Sport

Sögu­legur sigur á­tján ára undra­barns í UFC: Vill gefa mömmu sinni bíl í jóla­­­gjöf

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Raul Rosas Jr. fagnar sögulegum sigri sínum í Las Vegas um helgina.
Raul Rosas Jr. fagnar sögulegum sigri sínum í Las Vegas um helgina. Getty/Carmen Mandato

Raul Rosas Jr. skrifaði nýjan kafla í sögu blandaðra bardagaíþrótta um helgina þegar hann var sá yngsti til að taka þátt í opinberum UFC-bardaga.

Rosas yngri gerði þó miklu meira en það því hann kláraði andstæðing sinn, Jay Perrin, með sannfærandi hætti strax í fyrstu lotu.

Rosas vann bardagann á hengingartaki þar sem Perrin gafst upp eftir tvær mínútur og 44 sekúndur.

Raul Rosas Jr. er fæddur árið 2004 og nýbúinn að halda upp á átján ára afmælið sitt. Andstæðingur hans var 29 ára gamall.

Rosas er sannkallað undrabarn og væntingarnar voru miklar fyrir þennan sögulega fyrsta bardaga hans. Það er óhætt að segja að hann hafi ekki ollið neinum vonbrigðum.

Það er líka mikill gorgeir í stráknum sem virðist hafa allt til alls til að ná langt á þessu sviði.

Eftir bardagann sóttist Rosas eftir því að fá bardagabónus kvöldsins

„Ég þarf að fá þessa fimmtíu þúsund dali svo ég get keypt smárútu fyrir mömmu í jólagjöf svo hún geti skutlað mér á æfingar,“ sagði Raul Rosas yngri.

„Þetta hljómar kannski klikkað en ég vissi alltaf að ég yrði á þessum stað á þessum aldri. Ég gera það sem ég elska. Ég ætlaði bara að kynna mig í kvöld því ég ætla að ná þessu belti,“ sagði Rosas.

MMAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.