Íslensk jól: fyrir alla eða bara suma? Emma Ósk Ragnarsdóttir skrifar 19. desember 2022 07:01 Desember - mánuður fylltur af frosti, hálku, skammdegisþunglyndi og jú - jólum. Jólaseríur birta upp skammdegið og kakóið vermir frosna putta. Börnin telja niður dagana til jóla með ýmis konar dagatölum í formi sjónvarpsþátta, súkkulaðibita eða bóka, og fullorðna fólkið rífst um aðventuheimsóknir. Margir líta á aðventuheimsóknir sem kærkomna stund fyrir börn og kennara að eiga notalega samveru í kirkjunni. Sem barn hafði ég svipaðar skoðanir. Ég var skírð, fermd og fór í aðventuheimsóknir með vinum mínum og kennurum. Ég veit af eigin reynslu hversu kósí og kærkomið uppbrot á skóladeginum það var að fara í slíkar heimsóknir. Hins vegar veit ég líka að á meðan ég og „kristnu“ vinir mínir áttum notalegar stundir með piparkökum, kakó og jólalögum, voru vinir mínir sem voru ættaðir frá löndum eins og Tælandi og Egyptalandi látnir sitja upp á bókasafni. Þeir fengu ekki að upplifa hátíðleikann og eiga notalega stund með samnemendum og kennurum með sérstöku uppbroti á skóladeginum. Þetta voru vinir mínir þá, og þetta er það sem nemendur mínir geta eflaust átt von á eftir nokkur ár. Það er enginn að segja að börn ættu ekki að fara í aðventuheimsóknir - ef þau sjálf, vinir þeirra, foreldrar eða ættingjar vilja fara í aðventuheimsóknir þá er það bara frábært. En skólinn ætti ekki að sitja undir þeirri ábyrgð að fara í sérstakar aðventuheimsóknir með aðeins ákveðin hóp af nemendum meðan hinn hópurinn situr eftir. Það er nauðsynlegt að öll börn fái að upplifa að þau séu jafnsett öðrum í skólastarfinu. Að ekkert barn sé útilokað vegna trúar þess eða trúar foreldra þess. Þegar það er staðan þá fer betur á því að foreldrar og fjölskyldur sinni trúarlegu uppeldi barna sinna og að skólastarfið byggi á menntun þar sem öll börn fái að vera jöfn. Það hefur verið bent á að starfshættir skóla skulu mótast af kristinni arfleifð samkvæmt lögum. Rétt er þá að benda á að starfshættir skóla skuli einnig mótast af umburðarlyndi, kærleika, jafnrétti, lýðræðislegu samstarfi, ábyrgð, umhyggju, sáttfýsi og virðingu fyrir manngildi. Getum við virkilega sagt að starfshættir skóla einkennist af þessum gildum ef tiltekinn hópur nemenda er útilokaður frá ákveðnum dagskrárlið í skólastarfi vegna mismunandi trúar? Hvað þá að huga að þeim stjórnarskrávörðu réttindum um trúfrelsi og að allir skulu njóta mannréttinda án tillits til þjóðernisuppruna, kynþáttar, skoðana eða jú - trúarbragða? Með því að fara ekki í aðventuheimsóknir er ekki verið að sækja að kristinni trú. Við erum að fylgja þeim gildum sem Ísland stendur fyrir (eða telur sig standa fyrir að minnsta kosti) sem eru umburðarlyndi, jafnrétti, kærleikur og umhyggja. Sem vill svo til eru þau gildi sem við ræktum líka á tímum þessarar hátíðar. Gleðilega hátíð! Höfundur er málefnastýra Uppreisnar - Ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Trúmál Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Sjá meira
Desember - mánuður fylltur af frosti, hálku, skammdegisþunglyndi og jú - jólum. Jólaseríur birta upp skammdegið og kakóið vermir frosna putta. Börnin telja niður dagana til jóla með ýmis konar dagatölum í formi sjónvarpsþátta, súkkulaðibita eða bóka, og fullorðna fólkið rífst um aðventuheimsóknir. Margir líta á aðventuheimsóknir sem kærkomna stund fyrir börn og kennara að eiga notalega samveru í kirkjunni. Sem barn hafði ég svipaðar skoðanir. Ég var skírð, fermd og fór í aðventuheimsóknir með vinum mínum og kennurum. Ég veit af eigin reynslu hversu kósí og kærkomið uppbrot á skóladeginum það var að fara í slíkar heimsóknir. Hins vegar veit ég líka að á meðan ég og „kristnu“ vinir mínir áttum notalegar stundir með piparkökum, kakó og jólalögum, voru vinir mínir sem voru ættaðir frá löndum eins og Tælandi og Egyptalandi látnir sitja upp á bókasafni. Þeir fengu ekki að upplifa hátíðleikann og eiga notalega stund með samnemendum og kennurum með sérstöku uppbroti á skóladeginum. Þetta voru vinir mínir þá, og þetta er það sem nemendur mínir geta eflaust átt von á eftir nokkur ár. Það er enginn að segja að börn ættu ekki að fara í aðventuheimsóknir - ef þau sjálf, vinir þeirra, foreldrar eða ættingjar vilja fara í aðventuheimsóknir þá er það bara frábært. En skólinn ætti ekki að sitja undir þeirri ábyrgð að fara í sérstakar aðventuheimsóknir með aðeins ákveðin hóp af nemendum meðan hinn hópurinn situr eftir. Það er nauðsynlegt að öll börn fái að upplifa að þau séu jafnsett öðrum í skólastarfinu. Að ekkert barn sé útilokað vegna trúar þess eða trúar foreldra þess. Þegar það er staðan þá fer betur á því að foreldrar og fjölskyldur sinni trúarlegu uppeldi barna sinna og að skólastarfið byggi á menntun þar sem öll börn fái að vera jöfn. Það hefur verið bent á að starfshættir skóla skulu mótast af kristinni arfleifð samkvæmt lögum. Rétt er þá að benda á að starfshættir skóla skuli einnig mótast af umburðarlyndi, kærleika, jafnrétti, lýðræðislegu samstarfi, ábyrgð, umhyggju, sáttfýsi og virðingu fyrir manngildi. Getum við virkilega sagt að starfshættir skóla einkennist af þessum gildum ef tiltekinn hópur nemenda er útilokaður frá ákveðnum dagskrárlið í skólastarfi vegna mismunandi trúar? Hvað þá að huga að þeim stjórnarskrávörðu réttindum um trúfrelsi og að allir skulu njóta mannréttinda án tillits til þjóðernisuppruna, kynþáttar, skoðana eða jú - trúarbragða? Með því að fara ekki í aðventuheimsóknir er ekki verið að sækja að kristinni trú. Við erum að fylgja þeim gildum sem Ísland stendur fyrir (eða telur sig standa fyrir að minnsta kosti) sem eru umburðarlyndi, jafnrétti, kærleikur og umhyggja. Sem vill svo til eru þau gildi sem við ræktum líka á tímum þessarar hátíðar. Gleðilega hátíð! Höfundur er málefnastýra Uppreisnar - Ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun