Allt sem við vitum um næsta stórmót strákanna okkar Sindri Sverrisson skrifar 24. janúar 2023 08:00 Strákarnir okkar stóðu ekki undir væntingum í Svíþjóð en ætla sér eflaust stóra hluti á EM í Þýskalandi að ári. VÍSIR/VILHELM Það er aldrei langt í næsta verkefni hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta og nú þegar er ýmislegt vitað varðandi næsta stórmót þess, sem fram fer í Mekka handboltans. Það fyrsta sem við vitum er reyndar það að Ísland er ekki komið inn á næsta stórmót. Það er hins vegar bara tímaspursmál og líklegra er að Ísland leggist í eyði en að næsti janúar snúist ekki um þátttöku strákanna okkar á EM í Þýskalandi. Það er meira að segja búið að ákveða hvar Ísland spilar á mótinu, þó undankeppninni ljúki ekki fyrr en í vor. Ísland hóf undankeppnina á að vinna Ísrael og Eistland af miklu öryggi en mun svo berjast við Tékkland í tveimur leikjum í mars um efsta sæti síns undanriðils. Tvö liðanna komast upp úr riðlinum og liðið í 3. sæti mögulega einnig. Spila í München og Köln Ísland verður því alltaf með á EM næsta janúar og mun spila í C-riðli ásamt þremur öðrum liðum, og verður sá riðill spilaður í Ólympíuhöllinni í München. Tvö lið úr riðlinum komast svo áfram í milliriðil sem leikinn verður í annarri afar merkri höll, Lanxess Arena í Köln, þar sem úrslitin í Meistaradeild Evrópu hafa ráðist um árabil. Liðin tvö sem komast áfram úr C-riðli í milliriðla munu spila við lið úr A- og B-riðli, en vitað er að gestgjafar Þýskalands verða í A-riðli og Króatía í B-riðli. Svona er dagskráin í riðlakeppni EM 2024. Eins og sjá má er reiknað með Íslandi í C-riðli.EHF Lausir við Danmörku, Svíþjóð og Noreg Einnig er vitað að Noregur verður í D-riðli, Svíþjóð í E-riðli og Danmörk í F-riðli, svo að Ísland mætir engu þessara þriggja liða nema mögulega í undanúrslitum eða leik um 5. sæti. Danir munu hins vegar líkt og Íslendingar spila í Ólympíuhöllinni í München, en liðin úr D-, E, og F-riðli fara í milliriðil í Hamburg. Alls spila 24 þjóðir á EM í Þýskalandi. Þó að ekki sé ljóst hvaða þjóðir Ísland mun spila við er ljóst hvaða daga Ísland mun spila, bæði í C-riðlinum og svo í milliriðli komist liðið þangað. Leikdagar Íslands á EM: Föstudagur, 12. janúar í München Sunnudagur 14. janúar í München Þriðjudagur 16. janúar í München Fimmtudagur 18. janúar í Köln Laugardagur 20. janúar í Köln Mánudagur 22. janúar í Köln Miðvikudagur 24. janúar í Köln *Leikirnir í Köln aðeins ef Ísland kemst í milliriðil. Möguleikinn á ÓL í París Það er einnig vert að geta þess að árangur á EM skiptir núna einnig sköpum fyrir Ísland varðandi möguleikana á að komast á Ólympíuleikana í París 2024, eftir að árangurinn á HM dugði liðinu ekki til að ná sæti í tólf liða undankeppni ÓL. Á EM verða í boði tvö sæti í undankeppni Ólympíuleikanna, auk þess sem Evrópumeistararnir fá öruggt sæti á leikunum (Ef Frakkar, sem gestgjafar ÓL, og/eða verðandi heimsmeistarar vinna EM fær silfurlið EM, eða mögulega bronslið EM, þetta örugga sæti sem í boði er á ÓL). Sætin tvö í undankeppni ÓL fara til liða sem ekki eru þegar örugg um sæti á leikunum eða í undankeppninni. Ísland verður því væntanlega í keppni um þau tvö sæti við þær Evrópuþjóðir sem ekki enduðu í hópi 9-10 efstu þjóða á HM í ár, um að enda sem efst á EM. Sú keppni gæti þannig verið við Portúgal, Pólland, Serbíu, Holland, Svartfjallaland og fleiri þjóðir. Til dæmis dugði Portúgal að enda í 6. sæti á EM 2020 til að komast í undankeppni Ólympíuleikanna í Tókýó. Í undankeppninni eru svo jafnan ágætir möguleikar á að komast á leikana, en þar er leikið í þremur fjögurra liða riðlum og komast tvö á leikana úr hverjum riðli. Undankeppnin fyrir ÓL í París fer fram 11.-17. mars á næsta ári. Nánari útskýringar má sjá hér að neðan. Handbolti karla á ÓL 2024 Tólf landslið leika í handbolta karla á Ólympíuleikunum í París 2024. Gestgjafar Frakklands, heimsmeistararnir í ár og fjórir álfumeistarar fá samtals sex örugg sæti. Vinni Frakkar HM eða EM fá silfurlið mótanna öruggt sæti á ÓL. Eftir standa sex sæti sem spilað er um í þremur fjögurra liða riðlum í undankeppni ÓL sem fram fer 11.-17. mars 2024. Í undankeppnina komast sex efstu liðin frá HM sem ekki ná inn á ÓL með öðrum leiðum (með því að vera gestgjafar eða álfumeistarar). Við bætast tvö lið með bestan árangur af EM (sem ekki hafa þegar náð sæti á ÓL eða í undankeppni ÓL) og fjögur lið í viðbót frá öðrum álfum. Í undankeppninni er spilað í þremur fjögurra liða riðlum og komast tvö lið úr hverjum riðli áfram á ÓL. Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira
Það fyrsta sem við vitum er reyndar það að Ísland er ekki komið inn á næsta stórmót. Það er hins vegar bara tímaspursmál og líklegra er að Ísland leggist í eyði en að næsti janúar snúist ekki um þátttöku strákanna okkar á EM í Þýskalandi. Það er meira að segja búið að ákveða hvar Ísland spilar á mótinu, þó undankeppninni ljúki ekki fyrr en í vor. Ísland hóf undankeppnina á að vinna Ísrael og Eistland af miklu öryggi en mun svo berjast við Tékkland í tveimur leikjum í mars um efsta sæti síns undanriðils. Tvö liðanna komast upp úr riðlinum og liðið í 3. sæti mögulega einnig. Spila í München og Köln Ísland verður því alltaf með á EM næsta janúar og mun spila í C-riðli ásamt þremur öðrum liðum, og verður sá riðill spilaður í Ólympíuhöllinni í München. Tvö lið úr riðlinum komast svo áfram í milliriðil sem leikinn verður í annarri afar merkri höll, Lanxess Arena í Köln, þar sem úrslitin í Meistaradeild Evrópu hafa ráðist um árabil. Liðin tvö sem komast áfram úr C-riðli í milliriðla munu spila við lið úr A- og B-riðli, en vitað er að gestgjafar Þýskalands verða í A-riðli og Króatía í B-riðli. Svona er dagskráin í riðlakeppni EM 2024. Eins og sjá má er reiknað með Íslandi í C-riðli.EHF Lausir við Danmörku, Svíþjóð og Noreg Einnig er vitað að Noregur verður í D-riðli, Svíþjóð í E-riðli og Danmörk í F-riðli, svo að Ísland mætir engu þessara þriggja liða nema mögulega í undanúrslitum eða leik um 5. sæti. Danir munu hins vegar líkt og Íslendingar spila í Ólympíuhöllinni í München, en liðin úr D-, E, og F-riðli fara í milliriðil í Hamburg. Alls spila 24 þjóðir á EM í Þýskalandi. Þó að ekki sé ljóst hvaða þjóðir Ísland mun spila við er ljóst hvaða daga Ísland mun spila, bæði í C-riðlinum og svo í milliriðli komist liðið þangað. Leikdagar Íslands á EM: Föstudagur, 12. janúar í München Sunnudagur 14. janúar í München Þriðjudagur 16. janúar í München Fimmtudagur 18. janúar í Köln Laugardagur 20. janúar í Köln Mánudagur 22. janúar í Köln Miðvikudagur 24. janúar í Köln *Leikirnir í Köln aðeins ef Ísland kemst í milliriðil. Möguleikinn á ÓL í París Það er einnig vert að geta þess að árangur á EM skiptir núna einnig sköpum fyrir Ísland varðandi möguleikana á að komast á Ólympíuleikana í París 2024, eftir að árangurinn á HM dugði liðinu ekki til að ná sæti í tólf liða undankeppni ÓL. Á EM verða í boði tvö sæti í undankeppni Ólympíuleikanna, auk þess sem Evrópumeistararnir fá öruggt sæti á leikunum (Ef Frakkar, sem gestgjafar ÓL, og/eða verðandi heimsmeistarar vinna EM fær silfurlið EM, eða mögulega bronslið EM, þetta örugga sæti sem í boði er á ÓL). Sætin tvö í undankeppni ÓL fara til liða sem ekki eru þegar örugg um sæti á leikunum eða í undankeppninni. Ísland verður því væntanlega í keppni um þau tvö sæti við þær Evrópuþjóðir sem ekki enduðu í hópi 9-10 efstu þjóða á HM í ár, um að enda sem efst á EM. Sú keppni gæti þannig verið við Portúgal, Pólland, Serbíu, Holland, Svartfjallaland og fleiri þjóðir. Til dæmis dugði Portúgal að enda í 6. sæti á EM 2020 til að komast í undankeppni Ólympíuleikanna í Tókýó. Í undankeppninni eru svo jafnan ágætir möguleikar á að komast á leikana, en þar er leikið í þremur fjögurra liða riðlum og komast tvö á leikana úr hverjum riðli. Undankeppnin fyrir ÓL í París fer fram 11.-17. mars á næsta ári. Nánari útskýringar má sjá hér að neðan. Handbolti karla á ÓL 2024 Tólf landslið leika í handbolta karla á Ólympíuleikunum í París 2024. Gestgjafar Frakklands, heimsmeistararnir í ár og fjórir álfumeistarar fá samtals sex örugg sæti. Vinni Frakkar HM eða EM fá silfurlið mótanna öruggt sæti á ÓL. Eftir standa sex sæti sem spilað er um í þremur fjögurra liða riðlum í undankeppni ÓL sem fram fer 11.-17. mars 2024. Í undankeppnina komast sex efstu liðin frá HM sem ekki ná inn á ÓL með öðrum leiðum (með því að vera gestgjafar eða álfumeistarar). Við bætast tvö lið með bestan árangur af EM (sem ekki hafa þegar náð sæti á ÓL eða í undankeppni ÓL) og fjögur lið í viðbót frá öðrum álfum. Í undankeppninni er spilað í þremur fjögurra liða riðlum og komast tvö lið úr hverjum riðli áfram á ÓL.
Leikdagar Íslands á EM: Föstudagur, 12. janúar í München Sunnudagur 14. janúar í München Þriðjudagur 16. janúar í München Fimmtudagur 18. janúar í Köln Laugardagur 20. janúar í Köln Mánudagur 22. janúar í Köln Miðvikudagur 24. janúar í Köln *Leikirnir í Köln aðeins ef Ísland kemst í milliriðil.
Handbolti karla á ÓL 2024 Tólf landslið leika í handbolta karla á Ólympíuleikunum í París 2024. Gestgjafar Frakklands, heimsmeistararnir í ár og fjórir álfumeistarar fá samtals sex örugg sæti. Vinni Frakkar HM eða EM fá silfurlið mótanna öruggt sæti á ÓL. Eftir standa sex sæti sem spilað er um í þremur fjögurra liða riðlum í undankeppni ÓL sem fram fer 11.-17. mars 2024. Í undankeppnina komast sex efstu liðin frá HM sem ekki ná inn á ÓL með öðrum leiðum (með því að vera gestgjafar eða álfumeistarar). Við bætast tvö lið með bestan árangur af EM (sem ekki hafa þegar náð sæti á ÓL eða í undankeppni ÓL) og fjögur lið í viðbót frá öðrum álfum. Í undankeppninni er spilað í þremur fjögurra liða riðlum og komast tvö lið úr hverjum riðli áfram á ÓL.
Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira