„Mér finnst hún hafa verið snuðuð í þessu vali“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2023 13:01 Hulda Björk Ólafsdóttir á ferðinni í leik með Grindavík í Subway deild kvenna í körfubolta. Vísir/Vilhelm Sérfræðingur í körfuboltakvöldi telur að gengið hafi verið fram hjá einum leikmanni í Subway deild kvenna í körfubolta þegar nýjasti landsliðshópurinn var valinn. Íslenska kvennalandsliðið leikur í næsta mánuði tvo síðustu leiki sína í undankeppni EM. Íslenska landsliðið á ekki lengur möguleika á að komast áfram en liðið spilar ekki marga landsleiki á ári þannig að valið á liðinu skiptir miklu máli fyrir flesta bestu leikmenn landsins. Subway Körfuboltakvöld ræddi landsliðsvalið í þætti sínum í gær og þar spurði Hörður Unnsteinsson sérfræðinga sína hvort þær væru sammála valinu. „Ég verða að vera hreinskilin því ég er það ekki alveg. Án þess að lasta hana eitthvað þá finnst mér Emma Sóldís (Svan Hjördísardóttir) ekki hafa staðið sig nóg í vetur til að vera í hópnum miðað við aðrar sem voru ekki valdar,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, sérfræðingum í Körfuboltakvöldi. Miklu betri varnarmaður „Auðvitað er ég Grindvíkingur og ég þekki Huldu (Björk Ólafsdóttur) en Hulda er búin að vera frábær í vetur. Hún er með mun hærra meðaltal heldur en Emma Sóldís og er miklu betri varnarmaður. Hún er alltaf að dekka bestu sóknarmennina,“ sagði Ólöf Helga. Hulda Björk Ólafsdóttir er nítján ára gömul og er að skora 11,8 stig og taka 3,8 fráköst í leik með Grindavík í Subway-deildinni í vetur. „Mér finnst hún hafa verið snuðuð í þessu vali miðað við hvernig hún er búin að standa sig. Hún er búin að vera stöðug, geggjuð í vörn, góð að skjóta og keyrir á körfuna á meðan Emma er bara búin að vera lala. Hulda inn fyrir Emmu allan daginn,“ sagði Ólöf. „Það eru sjö íslenskir leikmenn með hærra meðaltal en Emma á milli Huldu og Emmu. Hulda er með 11,8 stig í leik á meðan Emma er með 8,9 stig í leik. Það er gríðarlegur munur á þessu og skil þetta ekki alveg. Emma getur alveg verið góð en mér finnst þetta svolítið gefins. Hulda hefur áður verið snuðuð,“ sagði Ólöf. Réttmæt reiði í Keflavík? Hörður nefndi einnig þá staðreynd að topplið Keflavíkur væri aðeins með einn leikmann í liðinu og umræðan barst að Birnu Valgerði Benónýsdóttur sem gaf ekki kost á sér í liðið. Það kom þó ekki í ljós fyrr en fjölmiðlar voru búnir að vekja athygli á fjarveru hennar í liðinu. „Ein af tíu úr toppliði Keflavíkur. Er réttmæt reiði í Keflavík,“ spurði Hörður Unnsteinsson en Ingibjörg Jakobsdóttir vildi ekki alveg ganga svo langt. „Við héldum á Birna hefði verið snuðuð en hún gaf ekki kost á sér,“ skaut Ólöf inn í. Eftirá skýring „Ég ætla að kalla eftirá skýring. Þetta er klassísk eftirá skýring því af hverju var nafn hennar ekki á listanum,“ sagði Hörður og vísaði þar í fréttatilkynningu KKÍ þar sem þrjár aðrar fjarverandi voru nefndar á nafn. Það má finna alla umræðuna um landsliðsvalið hér fyrir neðan. Klippa: Umræða um val á kvennalandsliðinu í körfubolta Landslið kvenna í körfubolta Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld UMF Grindavík Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið leikur í næsta mánuði tvo síðustu leiki sína í undankeppni EM. Íslenska landsliðið á ekki lengur möguleika á að komast áfram en liðið spilar ekki marga landsleiki á ári þannig að valið á liðinu skiptir miklu máli fyrir flesta bestu leikmenn landsins. Subway Körfuboltakvöld ræddi landsliðsvalið í þætti sínum í gær og þar spurði Hörður Unnsteinsson sérfræðinga sína hvort þær væru sammála valinu. „Ég verða að vera hreinskilin því ég er það ekki alveg. Án þess að lasta hana eitthvað þá finnst mér Emma Sóldís (Svan Hjördísardóttir) ekki hafa staðið sig nóg í vetur til að vera í hópnum miðað við aðrar sem voru ekki valdar,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, sérfræðingum í Körfuboltakvöldi. Miklu betri varnarmaður „Auðvitað er ég Grindvíkingur og ég þekki Huldu (Björk Ólafsdóttur) en Hulda er búin að vera frábær í vetur. Hún er með mun hærra meðaltal heldur en Emma Sóldís og er miklu betri varnarmaður. Hún er alltaf að dekka bestu sóknarmennina,“ sagði Ólöf Helga. Hulda Björk Ólafsdóttir er nítján ára gömul og er að skora 11,8 stig og taka 3,8 fráköst í leik með Grindavík í Subway-deildinni í vetur. „Mér finnst hún hafa verið snuðuð í þessu vali miðað við hvernig hún er búin að standa sig. Hún er búin að vera stöðug, geggjuð í vörn, góð að skjóta og keyrir á körfuna á meðan Emma er bara búin að vera lala. Hulda inn fyrir Emmu allan daginn,“ sagði Ólöf. „Það eru sjö íslenskir leikmenn með hærra meðaltal en Emma á milli Huldu og Emmu. Hulda er með 11,8 stig í leik á meðan Emma er með 8,9 stig í leik. Það er gríðarlegur munur á þessu og skil þetta ekki alveg. Emma getur alveg verið góð en mér finnst þetta svolítið gefins. Hulda hefur áður verið snuðuð,“ sagði Ólöf. Réttmæt reiði í Keflavík? Hörður nefndi einnig þá staðreynd að topplið Keflavíkur væri aðeins með einn leikmann í liðinu og umræðan barst að Birnu Valgerði Benónýsdóttur sem gaf ekki kost á sér í liðið. Það kom þó ekki í ljós fyrr en fjölmiðlar voru búnir að vekja athygli á fjarveru hennar í liðinu. „Ein af tíu úr toppliði Keflavíkur. Er réttmæt reiði í Keflavík,“ spurði Hörður Unnsteinsson en Ingibjörg Jakobsdóttir vildi ekki alveg ganga svo langt. „Við héldum á Birna hefði verið snuðuð en hún gaf ekki kost á sér,“ skaut Ólöf inn í. Eftirá skýring „Ég ætla að kalla eftirá skýring. Þetta er klassísk eftirá skýring því af hverju var nafn hennar ekki á listanum,“ sagði Hörður og vísaði þar í fréttatilkynningu KKÍ þar sem þrjár aðrar fjarverandi voru nefndar á nafn. Það má finna alla umræðuna um landsliðsvalið hér fyrir neðan. Klippa: Umræða um val á kvennalandsliðinu í körfubolta
Landslið kvenna í körfubolta Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld UMF Grindavík Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira