„Við vorum bara linir og lélegir á öllum vígstöðvum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. febrúar 2023 20:30 Kári Jónsson var allt annað en sátur með spilamennsku sinna manna í kvöld. Vísir/Vilhelm Kári Jónsson, leikmaður Vals, var virkilega ósáttur við spilamennsku liðsins er Valsmenn sóttu Þór heim til Þorlákshafnar. Valsmenn máttu þola 32 stiga tap og Kári segir að heimamenn hafi verið mun sterkari á öllum sviðum leiksins. „Lokaúrslitin voru kannski mun stærri en þau hefðu þurft að vera, en þeir spiluðu mjög vel og við spiluðum mjög illa,“ sagði Kári að leik loknum. Valsmenn byrjuðu leikinn nokkuð vel og náðu snemma upp átta stiga forskoti, en um miðbik fyrsta leikhluta fóru Þórsarar að saxa á forskotið og tóku í kjölfarið öll völd á vellinum. „Þeir bara voru miklu aggressívari en við. Þeim langaði þetta og það var orka hjá þeim. Við vorum bara linir og lélegir á öllum vígstöðvum. Þeir unnu okkur í fráköstum, tóku alla 50/50 bolta, skoruðu í kringum hringinn og settu skotin sín. Þeir voru bara miklu, miklu betri en við.“ Þá mátti greina pirring hjá Kára og öðrum Valsmönnum á meðan að leik stóð, en Kári segir að það hafi bara verið vegna þess hvernig liðið var að spila í kvöld og tekur fyrir að Valsmenn líti á það sem svo að liðið eigi að vinna lið eins og Þór sem sat í fallsæti fyrir leikinn. „Ég held að ef við erum farnir að hugsa svoleiðis þá erum við á kolvitlausum stað. Þetta er út af lélegri spilamennsku hjá okkur sjálfum. Auðvitað vantar menn og þjálfara og svoleiðis og við vorum fljótir að brotna sem var algjör óþarfi. Við höfum nú spilað fullt af leikjum á þessu tímabili svona, en þetta var alls ekki okkar dagur og við þurfum að gera miklu betur.“ Valur tekur á móti KR næstkomandi fimmtudag áður en rúmlega tveggja vikna hlé verður gert á deildinni og Kári lítur á það sem tækifæri til að rétta úr kútnum áður en pásan tekur við. „Það er bara hörkuleikur og þeir eru enn að berjast fyrir lífi sínu í þessari deild. Við viljum gera betur en þetta og við ætlum að vernda heimavöllinn okkar. Ég hlakka til að sjá hvernig við svörum þessum leik. Við verðum að gera betur,“ sagði niðurlútur Kári að lokum. Subway-deild karla Körfubolti Valur Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Valur 106-74 | Þórsarar horfa á úrslitakeppnina eftir þriðja sigurinn í röð Þór Þorlákshöfn vann afar sannfærandi 32 stiga sigur er liðið tók á móti Íslandsmeisturum Vals í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 106-74, en þetta var þriðji deildarsigur Þórs í röð. 10. febrúar 2023 21:09 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Sjá meira
„Lokaúrslitin voru kannski mun stærri en þau hefðu þurft að vera, en þeir spiluðu mjög vel og við spiluðum mjög illa,“ sagði Kári að leik loknum. Valsmenn byrjuðu leikinn nokkuð vel og náðu snemma upp átta stiga forskoti, en um miðbik fyrsta leikhluta fóru Þórsarar að saxa á forskotið og tóku í kjölfarið öll völd á vellinum. „Þeir bara voru miklu aggressívari en við. Þeim langaði þetta og það var orka hjá þeim. Við vorum bara linir og lélegir á öllum vígstöðvum. Þeir unnu okkur í fráköstum, tóku alla 50/50 bolta, skoruðu í kringum hringinn og settu skotin sín. Þeir voru bara miklu, miklu betri en við.“ Þá mátti greina pirring hjá Kára og öðrum Valsmönnum á meðan að leik stóð, en Kári segir að það hafi bara verið vegna þess hvernig liðið var að spila í kvöld og tekur fyrir að Valsmenn líti á það sem svo að liðið eigi að vinna lið eins og Þór sem sat í fallsæti fyrir leikinn. „Ég held að ef við erum farnir að hugsa svoleiðis þá erum við á kolvitlausum stað. Þetta er út af lélegri spilamennsku hjá okkur sjálfum. Auðvitað vantar menn og þjálfara og svoleiðis og við vorum fljótir að brotna sem var algjör óþarfi. Við höfum nú spilað fullt af leikjum á þessu tímabili svona, en þetta var alls ekki okkar dagur og við þurfum að gera miklu betur.“ Valur tekur á móti KR næstkomandi fimmtudag áður en rúmlega tveggja vikna hlé verður gert á deildinni og Kári lítur á það sem tækifæri til að rétta úr kútnum áður en pásan tekur við. „Það er bara hörkuleikur og þeir eru enn að berjast fyrir lífi sínu í þessari deild. Við viljum gera betur en þetta og við ætlum að vernda heimavöllinn okkar. Ég hlakka til að sjá hvernig við svörum þessum leik. Við verðum að gera betur,“ sagði niðurlútur Kári að lokum.
Subway-deild karla Körfubolti Valur Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Valur 106-74 | Þórsarar horfa á úrslitakeppnina eftir þriðja sigurinn í röð Þór Þorlákshöfn vann afar sannfærandi 32 stiga sigur er liðið tók á móti Íslandsmeisturum Vals í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 106-74, en þetta var þriðji deildarsigur Þórs í röð. 10. febrúar 2023 21:09 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Sjá meira
Leik lokið: Þór Þ. - Valur 106-74 | Þórsarar horfa á úrslitakeppnina eftir þriðja sigurinn í röð Þór Þorlákshöfn vann afar sannfærandi 32 stiga sigur er liðið tók á móti Íslandsmeisturum Vals í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 106-74, en þetta var þriðji deildarsigur Þórs í röð. 10. febrúar 2023 21:09