Sólveig með óvænta U-beygju rétt fyrir CrossFit tímabilið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2023 08:30 Sólveig Sigurðardóttir valdi snjóinn heima á Íslandi frekar en sólina í Evrópu. Instagram/@solasigurdardottir Sólveig Sigurðardóttir átti sitt besta ár í CrossFit í fyrra en hefur samt sem áður ákveðið að gera mjög stóra breytingu á sínum högum fyrir komandi tímabil. Sólveig var önnur af tveimur íslensku konunum sem tryggðu sér sæti á heimsleikum í CrossFit í fyrra en nú fannst henni verið komið nóg af flökkulífinu sem hefur einkennt atvinnumannalífið hjá henni undanfarin ár. Sólveig sagði frá þessari U-beygju sinni á samfélagsmiðlum en Sólveig flytur ekki aðeins heim til Íslands heldur skiptir hún einnig um þjálfara. Hún er gengin til liðs við Training Plan hjá Jami Tikkanen. Hann er einmitt þjálfari Anníe Mistar Þórisdóttur og Björgvins Karls Guðmundssonar sem hafa verið fastagestir á heimsleikunum og bæði komist á verðlaunapall á síðustu árum. Anníe og Jami hafa unnið saman í meira en áratug og hún hefur unnið tvo heimsmeistaratitla og komist sex sinnum á verðlaunapall á heimsleikunum. Sólveig hefur æft mikið erlendis á siðustu árum og á sama tíma hefur hún unnið sér upp metorðastigann og tryggði sér sæti á heimsleikunum í fyrsta sinn í fyrra. Sólveig hafði keppt í liðakeppni á heimsleikunum í tvígang en náði 34. sætinu á heimsleikunum í einstaklingskeppninni fyrra. Það var aðeins Þuríður Erla Helgadóttir sem endaði ofar af íslensku stelpunum. View this post on Instagram A post shared by So lveig Sigurðardo ttir (@solasigurdardottir) „Tímabilið mun líta svolítið öðruvísi út en ég hafði planað. Markmiðið er enn það sama, að komast aftur á heimsleikana en undirbúningurinn fer nú fram heima á Íslandi. Ég hef flutt á milli landa undanfarin ár, hef í raun búið hvergi og ekki átt neina heimahöfn,“ skrifaði Sólveig. „Ekki misskilja mig. Þetta hefur verið stórkostlegt og ég myndi ekki breyta neinu en þegar ég kom heim til Íslands yfir jólin þá fékk þessa sterku tilfinningu að ég vildi vera heima. Ég vil byggja upp grunn hér á Íslandi því hér vil ég búa í framtíðinni,“ skrifaði Sólveig. Hún segist að það hafi legið beinast við að komast að hjá Jami Tikkanen og er þakklát fyrir að hann hafi tekið við henni. „Það er áhætta að breyta um þjálfunaraðferð rétt fyrir tímabilið en mér líður vel með að taka þessa áhættu. Þetta var mjög erfið ákvörðun fyrir mig og ég fór fram og til baka með þetta í margar vikur, skrifaði ,“ skrifaði Sólveig en það má sjá allan pistil hennar hér fyrir ofan. Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sjá meira
Sólveig var önnur af tveimur íslensku konunum sem tryggðu sér sæti á heimsleikum í CrossFit í fyrra en nú fannst henni verið komið nóg af flökkulífinu sem hefur einkennt atvinnumannalífið hjá henni undanfarin ár. Sólveig sagði frá þessari U-beygju sinni á samfélagsmiðlum en Sólveig flytur ekki aðeins heim til Íslands heldur skiptir hún einnig um þjálfara. Hún er gengin til liðs við Training Plan hjá Jami Tikkanen. Hann er einmitt þjálfari Anníe Mistar Þórisdóttur og Björgvins Karls Guðmundssonar sem hafa verið fastagestir á heimsleikunum og bæði komist á verðlaunapall á síðustu árum. Anníe og Jami hafa unnið saman í meira en áratug og hún hefur unnið tvo heimsmeistaratitla og komist sex sinnum á verðlaunapall á heimsleikunum. Sólveig hefur æft mikið erlendis á siðustu árum og á sama tíma hefur hún unnið sér upp metorðastigann og tryggði sér sæti á heimsleikunum í fyrsta sinn í fyrra. Sólveig hafði keppt í liðakeppni á heimsleikunum í tvígang en náði 34. sætinu á heimsleikunum í einstaklingskeppninni fyrra. Það var aðeins Þuríður Erla Helgadóttir sem endaði ofar af íslensku stelpunum. View this post on Instagram A post shared by So lveig Sigurðardo ttir (@solasigurdardottir) „Tímabilið mun líta svolítið öðruvísi út en ég hafði planað. Markmiðið er enn það sama, að komast aftur á heimsleikana en undirbúningurinn fer nú fram heima á Íslandi. Ég hef flutt á milli landa undanfarin ár, hef í raun búið hvergi og ekki átt neina heimahöfn,“ skrifaði Sólveig. „Ekki misskilja mig. Þetta hefur verið stórkostlegt og ég myndi ekki breyta neinu en þegar ég kom heim til Íslands yfir jólin þá fékk þessa sterku tilfinningu að ég vildi vera heima. Ég vil byggja upp grunn hér á Íslandi því hér vil ég búa í framtíðinni,“ skrifaði Sólveig. Hún segist að það hafi legið beinast við að komast að hjá Jami Tikkanen og er þakklát fyrir að hann hafi tekið við henni. „Það er áhætta að breyta um þjálfunaraðferð rétt fyrir tímabilið en mér líður vel með að taka þessa áhættu. Þetta var mjög erfið ákvörðun fyrir mig og ég fór fram og til baka með þetta í margar vikur, skrifaði ,“ skrifaði Sólveig en það má sjá allan pistil hennar hér fyrir ofan.
Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sjá meira