Handbolti

Hver vilt þú að stýri íslenska landsliðinu?

Sindri Sverrisson skrifar
Guðmundur Guðmundsson tók við íslenska landsliðinu í þriðja sinn á ferlinum árið 2018 og er með samning við HSÍ sem gildir fram á næsta ár.
Guðmundur Guðmundsson tók við íslenska landsliðinu í þriðja sinn á ferlinum árið 2018 og er með samning við HSÍ sem gildir fram á næsta ár. VÍSIR/VILHELM

Þátttaka strákanna okkar á HM í handbolta verður gerð vandlega upp í beinni útsendingu í Pallborðinu á Vísi á morgun. Af því tilefni geta lesendur kosið um það hver þeir telji að sé best til þess fallinn að stýra íslenska landsliðinu næstu misseri.

Guðmundur Guðmundsson tók á ný við landsliðinu árið 2018 og síðan þá hefur liðið endað í 11. sæti á HM 2019, 11. sæti á EM 2020, 20. sæti á HM 2021, 6. sæti á EM 2022 og nú loks 12. sæti á HM 2023.

Samningur Guðmundar við HSÍ gildir fram á næsta ár, fram yfir Ólympíuleikana í París komist Ísland þangað. Kjósi hann eða forráðamenn HSÍ hins vegar að slíta samstarfinu er ljóst að hópur kandídata kæmi til greina til að stýra íslenska landsliðinu í þeim mikilvægu verkefnum sem fram undan eru, í undan- og lokakeppni EM í Þýskalandi og mögulega á Ólympíuleikunum.

Hér að neðan er hægt að kjósa um hvaða þjálfara lesendur vilja hafa sem landsliðsþjálfara Íslands en niðurstöður könnunarinnar verða kynntar í Pallborðinu sem sýnt verður á Vísi klukkan 14 á morgun.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×