Sport

Eigin­konan fékk að velja á hann fyndið húð­flúr eftir að hann náði á pall á ÓL

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
 Jan Scherrer skoðar hér bronsverðlaunin sín sem hann fékk á Vetrarólympíuleikunum í Peking i febrúar.
 Jan Scherrer skoðar hér bronsverðlaunin sín sem hann fékk á Vetrarólympíuleikunum í Peking i febrúar. Getty/Patrick Smith

Svissneski snjóbrettakappinn Jan Scherrer gaf eiginkonu sinni loforð áður en hann keppti á Vetrarólympíuleikunum í Peking fyrr á þessu ári.

Það kostaði mikinn undirbúning og mikla fjarveru að undirbúa sig fyrir þessa kórónuveiruleika og konan fékk því smá gjöf að launum frá honum.

Eiginkona Scherrer sagði nefnilega að hún fengi að velja á hann húðflúr eftir að hann náði á verðlaunapall á leikunum.

Scherrer náði bronsveðrunum í hálfpípunni en hann á einnig brons frá heimsmeistaramótinu í Aspen 2021.

Það voru aðeins Japaninn Ayumu Hirano og Ástralinn Scotty James sem gerðu betur en hann.

Scherrer vann bronsið sitt 11. febrúar síðastliðinn en það tók konuna hans átta mánuði að ákveða og teikna upp húðflúrið.

Scherrer sýndi síðan frá því hvaða húðflúr kona hans valdi og það er óhætt að hún sé með húmorinn í fínu lagi.

Á nýja húðflúrinu stendur: Góður en ekki sá besti.

Eiginkona hans er Sasha Scherrer




Fleiri fréttir

Sjá meira


×