Aðventuflóra Starri Heiðmarsson skrifar 16. desember 2022 07:30 Í aðdraganda jóla sprettur fram sérstök flóra á heimilum landsmanna sem kalla mætti aðventuflóru. Öll er hún aðflutt enda býður húsnæði okkar ekki upp á búsvæði þar sem sjálfsprottin flóra fær þrifist (nema við þær óæskilegu kringumstæður þegar raki býður myglusveppum aðstæður til vaxtar, reyndar er þar um fungu að ræða sbr. fyrri grein). Aðventuflóran samanstendur af ýmsum æðplöntum sem venju samkvæmt prýða heimili á þessum dimmasta tíma ársins. Nefna má goðalilju (Hyacinthus orientalis), jólastjörnu (Euphorbia pulcherrima) að ónefndum hópnum sem sameiginlega er nefndur ”jólatré” og samanstendur af ýmsum tegundum barrtrjáa. Allar eiga umræddar plöntutegundir það sameiginlegt að tilheyra plönturíkinu og því eðlilegt að vísa til þeirra sem flóru. Flóra var blómagyðja Rómverja til forna og er hugtakið notað til að vísa til plantna á ákveðnu svæði eða ákveðnu jarðsögutímabili. Sömuleiðis vísar flóra til bóka sem fjalla um plöntur og lýsa þeim. Flóra vísar hins vegar ekki sérstaklega til fjölbreytni þótt vissulega geti flóra ákveðinna svæða eða tegundahópa verið fjölskrúðug. Sá misskilningur virðist til staðar hjá mörgum að hugtakið flóra vísi til fjölbreytni og hugtakið notað sem lýsingarorð. Þannig hef ég tekið eftir „bókaflóru“, „veitingahúsaflóru“ (gæti hugsanlega átt við um veitingastaði sem bjóða jurtafæði) og jafnvel „mannflóru“ sem lýsir fullkomnu skilningsleysi á merkingu hugtaksins enda tilheyrum við menn (Homo sapiens) dýraríkinu og því réttara að vísa til okkar sem fánu. Gætum að tungutaki okkar og misbeitum ekki vel þekktum hugtökum svo rétt merking þeirra týnist. Höfundur er grasafræðingur og forstöðumaður Náttúrustofu Norðurlands vestra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starri Heiðmarsson Íslensk tunga Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í aðdraganda jóla sprettur fram sérstök flóra á heimilum landsmanna sem kalla mætti aðventuflóru. Öll er hún aðflutt enda býður húsnæði okkar ekki upp á búsvæði þar sem sjálfsprottin flóra fær þrifist (nema við þær óæskilegu kringumstæður þegar raki býður myglusveppum aðstæður til vaxtar, reyndar er þar um fungu að ræða sbr. fyrri grein). Aðventuflóran samanstendur af ýmsum æðplöntum sem venju samkvæmt prýða heimili á þessum dimmasta tíma ársins. Nefna má goðalilju (Hyacinthus orientalis), jólastjörnu (Euphorbia pulcherrima) að ónefndum hópnum sem sameiginlega er nefndur ”jólatré” og samanstendur af ýmsum tegundum barrtrjáa. Allar eiga umræddar plöntutegundir það sameiginlegt að tilheyra plönturíkinu og því eðlilegt að vísa til þeirra sem flóru. Flóra var blómagyðja Rómverja til forna og er hugtakið notað til að vísa til plantna á ákveðnu svæði eða ákveðnu jarðsögutímabili. Sömuleiðis vísar flóra til bóka sem fjalla um plöntur og lýsa þeim. Flóra vísar hins vegar ekki sérstaklega til fjölbreytni þótt vissulega geti flóra ákveðinna svæða eða tegundahópa verið fjölskrúðug. Sá misskilningur virðist til staðar hjá mörgum að hugtakið flóra vísi til fjölbreytni og hugtakið notað sem lýsingarorð. Þannig hef ég tekið eftir „bókaflóru“, „veitingahúsaflóru“ (gæti hugsanlega átt við um veitingastaði sem bjóða jurtafæði) og jafnvel „mannflóru“ sem lýsir fullkomnu skilningsleysi á merkingu hugtaksins enda tilheyrum við menn (Homo sapiens) dýraríkinu og því réttara að vísa til okkar sem fánu. Gætum að tungutaki okkar og misbeitum ekki vel þekktum hugtökum svo rétt merking þeirra týnist. Höfundur er grasafræðingur og forstöðumaður Náttúrustofu Norðurlands vestra.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar