„Ætla ekki að koma með söluræðu“ Atli Arason skrifar 9. desember 2022 23:55 Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, á hliðarlínunni í leiknum í kvöld. Hulda Margrét Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, var eðlilega sár og svekktur eftir 29 stiga tap gegn Njarðvík í Subway-deild karla í kvöld, 107-78. Ósigurinn í kvöld var fimmta tapið hjá KR í röð og Helgi telur eðlilegt að stuðningsmenn KR séu ósáttir við gengi liðsins. „Auðvitað eru menn ósáttir og bara eðlilega fara menn að spyrja spurninga. Þannig virkar þetta en við erum bara að gerum okkar besta. Ég ætla ekki að koma með söluræðu af hverju ég og Kobbi [Jakob Örn Sigurðarson] eigum að sjá um þetta áfram. Ég skil alveg ósættið og það á að vera þannig,“ sagði Helgi Már í viðtali við Vísi eftir leik. Aðspurður sagði Helgi að margt í leikplani liðsins hafa farið úrskeiðis í kvöld. „Það fór mjög margt úrskeiðis. Í fyrri hálfleik skutu þeir um 70% í tveggja stiga og það var bara vegna þess að við vorum að missa þá í einn á einn af dripplinu, ítrekað inn í miðjuna og þaðan í auðveld sniðskot. Það er svona hluti af þessu,“ sagði Helgi áður en hann bætti við. „Þeir eru með gott lið og mér fannst við gera vel á Basile og sérstaklega í fyrri hálfleik. Á móti kemur að þegar við erum að halda honum út úr teignum þá voru það bara aðrir sem komust þangað og það boðar ekki gott ef menn komast auðveldlega inn í teig.“ Eftir góðan annan leikhluta hjá KR-ingum komu þeir andlausir út í síðari hálfleikinn og Helgi fann sig knúinn til þess að taka leikhlé þegar aðeins 1 mínúta og 23 sekúndur voru liðnar af síðari hálfleik. „Mér fannst við ekki vera að framkvæma varnarútgáfuna sem við ætluðum að gera af nógu mikilli ákefð, við gerðum það ágætlega en svo slepptum við þeim. Nico [Richotti] hitti úr þrist bara vegna þess að við vorum að leyfa honum það. Mér fannst bara vanta meiri ákefð í ‘rotation‘ og hlaupa þá af línunni. Ég var ósáttur með það, þetta er bara óþarfi og mér fannst við eiga að láta þá hafa meira fyrir þessu,“ sagði Helgi Már Magnússon, þjálfari KR. Subway-deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - KR 107-78 | Ískaldir KR-ingar fengu skell í Njarðvík Njarðvík vann afar öruggan 29 stiga sigur er liðið tók á móti KR í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 107-78. 9. desember 2022 21:54 Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira
„Auðvitað eru menn ósáttir og bara eðlilega fara menn að spyrja spurninga. Þannig virkar þetta en við erum bara að gerum okkar besta. Ég ætla ekki að koma með söluræðu af hverju ég og Kobbi [Jakob Örn Sigurðarson] eigum að sjá um þetta áfram. Ég skil alveg ósættið og það á að vera þannig,“ sagði Helgi Már í viðtali við Vísi eftir leik. Aðspurður sagði Helgi að margt í leikplani liðsins hafa farið úrskeiðis í kvöld. „Það fór mjög margt úrskeiðis. Í fyrri hálfleik skutu þeir um 70% í tveggja stiga og það var bara vegna þess að við vorum að missa þá í einn á einn af dripplinu, ítrekað inn í miðjuna og þaðan í auðveld sniðskot. Það er svona hluti af þessu,“ sagði Helgi áður en hann bætti við. „Þeir eru með gott lið og mér fannst við gera vel á Basile og sérstaklega í fyrri hálfleik. Á móti kemur að þegar við erum að halda honum út úr teignum þá voru það bara aðrir sem komust þangað og það boðar ekki gott ef menn komast auðveldlega inn í teig.“ Eftir góðan annan leikhluta hjá KR-ingum komu þeir andlausir út í síðari hálfleikinn og Helgi fann sig knúinn til þess að taka leikhlé þegar aðeins 1 mínúta og 23 sekúndur voru liðnar af síðari hálfleik. „Mér fannst við ekki vera að framkvæma varnarútgáfuna sem við ætluðum að gera af nógu mikilli ákefð, við gerðum það ágætlega en svo slepptum við þeim. Nico [Richotti] hitti úr þrist bara vegna þess að við vorum að leyfa honum það. Mér fannst bara vanta meiri ákefð í ‘rotation‘ og hlaupa þá af línunni. Ég var ósáttur með það, þetta er bara óþarfi og mér fannst við eiga að láta þá hafa meira fyrir þessu,“ sagði Helgi Már Magnússon, þjálfari KR.
Subway-deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - KR 107-78 | Ískaldir KR-ingar fengu skell í Njarðvík Njarðvík vann afar öruggan 29 stiga sigur er liðið tók á móti KR í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 107-78. 9. desember 2022 21:54 Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík - KR 107-78 | Ískaldir KR-ingar fengu skell í Njarðvík Njarðvík vann afar öruggan 29 stiga sigur er liðið tók á móti KR í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 107-78. 9. desember 2022 21:54