„Örlítið verri en George skiptin og þar af leiðandi þau verstu á þessari öld“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. janúar 2023 07:00 Rudy Gobert fékk ekki mikla ást í þættinum. Sean Gardner/Getty Images Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða Já“ var á sínum stað í síðasta þætti af Lögmál leiksins. Þar var að venju farið yfir það helsta sem hefur gerst í NBA deildinni að undanförnu. Farið var yfir baráttu Toronto Raptors og Atlanta Hawks, hvað Sacramento Kings ætti að gera á leikmannamarkaðnum, hvort það sé verðbólga í NBA og hversu ömurleg Rudy Gobert skiptin voru. „Nei eða Já“ virkar þannig að Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, setur fram fullyrðingu sem sérfræðingar þáttarins taka undir eða eru á móti. Þeir þurfa svo að rökstyðja svör sín. Fyrsta fullyrðing: Það er stærra slys fyrir Atlanta Hawks en Toronto Raptors að missa af sæti í umspilinu í Austurdeildinni. „Töluvert stærra slys. Atlanta sækja Dejounte Murray og ætluðu sér að vera alvöru þetta tímabil,“ sagði Tómas Steindórsson án þess að hugsa sig um. Önnur fullyrðing: Sacramento Kings ætti að ýta öllum spilapeningunum á mitt borðið. „270 prósent já. Þeir ættu að kasta öllum spilapeningunum sínum á borðið,“ sagði Hörður Unnsteinsson. „Það þarf ekkert endilega stórstjörnu til að gera þetta lið betra. Eru með stórstjörnur í De‘Aaron Fox og Domantas Sabonis,“ bætti Hörður við. Þriðja fullyrðing: Það er 20 prósent verðbólga í tölfræði. „Fimm leikmenn sem eru að skora meira en 30 stig í leik, það hefur ekki gerst ég veit ekki hvað lengi. 30 gaurar yfir 20 stigum,“ sagði Kjartan Atli áður en Sigurður Orri Kristjánsson fékk orðið. „Það er 20 prósent verðbólga á einstaklingstölfræði. Það er ekki verðbólga á liðstölfræði,“ sagði Sigurður Orri. „Það er ekkert verið að spila langar sóknir, mikið af þristum og háum „pick og roll-um.“ Það er 20 prósent plús verðbólga á einstaklingstölfræði,“ bætti hann við. Fjórða fullyrðing: Rudy Gobert eru verstu skiptin á þessari öld. „Eina sem mér dettur í hug fljótlega eru Paul George skiptin til LA Clippers. Shai Gilgeous-Alexander á móti, fjórir valréttir og eitthvað. Paul George er skömminni skárri leikmaður en Gobert sem getur á tímum ekki verið inn á. Bara spilaður út af vellinum í fjórða leikhluta og fleira. Örlítið verri en George-skiptin og þar af leiðandi þau verstu á þessari öld,“ sagði Tómas. Klippa: Nei eða Já: Örlítið verri en George-skiptin og þar af leiðandi þau verstu á þessari öld Körfubolti Lögmál leiksins Tengdar fréttir Aðeins rifist í Lögmáli leiksins í kvöld: „Tapiði leikjum strákar“ NBA-þátturinn Lögmál leiksins er á dagskránni á Stöð 2 Sport 2 í kvöld eins og alla mánudaga en það hitnaði aðeins í kolunum hjá sérfræðingunum í þætti vikunnar. 16. janúar 2023 15:45 Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
„Nei eða Já“ virkar þannig að Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, setur fram fullyrðingu sem sérfræðingar þáttarins taka undir eða eru á móti. Þeir þurfa svo að rökstyðja svör sín. Fyrsta fullyrðing: Það er stærra slys fyrir Atlanta Hawks en Toronto Raptors að missa af sæti í umspilinu í Austurdeildinni. „Töluvert stærra slys. Atlanta sækja Dejounte Murray og ætluðu sér að vera alvöru þetta tímabil,“ sagði Tómas Steindórsson án þess að hugsa sig um. Önnur fullyrðing: Sacramento Kings ætti að ýta öllum spilapeningunum á mitt borðið. „270 prósent já. Þeir ættu að kasta öllum spilapeningunum sínum á borðið,“ sagði Hörður Unnsteinsson. „Það þarf ekkert endilega stórstjörnu til að gera þetta lið betra. Eru með stórstjörnur í De‘Aaron Fox og Domantas Sabonis,“ bætti Hörður við. Þriðja fullyrðing: Það er 20 prósent verðbólga í tölfræði. „Fimm leikmenn sem eru að skora meira en 30 stig í leik, það hefur ekki gerst ég veit ekki hvað lengi. 30 gaurar yfir 20 stigum,“ sagði Kjartan Atli áður en Sigurður Orri Kristjánsson fékk orðið. „Það er 20 prósent verðbólga á einstaklingstölfræði. Það er ekki verðbólga á liðstölfræði,“ sagði Sigurður Orri. „Það er ekkert verið að spila langar sóknir, mikið af þristum og háum „pick og roll-um.“ Það er 20 prósent plús verðbólga á einstaklingstölfræði,“ bætti hann við. Fjórða fullyrðing: Rudy Gobert eru verstu skiptin á þessari öld. „Eina sem mér dettur í hug fljótlega eru Paul George skiptin til LA Clippers. Shai Gilgeous-Alexander á móti, fjórir valréttir og eitthvað. Paul George er skömminni skárri leikmaður en Gobert sem getur á tímum ekki verið inn á. Bara spilaður út af vellinum í fjórða leikhluta og fleira. Örlítið verri en George-skiptin og þar af leiðandi þau verstu á þessari öld,“ sagði Tómas. Klippa: Nei eða Já: Örlítið verri en George-skiptin og þar af leiðandi þau verstu á þessari öld
Körfubolti Lögmál leiksins Tengdar fréttir Aðeins rifist í Lögmáli leiksins í kvöld: „Tapiði leikjum strákar“ NBA-þátturinn Lögmál leiksins er á dagskránni á Stöð 2 Sport 2 í kvöld eins og alla mánudaga en það hitnaði aðeins í kolunum hjá sérfræðingunum í þætti vikunnar. 16. janúar 2023 15:45 Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Aðeins rifist í Lögmáli leiksins í kvöld: „Tapiði leikjum strákar“ NBA-þátturinn Lögmál leiksins er á dagskránni á Stöð 2 Sport 2 í kvöld eins og alla mánudaga en það hitnaði aðeins í kolunum hjá sérfræðingunum í þætti vikunnar. 16. janúar 2023 15:45