„Menn voru að gera þetta fyrir hvorn annan sem hefur vantað undanfarið“ Andri Már Eggertsson skrifar 3. febrúar 2023 20:30 Ísak Wíum á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Bára Dröfn Eftir sex tapleiki í röð komst ÍR aftur á sigurbraut eftir dramatískan sigur á Grindavík 91-90. Ísak Wíum, þjálfari ÍR, var afar ánægður með sigur kvöldsins. „Þetta var fáránlega stór sigur. Maður sá það á hópnum að þetta skiptir miklu máli, maður sá það á stúkunni að þetta skiptir miklu máli. Það var vel mætt í kvöld og þessi sigur skipti okkur gríðarlega miklu máli,“ sagði Ísak Wíum afar ánægður með fyrsta sigur ÍR á árinu. ÍR var undir allan leikinn en hélt haus og náði að koma til baka og landa sigri með minnsta mun. „Ég var ekki ánægður með einbeitinguna í fyrri hálfleik og við ræddum það í hálfleik. Ólíkt hinum leikjunum tókum við slæma kaflann okkar í fyrri hálfleik en ekki seinni og okkur tókst að koma til baka.“ Ísak viðurkenndi að það var vendipunktur í leiknum þegar Gkay Gaios Skordilis fékk tvær tæknivillur og var rekinn út úr húsi. „Það var stórt augnablik þegar Skordilis var hent út. Ekkert endilega út af því að þeir misstu hann heldur stemmningin var með okkur. Mér fannst líka breyta leiknum hvað við vorum grimmir og í góðu standi undir lokin.“ Þrátt fyrir sigur er ÍR enn þá í fallsæti en er ekki langt frá öðrum liðum og Ísak var bjartsýnn á framhaldið. „Það þekkja allir það sem ÍR vill standa fyrir og á að vera til staðar í þessu félagi. Það eru þessir litlu hlutir eins og talandi og barátta. Menn voru að gera þetta fyrir hvorn annan sem hefur vantað undanfarið,“ sagði Ísak Wíum að lokum. Subway-deild karla ÍR Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Sjá meira
„Þetta var fáránlega stór sigur. Maður sá það á hópnum að þetta skiptir miklu máli, maður sá það á stúkunni að þetta skiptir miklu máli. Það var vel mætt í kvöld og þessi sigur skipti okkur gríðarlega miklu máli,“ sagði Ísak Wíum afar ánægður með fyrsta sigur ÍR á árinu. ÍR var undir allan leikinn en hélt haus og náði að koma til baka og landa sigri með minnsta mun. „Ég var ekki ánægður með einbeitinguna í fyrri hálfleik og við ræddum það í hálfleik. Ólíkt hinum leikjunum tókum við slæma kaflann okkar í fyrri hálfleik en ekki seinni og okkur tókst að koma til baka.“ Ísak viðurkenndi að það var vendipunktur í leiknum þegar Gkay Gaios Skordilis fékk tvær tæknivillur og var rekinn út úr húsi. „Það var stórt augnablik þegar Skordilis var hent út. Ekkert endilega út af því að þeir misstu hann heldur stemmningin var með okkur. Mér fannst líka breyta leiknum hvað við vorum grimmir og í góðu standi undir lokin.“ Þrátt fyrir sigur er ÍR enn þá í fallsæti en er ekki langt frá öðrum liðum og Ísak var bjartsýnn á framhaldið. „Það þekkja allir það sem ÍR vill standa fyrir og á að vera til staðar í þessu félagi. Það eru þessir litlu hlutir eins og talandi og barátta. Menn voru að gera þetta fyrir hvorn annan sem hefur vantað undanfarið,“ sagði Ísak Wíum að lokum.
Subway-deild karla ÍR Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Sjá meira