Sport

Einn magnaðasti leggur allra tíma í pílunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
 Michael Smith varð í gær heimsmeistari í pílukasti í fyrsta sinn.
 Michael Smith varð í gær heimsmeistari í pílukasti í fyrsta sinn. Getty/Bryn Lennon

Michael Smith tryggði sér í gær heimsmeistaratitilinn í pílukasti eftir sigur á Hollendingnum Michael van Gerwen í úrslitaleiknum.

Michael van Gerwen var búinn að vera frábær allt mótið og flestir bjuggust við sigri hans. Hann náði sér hins vegar ekki á strik í úrslitaleiknum sem Smith vann 7-4.

Hápunktur úrslitaleiksins var án efa leggurinn þar sem þeir voru næstum því báðir búnir að klára á aðeins níu pílum eða eiga fullkomna legg.

Smith þurfti svo sannarlega stórleik til að vinna Van Gerwen og dæmi um það var það hvernig hann svaraði Hollendingum í þessari maganað legg.

„Þetta er eitt það rosalegasta sem þú munt sjá einhvern tímann sjá í íþróttum,“ sagði lýsandinn Wayne Mardle á Twitter-síðu heimsmeistaramótsins.

Það má sjá þennan ótrúlega legg hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×