Björgvin Karl þriðji á nýja heimslistanum og Þuríður Erla besta íslenska konan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2023 11:00 Björgvin Karl Guðmundsson er eins stöðugur og þeir gerast og það hjálpar honum upp í þriðja sæti heimslistans. Instagram/@bk_gudmundsson Björgvin Karl Guðmundsson er í þriðja sæti á nýja heimslista CrossFit samtakanna sem kynntur var í gær. Í fyrsta sinn í sögunni þá tekur CrossFit saman stöðu fólks á heimslista eins og við þekkjum í íþróttum eins og golfi og tennis. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Þetta er ekki aðeins upp á að vita stöðu besta CrossFit fólks heims hverju sinni heldur mun listinn einnig hafa áhrif á það hve margir komast á heimsleikana frá hverri álfu. Listinn er útbúinn út frá árangri keppenda undanfarin tvö tímabil í öllum hlutum heimsleikanna allt frá opna hlutanum til átta manna úrslitanna, undanúrslitanna og heimsleikanna sjálfra. Ísland á sína flottu fulltrúa á listanum því auk þess að eiga Björgvin Karl í þriðja sætinu þá eru einnig tvær konur inn á topp tuttugu. View this post on Instagram A post shared by Thuri Helgadottir (@thurihelgadottir) Þuríður Erla Helgadóttir er efst íslenskra kvenna í sextánda sæti og í næsta sæti á eftir henni situr Katrín Tanja Davíðsdóttir. Sólveig Sigurðardóttir er síðan í 38. sæti. Anníe Mist Þórisdóttir og Sara Sigmundsdóttir eru ekki meðal hundrað efstu á listanum en það dugar Anníe ekki að hafa komist á verðlaunapall á heimsleikunum 2021 því hún skipti yfir í liðakeppnina á síðasta tímabili. Sara missti alveg af 2021 tímabilinu vegna meiðsla og náði sér ekki á strik í fyrra. Það er því skiljanlegra að hún sé ekki meðal þeirra hundrað efstu í heimi. Björgvin Karl er ekki eini íslenski karlinn á meðal hundrað efstu í heimi því Haraldur Holgersson er í 57. sæti listans. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson) Heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey-Orr frá Ástralíu er efst kvenna á listanum en hún er í barneignarfríi og keppir ekki á 2023 tímabilinu. Önnur er Ungverjinn Laura Horvath er í öðru sæti og þriðja er síðan Mallory O'Brien. Hjá körlunum eru bara tveir fyrir ofan Björgvin Karl. Heimsmeistarinn Justin Medeiros frá Bandaríkjunum er efstur á heimslistanum og annar er Kanadamaðurinn Patrick Vellner. Næstu á eftir BKG er síðan Bandaríkjamaðurinn Saxon Panchik. Hér má sjá efstu hundrað íþróttakonurnar á heimslista kvenna. Hér má sjá efstu hundrað íþróttamennina á heimslista karla. CrossFit Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Fleiri fréttir Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið Dáður en umdeildur kylfingur látinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fjórir bestu mætast í lengri leikjum á Snorrabraut Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Sjá meira
Í fyrsta sinn í sögunni þá tekur CrossFit saman stöðu fólks á heimslista eins og við þekkjum í íþróttum eins og golfi og tennis. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Þetta er ekki aðeins upp á að vita stöðu besta CrossFit fólks heims hverju sinni heldur mun listinn einnig hafa áhrif á það hve margir komast á heimsleikana frá hverri álfu. Listinn er útbúinn út frá árangri keppenda undanfarin tvö tímabil í öllum hlutum heimsleikanna allt frá opna hlutanum til átta manna úrslitanna, undanúrslitanna og heimsleikanna sjálfra. Ísland á sína flottu fulltrúa á listanum því auk þess að eiga Björgvin Karl í þriðja sætinu þá eru einnig tvær konur inn á topp tuttugu. View this post on Instagram A post shared by Thuri Helgadottir (@thurihelgadottir) Þuríður Erla Helgadóttir er efst íslenskra kvenna í sextánda sæti og í næsta sæti á eftir henni situr Katrín Tanja Davíðsdóttir. Sólveig Sigurðardóttir er síðan í 38. sæti. Anníe Mist Þórisdóttir og Sara Sigmundsdóttir eru ekki meðal hundrað efstu á listanum en það dugar Anníe ekki að hafa komist á verðlaunapall á heimsleikunum 2021 því hún skipti yfir í liðakeppnina á síðasta tímabili. Sara missti alveg af 2021 tímabilinu vegna meiðsla og náði sér ekki á strik í fyrra. Það er því skiljanlegra að hún sé ekki meðal þeirra hundrað efstu í heimi. Björgvin Karl er ekki eini íslenski karlinn á meðal hundrað efstu í heimi því Haraldur Holgersson er í 57. sæti listans. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson) Heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey-Orr frá Ástralíu er efst kvenna á listanum en hún er í barneignarfríi og keppir ekki á 2023 tímabilinu. Önnur er Ungverjinn Laura Horvath er í öðru sæti og þriðja er síðan Mallory O'Brien. Hjá körlunum eru bara tveir fyrir ofan Björgvin Karl. Heimsmeistarinn Justin Medeiros frá Bandaríkjunum er efstur á heimslistanum og annar er Kanadamaðurinn Patrick Vellner. Næstu á eftir BKG er síðan Bandaríkjamaðurinn Saxon Panchik. Hér má sjá efstu hundrað íþróttakonurnar á heimslista kvenna. Hér má sjá efstu hundrað íþróttamennina á heimslista karla.
CrossFit Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Fleiri fréttir Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið Dáður en umdeildur kylfingur látinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fjórir bestu mætast í lengri leikjum á Snorrabraut Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Sjá meira