Aðventuflóra Starri Heiðmarsson skrifar 16. desember 2022 07:30 Í aðdraganda jóla sprettur fram sérstök flóra á heimilum landsmanna sem kalla mætti aðventuflóru. Öll er hún aðflutt enda býður húsnæði okkar ekki upp á búsvæði þar sem sjálfsprottin flóra fær þrifist (nema við þær óæskilegu kringumstæður þegar raki býður myglusveppum aðstæður til vaxtar, reyndar er þar um fungu að ræða sbr. fyrri grein). Aðventuflóran samanstendur af ýmsum æðplöntum sem venju samkvæmt prýða heimili á þessum dimmasta tíma ársins. Nefna má goðalilju (Hyacinthus orientalis), jólastjörnu (Euphorbia pulcherrima) að ónefndum hópnum sem sameiginlega er nefndur ”jólatré” og samanstendur af ýmsum tegundum barrtrjáa. Allar eiga umræddar plöntutegundir það sameiginlegt að tilheyra plönturíkinu og því eðlilegt að vísa til þeirra sem flóru. Flóra var blómagyðja Rómverja til forna og er hugtakið notað til að vísa til plantna á ákveðnu svæði eða ákveðnu jarðsögutímabili. Sömuleiðis vísar flóra til bóka sem fjalla um plöntur og lýsa þeim. Flóra vísar hins vegar ekki sérstaklega til fjölbreytni þótt vissulega geti flóra ákveðinna svæða eða tegundahópa verið fjölskrúðug. Sá misskilningur virðist til staðar hjá mörgum að hugtakið flóra vísi til fjölbreytni og hugtakið notað sem lýsingarorð. Þannig hef ég tekið eftir „bókaflóru“, „veitingahúsaflóru“ (gæti hugsanlega átt við um veitingastaði sem bjóða jurtafæði) og jafnvel „mannflóru“ sem lýsir fullkomnu skilningsleysi á merkingu hugtaksins enda tilheyrum við menn (Homo sapiens) dýraríkinu og því réttara að vísa til okkar sem fánu. Gætum að tungutaki okkar og misbeitum ekki vel þekktum hugtökum svo rétt merking þeirra týnist. Höfundur er grasafræðingur og forstöðumaður Náttúrustofu Norðurlands vestra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starri Heiðmarsson Íslensk tunga Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Í aðdraganda jóla sprettur fram sérstök flóra á heimilum landsmanna sem kalla mætti aðventuflóru. Öll er hún aðflutt enda býður húsnæði okkar ekki upp á búsvæði þar sem sjálfsprottin flóra fær þrifist (nema við þær óæskilegu kringumstæður þegar raki býður myglusveppum aðstæður til vaxtar, reyndar er þar um fungu að ræða sbr. fyrri grein). Aðventuflóran samanstendur af ýmsum æðplöntum sem venju samkvæmt prýða heimili á þessum dimmasta tíma ársins. Nefna má goðalilju (Hyacinthus orientalis), jólastjörnu (Euphorbia pulcherrima) að ónefndum hópnum sem sameiginlega er nefndur ”jólatré” og samanstendur af ýmsum tegundum barrtrjáa. Allar eiga umræddar plöntutegundir það sameiginlegt að tilheyra plönturíkinu og því eðlilegt að vísa til þeirra sem flóru. Flóra var blómagyðja Rómverja til forna og er hugtakið notað til að vísa til plantna á ákveðnu svæði eða ákveðnu jarðsögutímabili. Sömuleiðis vísar flóra til bóka sem fjalla um plöntur og lýsa þeim. Flóra vísar hins vegar ekki sérstaklega til fjölbreytni þótt vissulega geti flóra ákveðinna svæða eða tegundahópa verið fjölskrúðug. Sá misskilningur virðist til staðar hjá mörgum að hugtakið flóra vísi til fjölbreytni og hugtakið notað sem lýsingarorð. Þannig hef ég tekið eftir „bókaflóru“, „veitingahúsaflóru“ (gæti hugsanlega átt við um veitingastaði sem bjóða jurtafæði) og jafnvel „mannflóru“ sem lýsir fullkomnu skilningsleysi á merkingu hugtaksins enda tilheyrum við menn (Homo sapiens) dýraríkinu og því réttara að vísa til okkar sem fánu. Gætum að tungutaki okkar og misbeitum ekki vel þekktum hugtökum svo rétt merking þeirra týnist. Höfundur er grasafræðingur og forstöðumaður Náttúrustofu Norðurlands vestra.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun