Með hálfan þingmann á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 7. desember 2022 15:30 Vægi ríkja innan Evrópusambandsins, og þar með möguleikar þeirra á því að hafa áhrif innan sambandsins, fer fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Því fámennari sem ríkin eru því minni möguleika eiga þau almennt á því að hafa áhrif á ákvarðanatöku stofnana Evrópusambandsins þar sem þau eiga fulltrúa. Kæmi til þess að Ísland gengi í sambandið yrði landið fámennasta ríki þess og með vægi í samræmi við það. Ég vakti athygli á þessum staðreyndum í grein sem birtist á Vísir.is á fullveldisdaginn 1. desember sem varð til þess að Ole Anton Bieltvedt ritaði grein í Fréttablaðið þar sem hann kallaði mig „ESB-óhróðursmeistara“ og sakaði mig um rangfærslur í þessum efnum. Þá ýjaði hann að því að ég væri leigupenni þeirra sem standa að Morgunblaðinu – með greinaskrifum mínum á vef helzta samkeppnisaðila þeirra! Byggt á gögnum frá Evrópusambandinu Hinar meintu rangfærslur mínar eru hins vegar byggðar á gögnum frá Evrópusambandinu sjálfu sem auðvelt er að kynna sér ef einhver áhugi er fyrir því að setja sig inn í málin. Til dæmis á vefsíðu ráðherraráðs sambandsins, helztu valdastofnunar þess. Þar kemur fram að langflestar ákvarðanir ráðsins séu háðar þeirri reglu að 55% ríkja Evrópusambandsins að lágmarki með 65% íbúafjölda þess standi að þeim. Ráðherrar ríkja Evrópusambandsins hafa þannig í langflestum tilfellum ekki sama vægi þegar greidd eru atkvæði í ráðherraráðinu, ólíkt því sem Ole Anton hélt fram, heldur ræðst það einkum af íbúafjölda ríkjanna. Þá eiga ríkin ekki fulltrúa í framkvæmdastjórn sambandsins, líkt og hann vildi meina, enda er þeim sem þar sitja óheimilt að draga taum heimalanda sinna samkvæmt Lissabon-sáttmála sambandsins. Sjávarútvegs- og orkumál ekki mikilvæg? Ég benti einnig á það að einróma samþykki einstakra ríkja Evrópusambandsins heyrði nær sögunni til innan ráðherraráðsins enda má telja þá málaflokka sem það á við um í dag nánast á fingrum annarrar handar. Einróma samþykki var áður reglan en hefur hins vegar jafnt og þétt verið á útleið og var þannig til dæmis afnumið í um 40 málaflokkum á einu bretti með gildistöku Lissabon-sáttmálans árið 2009. Hvað varðar þá fullyrðingu Oles Antons að Ísland fengi neitunarvald varðandi „alla veigamikla stefnumótun og allar stærri ákvarðanir“ Evrópusambandsins nægir að benda á þá einföldu staðreynd að einróma samþykki í ráðherraráðinu nær hvorki til sjávarútvegs- né orkumála sem varða einhverja mikilvægustu hagsmuni landsins. Mögulega er Ole Anton ósammála því. Þar gildir fyrst og fremst íbúafjöldinn. Tal um gífurleg áhrif stenzt enga skoðun Hvað þing Evrópusambandsins varðar er það rétt hjá Ole Antoni að Ísland fengi líklega sex fulltrúa á þinginu en af um 700 sem hann nefndi ekki. Til þess að setja það í samhengi væri það á við það að hafa hálfan þingmann á Alþingi. Á þingi sambandsins er ekkert einróma samþykki heldur gildir einfaldur meirihluti atkvæða. Þá myndu fulltrúarnir dreifast á hérlenda stjórnmálaflokka og því ólíklega starfa saman. Hér að framan hefur fyrst og fremst verið byggt á gögnum frá Evrópusambandinu og væri um rangfærslur að ræða þýddi það að sambandið sjálft færi með rangt mál. Væntanlega sjá annars flestir það í hendi sér að tal Oles Antons um gífurleg áhrif og völd Íslands innan Evrópusambandsins stenzt alls enga skoðun. Fyrir utan annað er einfaldlega lítið gagn að sæti við borðið þegar ekki er setið við sama borð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Vægi ríkja innan Evrópusambandsins, og þar með möguleikar þeirra á því að hafa áhrif innan sambandsins, fer fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Því fámennari sem ríkin eru því minni möguleika eiga þau almennt á því að hafa áhrif á ákvarðanatöku stofnana Evrópusambandsins þar sem þau eiga fulltrúa. Kæmi til þess að Ísland gengi í sambandið yrði landið fámennasta ríki þess og með vægi í samræmi við það. Ég vakti athygli á þessum staðreyndum í grein sem birtist á Vísir.is á fullveldisdaginn 1. desember sem varð til þess að Ole Anton Bieltvedt ritaði grein í Fréttablaðið þar sem hann kallaði mig „ESB-óhróðursmeistara“ og sakaði mig um rangfærslur í þessum efnum. Þá ýjaði hann að því að ég væri leigupenni þeirra sem standa að Morgunblaðinu – með greinaskrifum mínum á vef helzta samkeppnisaðila þeirra! Byggt á gögnum frá Evrópusambandinu Hinar meintu rangfærslur mínar eru hins vegar byggðar á gögnum frá Evrópusambandinu sjálfu sem auðvelt er að kynna sér ef einhver áhugi er fyrir því að setja sig inn í málin. Til dæmis á vefsíðu ráðherraráðs sambandsins, helztu valdastofnunar þess. Þar kemur fram að langflestar ákvarðanir ráðsins séu háðar þeirri reglu að 55% ríkja Evrópusambandsins að lágmarki með 65% íbúafjölda þess standi að þeim. Ráðherrar ríkja Evrópusambandsins hafa þannig í langflestum tilfellum ekki sama vægi þegar greidd eru atkvæði í ráðherraráðinu, ólíkt því sem Ole Anton hélt fram, heldur ræðst það einkum af íbúafjölda ríkjanna. Þá eiga ríkin ekki fulltrúa í framkvæmdastjórn sambandsins, líkt og hann vildi meina, enda er þeim sem þar sitja óheimilt að draga taum heimalanda sinna samkvæmt Lissabon-sáttmála sambandsins. Sjávarútvegs- og orkumál ekki mikilvæg? Ég benti einnig á það að einróma samþykki einstakra ríkja Evrópusambandsins heyrði nær sögunni til innan ráðherraráðsins enda má telja þá málaflokka sem það á við um í dag nánast á fingrum annarrar handar. Einróma samþykki var áður reglan en hefur hins vegar jafnt og þétt verið á útleið og var þannig til dæmis afnumið í um 40 málaflokkum á einu bretti með gildistöku Lissabon-sáttmálans árið 2009. Hvað varðar þá fullyrðingu Oles Antons að Ísland fengi neitunarvald varðandi „alla veigamikla stefnumótun og allar stærri ákvarðanir“ Evrópusambandsins nægir að benda á þá einföldu staðreynd að einróma samþykki í ráðherraráðinu nær hvorki til sjávarútvegs- né orkumála sem varða einhverja mikilvægustu hagsmuni landsins. Mögulega er Ole Anton ósammála því. Þar gildir fyrst og fremst íbúafjöldinn. Tal um gífurleg áhrif stenzt enga skoðun Hvað þing Evrópusambandsins varðar er það rétt hjá Ole Antoni að Ísland fengi líklega sex fulltrúa á þinginu en af um 700 sem hann nefndi ekki. Til þess að setja það í samhengi væri það á við það að hafa hálfan þingmann á Alþingi. Á þingi sambandsins er ekkert einróma samþykki heldur gildir einfaldur meirihluti atkvæða. Þá myndu fulltrúarnir dreifast á hérlenda stjórnmálaflokka og því ólíklega starfa saman. Hér að framan hefur fyrst og fremst verið byggt á gögnum frá Evrópusambandinu og væri um rangfærslur að ræða þýddi það að sambandið sjálft færi með rangt mál. Væntanlega sjá annars flestir það í hendi sér að tal Oles Antons um gífurleg áhrif og völd Íslands innan Evrópusambandsins stenzt alls enga skoðun. Fyrir utan annað er einfaldlega lítið gagn að sæti við borðið þegar ekki er setið við sama borð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun