Handbolti

Viktor Gísli sneri aftur í mark Nan­tes

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Viktor Gísli er kominn af stað eftir meiðsli.
Viktor Gísli er kominn af stað eftir meiðsli. Twitter@ehfcl

Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson sneri aftur í lið Nantes í kvöld þegar liðið tapaði með minnsta mun gegn stórliði París Saint-Germain, lokatölur 33-32 PSG í vil.

Viktor Gísli hefur verið að glíma við meiðsli á olnboga og verið frá keppni í nokkrar vikur. Hann spilaði með Nantes í kvöld en þó aðeins í skamma stund. Hann varði eitt skot af þeim sjö sem hann fékk á sig á meðan hann var inn á vellinum.

Það breytir því ekki að um gleðitíndi er að ræða fyrir íslenska landsliðið enda hafði Viktor Gísli staðið sig einkar vel áður en hann meiddist í upphafi mánaðar.

Nantes var hársbreidd frá því að jafna leikinn undir lok leiks en Andreas Palicka varði þá vítakast frá Valero Rivera, leikmanni Nantes, og PSG vann dramatískan eins marks sigur.

Nantes er í 3. sæti með 24 stig að loknum 15 leikjum á meðan Montpellier og PSG eru á toppi deildarinnar með 26 stig hvort.


Tengdar fréttir

Viktor Gísli kosinn efni­legasti mark­vörður heims

Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson var í dag valinn efnilegasti markvörður heims af vefnum Handball Planet. Þá var hann í þriðja sæti yfir efnilegustu leikmenn í heimi, sama hvar þeir spila á vellinum.

HM ekki í hættu hjá Viktori Gísla

Aðdáendur íslenska karlalandsliðsins í handbolta geta varpað öndinni léttar því allar líkur eru á því að Viktor Gísli Hallgrímsson verji mark þess á HM í Svíþjóð og Póllandi í byrjun næsta árs.

Viktor Gísli þurfti að fara meiddur af velli

Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson meiddist á olnboga í leik Nantes og Sélestat í frönsku úrvalsdeildinni um liðna helgi. Rétt rúmur mánuður er í þangað til HM í handbolta hefst en mótið fer fram í Svíþjóð og Póllandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×