Af flóru, fánu og jafnvel fungu Starri Heiðmarsson skrifar 9. janúar 2020 10:00 Til tjáskipta höfum við tungumál og erum við Íslendingar heppnir hvað það varðar að íslenskan er nokkuð gegnsætt tungumál. Gegnsæið er mögulegt þar sem við höfum gegnum tíðina verið frekar treg að taka upp erlend orð og því oft útskýring orða fólgin í þeim sjálfum. Einangrunin er þó ekki alger og fjölmörg tökuorð falla vel að íslensku og hafa fyrir löngu unnið sér þegnrétt. Þau orð eru þó ekki alltaf jafn auðskilin og þau sem eiga dýpri rætur í tungu okkar. Sem dæmi um tökuorð sem falla vel að íslensku eru flóra og fána sem vísa til plantna (flóra) og dýra (fána). Hinsvegar virðist flóra vera þekktara orð meðal almennings og mörg dæmi um misbeitingu þess orðs sem líklega má rekja til vankunnáttu og er von mín að þetta greinarkorn hjálpi til við skilning á hugtakinu og hvar á við að beita því. Stefán Stefánsson grasafræðingur gaf góða skýringu á orðinu í formála að fyrstu útgáfu Flóru Íslands sem gefin var út 1901. Stefán segir: „Á útlendum málum táknar orðið „flóra“, sem upprunalega er nafn blómgyðjunnar hjá Rómverjum, bæði plönturíki einhvers lands eða landshluta og bók eða rit sem skýrir frá plöntunum og lýsir þeim.“ Þú lesandi góður undrast kannski þörf mína fyrir að skýra tilurð og rétta notkun orðsins flóra! Ástæður þessa má finna í menntun minni og starfi. Sem grasafræðingur þá nýti ég flóruhugtakið iðulega í starfi mínu og er þar að vísa til þeirra tegunda plantna sem vaxa á ákveðnu svæði, t.d. tegundir sem tilheyra íslensku flórunni. Sambærilegt orð yfir dýraríkið er síðan fána og í seinni tíð, vegna bættrar þekkingar okkar á skyldleika og tengslum innan lífríkisins, hefur hugtakið funga verið tekið upp fyrir sveppi. Í seinni tíð hefur sá misskilningur orðið útbreiddur að flóruhugtakið tákni fjölbreytni sem er alrangt. Í orðinu flóra er ekkert sem táknar fjölbreytni. Því þarf að taka sérstaklega fram hvort flóran er fábreytt eða fjölbreytt, eftir því sem við á, hvorugt felst í orðinu. Stundum heyrist jafnvel talað um fuglaflóru eða mannflóru sem hvort tveggja er röng notkun þar sem hvorki fuglar né mannfólk geta talist til plantna. Í dýraríkinu kemur orðið fána inn um samsafn allra dýra á viðkomandi svæði. Hér á Íslandi höfum við miklu fleiri tegundir dýra en plantna og því er fána Íslands mun fjölbreyttari en flóran. Tungumálið missir marks þegar hugtök eru misnotuð og misskilin. Ég vil því hvetja fólk til þess að íhuga merkingu orða sinna. Orðin flóra og fána eru alþjóðleg og hafa verið tekin upp í flest önnur tungumál í óbreyttri merkingu. Það skýtur því skökku við ef á að fara að taka upp nýja merkingu þeirra í íslensku.Höfundur er grasafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðyrkja Íslenska á tækniöld Skógrækt og landgræðsla Starri Heiðmarsson Mest lesið Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Til tjáskipta höfum við tungumál og erum við Íslendingar heppnir hvað það varðar að íslenskan er nokkuð gegnsætt tungumál. Gegnsæið er mögulegt þar sem við höfum gegnum tíðina verið frekar treg að taka upp erlend orð og því oft útskýring orða fólgin í þeim sjálfum. Einangrunin er þó ekki alger og fjölmörg tökuorð falla vel að íslensku og hafa fyrir löngu unnið sér þegnrétt. Þau orð eru þó ekki alltaf jafn auðskilin og þau sem eiga dýpri rætur í tungu okkar. Sem dæmi um tökuorð sem falla vel að íslensku eru flóra og fána sem vísa til plantna (flóra) og dýra (fána). Hinsvegar virðist flóra vera þekktara orð meðal almennings og mörg dæmi um misbeitingu þess orðs sem líklega má rekja til vankunnáttu og er von mín að þetta greinarkorn hjálpi til við skilning á hugtakinu og hvar á við að beita því. Stefán Stefánsson grasafræðingur gaf góða skýringu á orðinu í formála að fyrstu útgáfu Flóru Íslands sem gefin var út 1901. Stefán segir: „Á útlendum málum táknar orðið „flóra“, sem upprunalega er nafn blómgyðjunnar hjá Rómverjum, bæði plönturíki einhvers lands eða landshluta og bók eða rit sem skýrir frá plöntunum og lýsir þeim.“ Þú lesandi góður undrast kannski þörf mína fyrir að skýra tilurð og rétta notkun orðsins flóra! Ástæður þessa má finna í menntun minni og starfi. Sem grasafræðingur þá nýti ég flóruhugtakið iðulega í starfi mínu og er þar að vísa til þeirra tegunda plantna sem vaxa á ákveðnu svæði, t.d. tegundir sem tilheyra íslensku flórunni. Sambærilegt orð yfir dýraríkið er síðan fána og í seinni tíð, vegna bættrar þekkingar okkar á skyldleika og tengslum innan lífríkisins, hefur hugtakið funga verið tekið upp fyrir sveppi. Í seinni tíð hefur sá misskilningur orðið útbreiddur að flóruhugtakið tákni fjölbreytni sem er alrangt. Í orðinu flóra er ekkert sem táknar fjölbreytni. Því þarf að taka sérstaklega fram hvort flóran er fábreytt eða fjölbreytt, eftir því sem við á, hvorugt felst í orðinu. Stundum heyrist jafnvel talað um fuglaflóru eða mannflóru sem hvort tveggja er röng notkun þar sem hvorki fuglar né mannfólk geta talist til plantna. Í dýraríkinu kemur orðið fána inn um samsafn allra dýra á viðkomandi svæði. Hér á Íslandi höfum við miklu fleiri tegundir dýra en plantna og því er fána Íslands mun fjölbreyttari en flóran. Tungumálið missir marks þegar hugtök eru misnotuð og misskilin. Ég vil því hvetja fólk til þess að íhuga merkingu orða sinna. Orðin flóra og fána eru alþjóðleg og hafa verið tekin upp í flest önnur tungumál í óbreyttri merkingu. Það skýtur því skökku við ef á að fara að taka upp nýja merkingu þeirra í íslensku.Höfundur er grasafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar