„Alltaf auðvelt að vera vitur eftir á“ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. janúar 2023 19:47 Guðmundur horfir til himins í kvöld. Ekki var öllum bænum hans svarað í dag. vísir/vilhelm Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var ánægður með sigurinn en ekki árangur Íslands á HM enda hefur liðið lokið keppni. „Þetta var erfiður leikur en mjög kaflaskiptur. Það var slen yfir mannskapnum framan af og við ætluðum ekki að gera þetta svona. Við förum illa að ráði okkur og allt var slakt hjá okkur,“ sagði Guðmundur en sem betur fer var allt annað að sjá til liðsins í seinni hálfleik. „Ég þurfti aðeins að messa yfir mínum mönnum í hálfleik. Við sáum nýtt lið koma inn á völlinn í seinni hálfleik.“ Klippa: Guðmundur gerir um HM Guðmundur gat ekki neitað því að niðurstaða mótsins séu vonbrigði enda ætlaði liðið sér lengra. „Þessi niðurstaða í mótinu er vonbrigði. Við erum svo ótrúlega stutt frá því að fara áfram. Það eru þessar mínútur gegn Ungverjum sem fella okkur. Ég held það hafi verið mikil pressa á liðinu og það var mögulega erfitt að höndla það þegar við vorum komnir svona nálægt þessu. Það var búið að spenna bogann hátt. Að ætlast til þess að við eigum að vinna Svía þegar vantar tvo af betri handboltamönnum heims er ekki rétt,“ segir Guðmundur og bætir við. „Það er ekki mikið rætt að Ómar Ingi, einn besti handboltamaður heims, sé ekki með okkur. Það var erfitt að vera án hans. Það tók tíma að finna taktinn. Planið var að keyra á ákveðnu liði fyrstu tvo leikina og það munaði engu að það tækist. Það er það sem er sárast í þessu.“ Plan þjálfarans gekk ekki upp og því er liðið úr leik. Sér hann eftir einhverju? „Það er alltaf auðvelt að vera vitur eftir á. Ég veit ekki hvort ákvarðanir séu réttar meðan hann er í gangi,“ segir þjálfarinn en verður hann áfram með liðið. „Ég er með samning til 2024. Ég ætla ekki að tjá mig um það hvort ég sé rétti maðurinn til að leiða liðið áfram. Það er nóg til af sérfræðingum sem geta tjáð sig um það.“ HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Sjá meira
„Þetta var erfiður leikur en mjög kaflaskiptur. Það var slen yfir mannskapnum framan af og við ætluðum ekki að gera þetta svona. Við förum illa að ráði okkur og allt var slakt hjá okkur,“ sagði Guðmundur en sem betur fer var allt annað að sjá til liðsins í seinni hálfleik. „Ég þurfti aðeins að messa yfir mínum mönnum í hálfleik. Við sáum nýtt lið koma inn á völlinn í seinni hálfleik.“ Klippa: Guðmundur gerir um HM Guðmundur gat ekki neitað því að niðurstaða mótsins séu vonbrigði enda ætlaði liðið sér lengra. „Þessi niðurstaða í mótinu er vonbrigði. Við erum svo ótrúlega stutt frá því að fara áfram. Það eru þessar mínútur gegn Ungverjum sem fella okkur. Ég held það hafi verið mikil pressa á liðinu og það var mögulega erfitt að höndla það þegar við vorum komnir svona nálægt þessu. Það var búið að spenna bogann hátt. Að ætlast til þess að við eigum að vinna Svía þegar vantar tvo af betri handboltamönnum heims er ekki rétt,“ segir Guðmundur og bætir við. „Það er ekki mikið rætt að Ómar Ingi, einn besti handboltamaður heims, sé ekki með okkur. Það var erfitt að vera án hans. Það tók tíma að finna taktinn. Planið var að keyra á ákveðnu liði fyrstu tvo leikina og það munaði engu að það tækist. Það er það sem er sárast í þessu.“ Plan þjálfarans gekk ekki upp og því er liðið úr leik. Sér hann eftir einhverju? „Það er alltaf auðvelt að vera vitur eftir á. Ég veit ekki hvort ákvarðanir séu réttar meðan hann er í gangi,“ segir þjálfarinn en verður hann áfram með liðið. „Ég er með samning til 2024. Ég ætla ekki að tjá mig um það hvort ég sé rétti maðurinn til að leiða liðið áfram. Það er nóg til af sérfræðingum sem geta tjáð sig um það.“
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Sjá meira