Körfubolti

Hilmar skoraði tólf er Münster vann með minnsta mun

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Hilmar Pétursson í leik með Breiðablik.
Hilmar Pétursson í leik með Breiðablik. Vísir/Hulda Margrét

Hilmar Pétursson átti flottan leik fyrir Münster er liðið vann nauman eins stigs sigur gegn Jena í þýsku B-deildinni í körfubolta í kvöld, 68-67.

Fyrir leik kvöldsins voru Hilmar og félagar aðeins tveimur stigum fyrir ofan fallsæti í deildinni og sigur kvöldsins því afar mikilvægur.

Hilmar skoraði tólf stig fyrir Münster, tók tvö fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Hann lék 24 mínútur í leiknum og var næst stigahæsti leikmaður liðsins.

Münster situr nú í þrettánda sæti deildarinnar með tólf stig, fjórum stigum fyrir ofan fallsæti. Það er þó stutt á milli í þessari deild því liðið er einnig aðeins sex stigum frá sæti í umspili um laust sæti í þýsku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×