„Menn voru að gera þetta fyrir hvorn annan sem hefur vantað undanfarið“ Andri Már Eggertsson skrifar 3. febrúar 2023 20:30 Ísak Wíum á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Bára Dröfn Eftir sex tapleiki í röð komst ÍR aftur á sigurbraut eftir dramatískan sigur á Grindavík 91-90. Ísak Wíum, þjálfari ÍR, var afar ánægður með sigur kvöldsins. „Þetta var fáránlega stór sigur. Maður sá það á hópnum að þetta skiptir miklu máli, maður sá það á stúkunni að þetta skiptir miklu máli. Það var vel mætt í kvöld og þessi sigur skipti okkur gríðarlega miklu máli,“ sagði Ísak Wíum afar ánægður með fyrsta sigur ÍR á árinu. ÍR var undir allan leikinn en hélt haus og náði að koma til baka og landa sigri með minnsta mun. „Ég var ekki ánægður með einbeitinguna í fyrri hálfleik og við ræddum það í hálfleik. Ólíkt hinum leikjunum tókum við slæma kaflann okkar í fyrri hálfleik en ekki seinni og okkur tókst að koma til baka.“ Ísak viðurkenndi að það var vendipunktur í leiknum þegar Gkay Gaios Skordilis fékk tvær tæknivillur og var rekinn út úr húsi. „Það var stórt augnablik þegar Skordilis var hent út. Ekkert endilega út af því að þeir misstu hann heldur stemmningin var með okkur. Mér fannst líka breyta leiknum hvað við vorum grimmir og í góðu standi undir lokin.“ Þrátt fyrir sigur er ÍR enn þá í fallsæti en er ekki langt frá öðrum liðum og Ísak var bjartsýnn á framhaldið. „Það þekkja allir það sem ÍR vill standa fyrir og á að vera til staðar í þessu félagi. Það eru þessir litlu hlutir eins og talandi og barátta. Menn voru að gera þetta fyrir hvorn annan sem hefur vantað undanfarið,“ sagði Ísak Wíum að lokum. Subway-deild karla ÍR Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjá meira
„Þetta var fáránlega stór sigur. Maður sá það á hópnum að þetta skiptir miklu máli, maður sá það á stúkunni að þetta skiptir miklu máli. Það var vel mætt í kvöld og þessi sigur skipti okkur gríðarlega miklu máli,“ sagði Ísak Wíum afar ánægður með fyrsta sigur ÍR á árinu. ÍR var undir allan leikinn en hélt haus og náði að koma til baka og landa sigri með minnsta mun. „Ég var ekki ánægður með einbeitinguna í fyrri hálfleik og við ræddum það í hálfleik. Ólíkt hinum leikjunum tókum við slæma kaflann okkar í fyrri hálfleik en ekki seinni og okkur tókst að koma til baka.“ Ísak viðurkenndi að það var vendipunktur í leiknum þegar Gkay Gaios Skordilis fékk tvær tæknivillur og var rekinn út úr húsi. „Það var stórt augnablik þegar Skordilis var hent út. Ekkert endilega út af því að þeir misstu hann heldur stemmningin var með okkur. Mér fannst líka breyta leiknum hvað við vorum grimmir og í góðu standi undir lokin.“ Þrátt fyrir sigur er ÍR enn þá í fallsæti en er ekki langt frá öðrum liðum og Ísak var bjartsýnn á framhaldið. „Það þekkja allir það sem ÍR vill standa fyrir og á að vera til staðar í þessu félagi. Það eru þessir litlu hlutir eins og talandi og barátta. Menn voru að gera þetta fyrir hvorn annan sem hefur vantað undanfarið,“ sagði Ísak Wíum að lokum.
Subway-deild karla ÍR Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjá meira