„Menn voru að gera þetta fyrir hvorn annan sem hefur vantað undanfarið“ Andri Már Eggertsson skrifar 3. febrúar 2023 20:30 Ísak Wíum á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Bára Dröfn Eftir sex tapleiki í röð komst ÍR aftur á sigurbraut eftir dramatískan sigur á Grindavík 91-90. Ísak Wíum, þjálfari ÍR, var afar ánægður með sigur kvöldsins. „Þetta var fáránlega stór sigur. Maður sá það á hópnum að þetta skiptir miklu máli, maður sá það á stúkunni að þetta skiptir miklu máli. Það var vel mætt í kvöld og þessi sigur skipti okkur gríðarlega miklu máli,“ sagði Ísak Wíum afar ánægður með fyrsta sigur ÍR á árinu. ÍR var undir allan leikinn en hélt haus og náði að koma til baka og landa sigri með minnsta mun. „Ég var ekki ánægður með einbeitinguna í fyrri hálfleik og við ræddum það í hálfleik. Ólíkt hinum leikjunum tókum við slæma kaflann okkar í fyrri hálfleik en ekki seinni og okkur tókst að koma til baka.“ Ísak viðurkenndi að það var vendipunktur í leiknum þegar Gkay Gaios Skordilis fékk tvær tæknivillur og var rekinn út úr húsi. „Það var stórt augnablik þegar Skordilis var hent út. Ekkert endilega út af því að þeir misstu hann heldur stemmningin var með okkur. Mér fannst líka breyta leiknum hvað við vorum grimmir og í góðu standi undir lokin.“ Þrátt fyrir sigur er ÍR enn þá í fallsæti en er ekki langt frá öðrum liðum og Ísak var bjartsýnn á framhaldið. „Það þekkja allir það sem ÍR vill standa fyrir og á að vera til staðar í þessu félagi. Það eru þessir litlu hlutir eins og talandi og barátta. Menn voru að gera þetta fyrir hvorn annan sem hefur vantað undanfarið,“ sagði Ísak Wíum að lokum. Subway-deild karla ÍR Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Diljá Ýr búin að semja við Brann Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Sjá meira
„Þetta var fáránlega stór sigur. Maður sá það á hópnum að þetta skiptir miklu máli, maður sá það á stúkunni að þetta skiptir miklu máli. Það var vel mætt í kvöld og þessi sigur skipti okkur gríðarlega miklu máli,“ sagði Ísak Wíum afar ánægður með fyrsta sigur ÍR á árinu. ÍR var undir allan leikinn en hélt haus og náði að koma til baka og landa sigri með minnsta mun. „Ég var ekki ánægður með einbeitinguna í fyrri hálfleik og við ræddum það í hálfleik. Ólíkt hinum leikjunum tókum við slæma kaflann okkar í fyrri hálfleik en ekki seinni og okkur tókst að koma til baka.“ Ísak viðurkenndi að það var vendipunktur í leiknum þegar Gkay Gaios Skordilis fékk tvær tæknivillur og var rekinn út úr húsi. „Það var stórt augnablik þegar Skordilis var hent út. Ekkert endilega út af því að þeir misstu hann heldur stemmningin var með okkur. Mér fannst líka breyta leiknum hvað við vorum grimmir og í góðu standi undir lokin.“ Þrátt fyrir sigur er ÍR enn þá í fallsæti en er ekki langt frá öðrum liðum og Ísak var bjartsýnn á framhaldið. „Það þekkja allir það sem ÍR vill standa fyrir og á að vera til staðar í þessu félagi. Það eru þessir litlu hlutir eins og talandi og barátta. Menn voru að gera þetta fyrir hvorn annan sem hefur vantað undanfarið,“ sagði Ísak Wíum að lokum.
Subway-deild karla ÍR Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Diljá Ýr búin að semja við Brann Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Sjá meira