Eru skuldir þínar að aukast um hálfa milljón eða meira á mánuði? Sigurjón Vídalín Guðmundsson skrifar 31. janúar 2023 07:01 Þann 25. janúar sl. birtist frétt á Vísi, sem byggði á nýrri skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, þar sem sagði meðal annars að 86% allra nýrra húsnæðislána hjá bankastofnunum landsins væru verðtryggð. Ég verð að viðurkenna að mér brá nokkuð við þessar ömurlegu fréttir fyrir fólkið í landinu því fyrir mér eru verðtryggð húsnæðislán til einstaklinga til þess fallin að færa eignir fólks og sparnað þess yfir til þeirra sem sitja að meirihluta fjármagnsins í landinu og þar með lánsfé. Verðtryggð húsnæðislán eru besta uppfinning fjármagnseigenda (fjármagnseigendur eru þeir sem hafa yfir að ráða svo mikið af peningum að þeir geta lánað þá gegn vöxtum) því slík lán er með öllu áhættulaus fyrir þá en öll áhættan hvílir á þeim sem tekur peninga að láni á slíkum kjörum. Af hverju gætu einhverjir spurt og svarið er einfallt, verðtrygging þýðir að upphæð lánsins breytist eftir því hversu mikil verðbólga er hverju sinni, upphæðin hækkar meira eftir því sem verðbólgan er hærri auk þess sem alltaf eru reiknaðir vextir á lánsupphæðina. Fjármálasnilld eða blekkingaleikur? Þetta er það sem kallað er „win-win“ fyrir þá sem eiga fjármagn til að lána á slíkum kjörum því þeir geta ekki tapað á því og nú er gaman hjá þeim því Seðlabankinn og íslensk stjórnvöld hafa séð til þess að vextir eru orðnir svo háir að það er orðið nánast ómögulegt fyrir flesta að taka óverðtryggð lán vegna þess að greiðslubyrðin hefur hækkað svo mikið undanfarna 18 mánuði. Fólk neyðist því til að taka verðtryggð lán ef það ætlar að geta komið yfir sig húsaskjóli eða staðið undir greiðslum á núverandi húsnæðislánum (fólk þarf að endurfjármagna sig yfir í verðtryggð lán sem áður var með óverðtryggð). Til útskýringa fyrir þá sem ekki eru með á hreinu muninn á verðtryggðum og óverðtryggðum lánum að þá er aðalkosturinn við óverðtryggðu lánin sá að verðbólga hefur engin áhrif á þau, aðeins vaxtastigið og þess vegna hækka aldrei eftirstöðvar lánsins heldur lækkar það jafnt og þétt með hverri afborgun. Þess vegna taka bæði lánveitandi og lántaki áhættu á lántökunni. Í þeim löndum sem við berum okkur gjarnan saman við eru eingöngu um óverðtryggð lán að ræða og verðtryggð lán hvorki þekkjast né eru leyfileg til einstaklinga þ.s. þau þykja of áhættusöm og aðeins á færi fagfjárfesta að höndla með slíka fjármálagerninga. Hversu mikið aukast skuldir þínar á mánuði? Við lestur á skýrslunni kemur fram í kaflanum - Óverðtryggðir vextir hækka enn - að mánaðarleg greiðslubyrði óverðtryggðra lána sé minnst kr. 64.900,- fyrir hverjar 10 milljónir sem teknar séu nú að láni en var kr. 37.700,- í maí 2021. Munurinn er kr. 27.200,- á mánuði. Það þýðir að af 50 milljóna krónu láni hefur greiðslubyrðin hækkað um rúmar 130 þúsund krónur á mánuði! Visslulega hafa laun hækkað eitthvað á sama tíma en ekki um upphæð nálægt þessari enda þyrftu laun að hafa hækkað um ca. 200 þús fyrir skatt til að halda í við þessa hækkun á sama tímabili. Á sama tíma hafa mánaðarlegar afborganir af verðtryggðum lánum hækkað um kr. 6.400,- ef miðað er við 30 ára lán (af 50 milljóna láni hefur greiðslubyrðin því hækkað um rúm 30 þúsund á mánuði). Í kaflanum - Óverðtryggðir vextir verða óhagkvæmari - kemur fram að miðað við að verðbólga væri að jafnaði 4% ( þá tæki það 16 ár fyrir greiðslubyrði á verðtryggðu láni að verða jafn há og greiðslubyrði af óverðtryggðu láni núna. Hvað þýðir þetta? Tökum dæmi: Húsnæðislán sem tekið er í dag til 30 ára að upphæð 50 milljóna króna væri með mánaðarlega greiðslubyrði uppá kr. 361.451,- ef um er að ræða óverðtryggt lán með jöfnum greiðslum (vextir 7,84%) en kr. 210.690,- ef um er að ræða verðtryggt lán (vextir 2,94%, verðbólga 4,00%). Eftir 14 ár væri greiðslubyrði verðtryggða lánsins orðin jöfn óverðtryggða lánsins og færi svo hækkandi eftir það (greiðslubyrði óverðtryggða lánsins væri alltaf sú sama ef vextir haldast óbreyttir). Eftirstöðvar lánanna væru hins vegar gjörólíkar, þ.s. eftirstöðvar verðtryggða lánsins væru rúmar 55 milljónir króna en óverðtryggða lánsins rúmar 39 milljónir. Munurinn væri 16 milljónir meiri eignarmyndum hjá þeim sem væri með óverðtryggða lánið (í stað þess að lánsupphæðin er rúmum 5 milljónum hærri en upphaflega lánið er hún tæplega 11 milljónum lægri). Með öðrum orðum, sá sem er með óverðtryggt lán eignaðist eitthvað á þessum 14 árum meðan sá sem var með verðtryggða lánið var í besta falli í öruggri leigu og jók við skuldir sínar á sama tíma. En við erum ekki í 4% verðbólgu. 12 mánaða verðbólga í dag mælist 9,9% sem þýðir að verðtryggða lánið í dæminu hér fyrir ofan er að hækka um ríflega 400 þúsund krónur á mánuði sem þýðir að eftir aðeins 14 mánuði en ekki 168 (14 ár) verða eftirstöðvar lánsins komnar í rúmar 55 milljónir! Hversu lengi ætlar fólk að láta þetta yfir sig ganga? Það er því mjög alvarlegt og með ólíkindum að það skuli enn líðast að fjölskyldum og einstaklingum á Íslandi skuli vera þvingaðir inn á þær brautir að taka verðtryggð lán til að koma þaki yfir höfuðið þar sem það má vera öllum, sem koma að stjórn landsins, full ljóst að slíkt hefur oftar en ekki í för með sér mikla eignatilfærslu frá fólkinu í landinu til fjármagnseigenda og eykur þannig stöðugt við ójöfnuð milli þeirra sem tilheyra fjármagnseigendum í landinu og okkar hinna sem teljumst til meira en 90% Íslendinga. Þessu verður að breyta. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Svf. Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Vídalín Guðmundsson Fjármál heimilisins Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Þann 25. janúar sl. birtist frétt á Vísi, sem byggði á nýrri skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, þar sem sagði meðal annars að 86% allra nýrra húsnæðislána hjá bankastofnunum landsins væru verðtryggð. Ég verð að viðurkenna að mér brá nokkuð við þessar ömurlegu fréttir fyrir fólkið í landinu því fyrir mér eru verðtryggð húsnæðislán til einstaklinga til þess fallin að færa eignir fólks og sparnað þess yfir til þeirra sem sitja að meirihluta fjármagnsins í landinu og þar með lánsfé. Verðtryggð húsnæðislán eru besta uppfinning fjármagnseigenda (fjármagnseigendur eru þeir sem hafa yfir að ráða svo mikið af peningum að þeir geta lánað þá gegn vöxtum) því slík lán er með öllu áhættulaus fyrir þá en öll áhættan hvílir á þeim sem tekur peninga að láni á slíkum kjörum. Af hverju gætu einhverjir spurt og svarið er einfallt, verðtrygging þýðir að upphæð lánsins breytist eftir því hversu mikil verðbólga er hverju sinni, upphæðin hækkar meira eftir því sem verðbólgan er hærri auk þess sem alltaf eru reiknaðir vextir á lánsupphæðina. Fjármálasnilld eða blekkingaleikur? Þetta er það sem kallað er „win-win“ fyrir þá sem eiga fjármagn til að lána á slíkum kjörum því þeir geta ekki tapað á því og nú er gaman hjá þeim því Seðlabankinn og íslensk stjórnvöld hafa séð til þess að vextir eru orðnir svo háir að það er orðið nánast ómögulegt fyrir flesta að taka óverðtryggð lán vegna þess að greiðslubyrðin hefur hækkað svo mikið undanfarna 18 mánuði. Fólk neyðist því til að taka verðtryggð lán ef það ætlar að geta komið yfir sig húsaskjóli eða staðið undir greiðslum á núverandi húsnæðislánum (fólk þarf að endurfjármagna sig yfir í verðtryggð lán sem áður var með óverðtryggð). Til útskýringa fyrir þá sem ekki eru með á hreinu muninn á verðtryggðum og óverðtryggðum lánum að þá er aðalkosturinn við óverðtryggðu lánin sá að verðbólga hefur engin áhrif á þau, aðeins vaxtastigið og þess vegna hækka aldrei eftirstöðvar lánsins heldur lækkar það jafnt og þétt með hverri afborgun. Þess vegna taka bæði lánveitandi og lántaki áhættu á lántökunni. Í þeim löndum sem við berum okkur gjarnan saman við eru eingöngu um óverðtryggð lán að ræða og verðtryggð lán hvorki þekkjast né eru leyfileg til einstaklinga þ.s. þau þykja of áhættusöm og aðeins á færi fagfjárfesta að höndla með slíka fjármálagerninga. Hversu mikið aukast skuldir þínar á mánuði? Við lestur á skýrslunni kemur fram í kaflanum - Óverðtryggðir vextir hækka enn - að mánaðarleg greiðslubyrði óverðtryggðra lána sé minnst kr. 64.900,- fyrir hverjar 10 milljónir sem teknar séu nú að láni en var kr. 37.700,- í maí 2021. Munurinn er kr. 27.200,- á mánuði. Það þýðir að af 50 milljóna krónu láni hefur greiðslubyrðin hækkað um rúmar 130 þúsund krónur á mánuði! Visslulega hafa laun hækkað eitthvað á sama tíma en ekki um upphæð nálægt þessari enda þyrftu laun að hafa hækkað um ca. 200 þús fyrir skatt til að halda í við þessa hækkun á sama tímabili. Á sama tíma hafa mánaðarlegar afborganir af verðtryggðum lánum hækkað um kr. 6.400,- ef miðað er við 30 ára lán (af 50 milljóna láni hefur greiðslubyrðin því hækkað um rúm 30 þúsund á mánuði). Í kaflanum - Óverðtryggðir vextir verða óhagkvæmari - kemur fram að miðað við að verðbólga væri að jafnaði 4% ( þá tæki það 16 ár fyrir greiðslubyrði á verðtryggðu láni að verða jafn há og greiðslubyrði af óverðtryggðu láni núna. Hvað þýðir þetta? Tökum dæmi: Húsnæðislán sem tekið er í dag til 30 ára að upphæð 50 milljóna króna væri með mánaðarlega greiðslubyrði uppá kr. 361.451,- ef um er að ræða óverðtryggt lán með jöfnum greiðslum (vextir 7,84%) en kr. 210.690,- ef um er að ræða verðtryggt lán (vextir 2,94%, verðbólga 4,00%). Eftir 14 ár væri greiðslubyrði verðtryggða lánsins orðin jöfn óverðtryggða lánsins og færi svo hækkandi eftir það (greiðslubyrði óverðtryggða lánsins væri alltaf sú sama ef vextir haldast óbreyttir). Eftirstöðvar lánanna væru hins vegar gjörólíkar, þ.s. eftirstöðvar verðtryggða lánsins væru rúmar 55 milljónir króna en óverðtryggða lánsins rúmar 39 milljónir. Munurinn væri 16 milljónir meiri eignarmyndum hjá þeim sem væri með óverðtryggða lánið (í stað þess að lánsupphæðin er rúmum 5 milljónum hærri en upphaflega lánið er hún tæplega 11 milljónum lægri). Með öðrum orðum, sá sem er með óverðtryggt lán eignaðist eitthvað á þessum 14 árum meðan sá sem var með verðtryggða lánið var í besta falli í öruggri leigu og jók við skuldir sínar á sama tíma. En við erum ekki í 4% verðbólgu. 12 mánaða verðbólga í dag mælist 9,9% sem þýðir að verðtryggða lánið í dæminu hér fyrir ofan er að hækka um ríflega 400 þúsund krónur á mánuði sem þýðir að eftir aðeins 14 mánuði en ekki 168 (14 ár) verða eftirstöðvar lánsins komnar í rúmar 55 milljónir! Hversu lengi ætlar fólk að láta þetta yfir sig ganga? Það er því mjög alvarlegt og með ólíkindum að það skuli enn líðast að fjölskyldum og einstaklingum á Íslandi skuli vera þvingaðir inn á þær brautir að taka verðtryggð lán til að koma þaki yfir höfuðið þar sem það má vera öllum, sem koma að stjórn landsins, full ljóst að slíkt hefur oftar en ekki í för með sér mikla eignatilfærslu frá fólkinu í landinu til fjármagnseigenda og eykur þannig stöðugt við ójöfnuð milli þeirra sem tilheyra fjármagnseigendum í landinu og okkar hinna sem teljumst til meira en 90% Íslendinga. Þessu verður að breyta. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Svf. Árborg.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun