólveig. „Ekki misskilja mig. Þetta hefur verið stórkostlegt og ég myndi ekki breyta neinu en þegar ég kom heim til Íslands yfir jólin þá fékk þessa sterku tilfinningu að ég vildi vera heima. Ég vil byggja upp grunn hér á Íslandi því hér vil ég búa í framtíðinni,“ skrifaði Sólveig. Hún segist að það hafi legið beinast við að komast að hjá Jami Tikkanen og er þakklát fyrir að hann hafi tekið við henni. „Það er áhætta að breyta um þjálfunaraðferð rétt fyrir tímabilið en mér líður vel með að taka þessa áhættu. Þetta var mjög erfið ákvörðun fyrir mig og ég fór fram og til baka með þetta í margar vikur, skrifaði ,“ skrifaði Sólveig en það má sjá allan pistil hennar hér fyrir ofan. Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Frankfurt - Liverpool | Ekitiké á kunnuglegum slóðum Fótbolti Fleiri fréttir Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Frankfurt - Liverpool | Ekitiké á kunnuglegum slóðum Chelsea - Ajax | Markalausir Hollendingar í Lundúnum Keflavík - Haukar | Stórleikur í Reykjanesbæ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Hjartavandamál halda Reyni frá keppni „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Sjá meira
Sólveig var önnur af tveimur íslensku konunum sem tryggðu sér sæti á heimsleikum í CrossFit í fyrra en nú fannst henni verið komið nóg af flökkulífinu sem hefur einkennt atvinnumannalífið hjá henni undanfarin ár. Sólveig sagði frá þessari U-beygju sinni á samfélagsmiðlum en Sólveig flytur ekki aðeins heim til Íslands heldur skiptir hún einnig um þjálfara. Hún er gengin til liðs við Training Plan hjá Jami Tikkanen. Hann er einmitt þjálfari Anníe Mistar Þórisdóttur og Björgvins Karls Guðmundssonar sem hafa verið fastagestir á heimsleikunum og bæði komist á verðlaunapall á síðustu árum. Anníe og Jami hafa unnið saman í meira en áratug og hún hefur unnið tvo heimsmeistaratitla og komist sex sinnum á verðlaunapall á heimsleikunum. Sólveig hefur æft mikið erlendis á siðustu árum og á sama tíma hefur hún unnið sér upp metorðastigann og tryggði sér sæti á heimsleikunum í fyrsta sinn í fyrra. Sólveig hafði keppt í liðakeppni á heimsleikunum í tvígang en náði 34. sætinu á heimsleikunum í einstaklingskeppninni fyrra. Það var aðeins Þuríður Erla Helgadóttir sem endaði ofar af íslensku stelpunum. View this post on Instagram A post shared by So lveig Sigurðardo ttir (@solasigurdardottir) „Tímabilið mun líta svolítið öðruvísi út en ég hafði planað. Markmiðið er enn það sama, að komast aftur á heimsleikana en undirbúningurinn fer nú fram heima á Íslandi. Ég hef flutt á milli landa undanfarin ár, hef í raun búið hvergi og ekki átt neina heimahöfn,“ skrifaði Sólveig. „Ekki misskilja mig. Þetta hefur verið stórkostlegt og ég myndi ekki breyta neinu en þegar ég kom heim til Íslands yfir jólin þá fékk þessa sterku tilfinningu að ég vildi vera heima. Ég vil byggja upp grunn hér á Íslandi því hér vil ég búa í framtíðinni,“ skrifaði Sólveig. Hún segist að það hafi legið beinast við að komast að hjá Jami Tikkanen og er þakklát fyrir að hann hafi tekið við henni. „Það er áhætta að breyta um þjálfunaraðferð rétt fyrir tímabilið en mér líður vel með að taka þessa áhættu. Þetta var mjög erfið ákvörðun fyrir mig og ég fór fram og til baka með þetta í margar vikur, skrifaði ,“ skrifaði Sólveig en það má sjá allan pistil hennar hér fyrir ofan.
Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Frankfurt - Liverpool | Ekitiké á kunnuglegum slóðum Fótbolti Fleiri fréttir Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Frankfurt - Liverpool | Ekitiké á kunnuglegum slóðum Chelsea - Ajax | Markalausir Hollendingar í Lundúnum Keflavík - Haukar | Stórleikur í Reykjanesbæ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Hjartavandamál halda Reyni frá keppni „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Sjá meira