Lífið samstarf

Lærði á gítar þegar hún festist í Indónesíu

X977
Auður stefnir á að gefa út plötu og ferðast um heiminn með tónlistina.
Auður stefnir á að gefa út plötu og ferðast um heiminn með tónlistina.

Auður Linda komst í úrslit í Sykurmolanum, lagakeppni X977 og Orku náttúrunnar

Danni Dæmalausi, útvarpsmaður á X977 mun leyfa okkur að kynnast listafólkinu á bak við lögin sem komust í úrslit, með myndbandsinnslögum hér á Vísi. Auður Linda er fyrsta listakonan sem við ætlum að kynnast betur en hún  á lagið I'm not the one.

Danni hitti Auði á versktæðinu þar sem hún er ekki bara söngkona heldur líka bifvélavirki. Lagið samdi hún þegar hún var föst í Indónesíu á Covidtímunum. Þá ákvað hún að læra að spila á gítar og syngja og notaði það til að framleyta sér. Lagið fjallar um að þurfa að hafna fólki sem er ástfangið af manni, eins og nafnið I'm not the one eða ég er ekki rétta manneskjan fyrir þig gefur til kynna. 

Klippa: Auður Linda í úrslitum í Sykurmolanum

Auður stefnir á að gefa út plötu og ferðast um heiminn með tónlistina sína og dreifa "rokk og ról" boðskapnum.

Átta lög komust í úrslit Sykurmolans.

Lögin sem komust í úrslit eru í spilun á X977 út janúar mánuð, þau lög eru: 

· Karma Brigade – Alive

· Winter Leaves – Feel

· Bucking Fastards – Don Coyote

· Beef – Góði hirðirinn

· Blankíflúr & Jerald Coop – Modular Heart

· Auður Linda – I´m Not The One

· Merkúr – Faster Burns The Fuse

· Sóðaskapur – Mamma ver

Í byrjun febrúar fer svo fram kosning, hér á Vísi, sem mun eiga þátt í því að ráða hvaða listafólk hlýtur hvorki meira né minna en 250.000 kr. í verðlaun.

Keppnin í ár er í samstarfi við Orku náttúrunnar


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.