Eru skuldir þínar að aukast um hálfa milljón eða meira á mánuði? Sigurjón Vídalín Guðmundsson skrifar 31. janúar 2023 07:01 Þann 25. janúar sl. birtist frétt á Vísi, sem byggði á nýrri skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, þar sem sagði meðal annars að 86% allra nýrra húsnæðislána hjá bankastofnunum landsins væru verðtryggð. Ég verð að viðurkenna að mér brá nokkuð við þessar ömurlegu fréttir fyrir fólkið í landinu því fyrir mér eru verðtryggð húsnæðislán til einstaklinga til þess fallin að færa eignir fólks og sparnað þess yfir til þeirra sem sitja að meirihluta fjármagnsins í landinu og þar með lánsfé. Verðtryggð húsnæðislán eru besta uppfinning fjármagnseigenda (fjármagnseigendur eru þeir sem hafa yfir að ráða svo mikið af peningum að þeir geta lánað þá gegn vöxtum) því slík lán er með öllu áhættulaus fyrir þá en öll áhættan hvílir á þeim sem tekur peninga að láni á slíkum kjörum. Af hverju gætu einhverjir spurt og svarið er einfallt, verðtrygging þýðir að upphæð lánsins breytist eftir því hversu mikil verðbólga er hverju sinni, upphæðin hækkar meira eftir því sem verðbólgan er hærri auk þess sem alltaf eru reiknaðir vextir á lánsupphæðina. Fjármálasnilld eða blekkingaleikur? Þetta er það sem kallað er „win-win“ fyrir þá sem eiga fjármagn til að lána á slíkum kjörum því þeir geta ekki tapað á því og nú er gaman hjá þeim því Seðlabankinn og íslensk stjórnvöld hafa séð til þess að vextir eru orðnir svo háir að það er orðið nánast ómögulegt fyrir flesta að taka óverðtryggð lán vegna þess að greiðslubyrðin hefur hækkað svo mikið undanfarna 18 mánuði. Fólk neyðist því til að taka verðtryggð lán ef það ætlar að geta komið yfir sig húsaskjóli eða staðið undir greiðslum á núverandi húsnæðislánum (fólk þarf að endurfjármagna sig yfir í verðtryggð lán sem áður var með óverðtryggð). Til útskýringa fyrir þá sem ekki eru með á hreinu muninn á verðtryggðum og óverðtryggðum lánum að þá er aðalkosturinn við óverðtryggðu lánin sá að verðbólga hefur engin áhrif á þau, aðeins vaxtastigið og þess vegna hækka aldrei eftirstöðvar lánsins heldur lækkar það jafnt og þétt með hverri afborgun. Þess vegna taka bæði lánveitandi og lántaki áhættu á lántökunni. Í þeim löndum sem við berum okkur gjarnan saman við eru eingöngu um óverðtryggð lán að ræða og verðtryggð lán hvorki þekkjast né eru leyfileg til einstaklinga þ.s. þau þykja of áhættusöm og aðeins á færi fagfjárfesta að höndla með slíka fjármálagerninga. Hversu mikið aukast skuldir þínar á mánuði? Við lestur á skýrslunni kemur fram í kaflanum - Óverðtryggðir vextir hækka enn - að mánaðarleg greiðslubyrði óverðtryggðra lána sé minnst kr. 64.900,- fyrir hverjar 10 milljónir sem teknar séu nú að láni en var kr. 37.700,- í maí 2021. Munurinn er kr. 27.200,- á mánuði. Það þýðir að af 50 milljóna krónu láni hefur greiðslubyrðin hækkað um rúmar 130 þúsund krónur á mánuði! Visslulega hafa laun hækkað eitthvað á sama tíma en ekki um upphæð nálægt þessari enda þyrftu laun að hafa hækkað um ca. 200 þús fyrir skatt til að halda í við þessa hækkun á sama tímabili. Á sama tíma hafa mánaðarlegar afborganir af verðtryggðum lánum hækkað um kr. 6.400,- ef miðað er við 30 ára lán (af 50 milljóna láni hefur greiðslubyrðin því hækkað um rúm 30 þúsund á mánuði). Í kaflanum - Óverðtryggðir vextir verða óhagkvæmari - kemur fram að miðað við að verðbólga væri að jafnaði 4% ( þá tæki það 16 ár fyrir greiðslubyrði á verðtryggðu láni að verða jafn há og greiðslubyrði af óverðtryggðu láni núna. Hvað þýðir þetta? Tökum dæmi: Húsnæðislán sem tekið er í dag til 30 ára að upphæð 50 milljóna króna væri með mánaðarlega greiðslubyrði uppá kr. 361.451,- ef um er að ræða óverðtryggt lán með jöfnum greiðslum (vextir 7,84%) en kr. 210.690,- ef um er að ræða verðtryggt lán (vextir 2,94%, verðbólga 4,00%). Eftir 14 ár væri greiðslubyrði verðtryggða lánsins orðin jöfn óverðtryggða lánsins og færi svo hækkandi eftir það (greiðslubyrði óverðtryggða lánsins væri alltaf sú sama ef vextir haldast óbreyttir). Eftirstöðvar lánanna væru hins vegar gjörólíkar, þ.s. eftirstöðvar verðtryggða lánsins væru rúmar 55 milljónir króna en óverðtryggða lánsins rúmar 39 milljónir. Munurinn væri 16 milljónir meiri eignarmyndum hjá þeim sem væri með óverðtryggða lánið (í stað þess að lánsupphæðin er rúmum 5 milljónum hærri en upphaflega lánið er hún tæplega 11 milljónum lægri). Með öðrum orðum, sá sem er með óverðtryggt lán eignaðist eitthvað á þessum 14 árum meðan sá sem var með verðtryggða lánið var í besta falli í öruggri leigu og jók við skuldir sínar á sama tíma. En við erum ekki í 4% verðbólgu. 12 mánaða verðbólga í dag mælist 9,9% sem þýðir að verðtryggða lánið í dæminu hér fyrir ofan er að hækka um ríflega 400 þúsund krónur á mánuði sem þýðir að eftir aðeins 14 mánuði en ekki 168 (14 ár) verða eftirstöðvar lánsins komnar í rúmar 55 milljónir! Hversu lengi ætlar fólk að láta þetta yfir sig ganga? Það er því mjög alvarlegt og með ólíkindum að það skuli enn líðast að fjölskyldum og einstaklingum á Íslandi skuli vera þvingaðir inn á þær brautir að taka verðtryggð lán til að koma þaki yfir höfuðið þar sem það má vera öllum, sem koma að stjórn landsins, full ljóst að slíkt hefur oftar en ekki í för með sér mikla eignatilfærslu frá fólkinu í landinu til fjármagnseigenda og eykur þannig stöðugt við ójöfnuð milli þeirra sem tilheyra fjármagnseigendum í landinu og okkar hinna sem teljumst til meira en 90% Íslendinga. Þessu verður að breyta. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Svf. Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Vídalín Guðmundsson Fjármál heimilisins Mest lesið Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 25. janúar sl. birtist frétt á Vísi, sem byggði á nýrri skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, þar sem sagði meðal annars að 86% allra nýrra húsnæðislána hjá bankastofnunum landsins væru verðtryggð. Ég verð að viðurkenna að mér brá nokkuð við þessar ömurlegu fréttir fyrir fólkið í landinu því fyrir mér eru verðtryggð húsnæðislán til einstaklinga til þess fallin að færa eignir fólks og sparnað þess yfir til þeirra sem sitja að meirihluta fjármagnsins í landinu og þar með lánsfé. Verðtryggð húsnæðislán eru besta uppfinning fjármagnseigenda (fjármagnseigendur eru þeir sem hafa yfir að ráða svo mikið af peningum að þeir geta lánað þá gegn vöxtum) því slík lán er með öllu áhættulaus fyrir þá en öll áhættan hvílir á þeim sem tekur peninga að láni á slíkum kjörum. Af hverju gætu einhverjir spurt og svarið er einfallt, verðtrygging þýðir að upphæð lánsins breytist eftir því hversu mikil verðbólga er hverju sinni, upphæðin hækkar meira eftir því sem verðbólgan er hærri auk þess sem alltaf eru reiknaðir vextir á lánsupphæðina. Fjármálasnilld eða blekkingaleikur? Þetta er það sem kallað er „win-win“ fyrir þá sem eiga fjármagn til að lána á slíkum kjörum því þeir geta ekki tapað á því og nú er gaman hjá þeim því Seðlabankinn og íslensk stjórnvöld hafa séð til þess að vextir eru orðnir svo háir að það er orðið nánast ómögulegt fyrir flesta að taka óverðtryggð lán vegna þess að greiðslubyrðin hefur hækkað svo mikið undanfarna 18 mánuði. Fólk neyðist því til að taka verðtryggð lán ef það ætlar að geta komið yfir sig húsaskjóli eða staðið undir greiðslum á núverandi húsnæðislánum (fólk þarf að endurfjármagna sig yfir í verðtryggð lán sem áður var með óverðtryggð). Til útskýringa fyrir þá sem ekki eru með á hreinu muninn á verðtryggðum og óverðtryggðum lánum að þá er aðalkosturinn við óverðtryggðu lánin sá að verðbólga hefur engin áhrif á þau, aðeins vaxtastigið og þess vegna hækka aldrei eftirstöðvar lánsins heldur lækkar það jafnt og þétt með hverri afborgun. Þess vegna taka bæði lánveitandi og lántaki áhættu á lántökunni. Í þeim löndum sem við berum okkur gjarnan saman við eru eingöngu um óverðtryggð lán að ræða og verðtryggð lán hvorki þekkjast né eru leyfileg til einstaklinga þ.s. þau þykja of áhættusöm og aðeins á færi fagfjárfesta að höndla með slíka fjármálagerninga. Hversu mikið aukast skuldir þínar á mánuði? Við lestur á skýrslunni kemur fram í kaflanum - Óverðtryggðir vextir hækka enn - að mánaðarleg greiðslubyrði óverðtryggðra lána sé minnst kr. 64.900,- fyrir hverjar 10 milljónir sem teknar séu nú að láni en var kr. 37.700,- í maí 2021. Munurinn er kr. 27.200,- á mánuði. Það þýðir að af 50 milljóna krónu láni hefur greiðslubyrðin hækkað um rúmar 130 þúsund krónur á mánuði! Visslulega hafa laun hækkað eitthvað á sama tíma en ekki um upphæð nálægt þessari enda þyrftu laun að hafa hækkað um ca. 200 þús fyrir skatt til að halda í við þessa hækkun á sama tímabili. Á sama tíma hafa mánaðarlegar afborganir af verðtryggðum lánum hækkað um kr. 6.400,- ef miðað er við 30 ára lán (af 50 milljóna láni hefur greiðslubyrðin því hækkað um rúm 30 þúsund á mánuði). Í kaflanum - Óverðtryggðir vextir verða óhagkvæmari - kemur fram að miðað við að verðbólga væri að jafnaði 4% ( þá tæki það 16 ár fyrir greiðslubyrði á verðtryggðu láni að verða jafn há og greiðslubyrði af óverðtryggðu láni núna. Hvað þýðir þetta? Tökum dæmi: Húsnæðislán sem tekið er í dag til 30 ára að upphæð 50 milljóna króna væri með mánaðarlega greiðslubyrði uppá kr. 361.451,- ef um er að ræða óverðtryggt lán með jöfnum greiðslum (vextir 7,84%) en kr. 210.690,- ef um er að ræða verðtryggt lán (vextir 2,94%, verðbólga 4,00%). Eftir 14 ár væri greiðslubyrði verðtryggða lánsins orðin jöfn óverðtryggða lánsins og færi svo hækkandi eftir það (greiðslubyrði óverðtryggða lánsins væri alltaf sú sama ef vextir haldast óbreyttir). Eftirstöðvar lánanna væru hins vegar gjörólíkar, þ.s. eftirstöðvar verðtryggða lánsins væru rúmar 55 milljónir króna en óverðtryggða lánsins rúmar 39 milljónir. Munurinn væri 16 milljónir meiri eignarmyndum hjá þeim sem væri með óverðtryggða lánið (í stað þess að lánsupphæðin er rúmum 5 milljónum hærri en upphaflega lánið er hún tæplega 11 milljónum lægri). Með öðrum orðum, sá sem er með óverðtryggt lán eignaðist eitthvað á þessum 14 árum meðan sá sem var með verðtryggða lánið var í besta falli í öruggri leigu og jók við skuldir sínar á sama tíma. En við erum ekki í 4% verðbólgu. 12 mánaða verðbólga í dag mælist 9,9% sem þýðir að verðtryggða lánið í dæminu hér fyrir ofan er að hækka um ríflega 400 þúsund krónur á mánuði sem þýðir að eftir aðeins 14 mánuði en ekki 168 (14 ár) verða eftirstöðvar lánsins komnar í rúmar 55 milljónir! Hversu lengi ætlar fólk að láta þetta yfir sig ganga? Það er því mjög alvarlegt og með ólíkindum að það skuli enn líðast að fjölskyldum og einstaklingum á Íslandi skuli vera þvingaðir inn á þær brautir að taka verðtryggð lán til að koma þaki yfir höfuðið þar sem það má vera öllum, sem koma að stjórn landsins, full ljóst að slíkt hefur oftar en ekki í för með sér mikla eignatilfærslu frá fólkinu í landinu til fjármagnseigenda og eykur þannig stöðugt við ójöfnuð milli þeirra sem tilheyra fjármagnseigendum í landinu og okkar hinna sem teljumst til meira en 90% Íslendinga. Þessu verður að breyta. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Svf. Árborg.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun