Frelsið til þess að ráða eigin málum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 1. desember 2022 11:31 Við minnumst þess í dag að 104 ár eru liðin frá því að Ísland varð fullvalda ríki. Þann 1. desember 1918 endurheimtu Íslendingar loks frelsi sitt eftir að hafa lotið stjórn erlendra ríkja í rúmlega sex og hálfa öld. Þetta var uppskera frelsisbaráttu þjóðarinnar sem háð hafði verið áratugina á undan. Þann 17. júní 1944 varð Ísland síðan lýðveldi þegar konungssambandi landsins við Danmörku var formlega slitið. Fjölmörg dæmi eru um það í sögu Íslands síðustu hundrað árin hvernig fullveldið, frelsið til þess að ráða eigin málum, hefur skipt sköpum fyrir hagsmuni þjóðarinnar. Bæði stór og smá. Landhelgisdeilurnar á síðari hluta 20. aldarinnar eru þar eðlilega áberandi. Efnahagslögsagan hefði ekki ítrekað verið færð út þar til hún náði 200 mílum ef valdið til þess hefði ekki verið innanlands. Þar var fullveldið í lykilhlutverki. Þó vitað sé að Bandaríkin þrýstu á brezka ráðamenn að koma til móts við íslenzk stjórnvöld í þorskastríðunum svonefndum, vegna áhyggja af því að annars gæti Ísland yfirgefið NATO, er ljóst að án frumkvæðis íslenskra ráðamanna hefði efnahagslögsagan seint verið færð út. Ísland var enda í ákveðnu forystuhlutverki í þeirri þróun sem leiddi að lokum til þess að 200 mílna lögsögur urðu hluti af alþjóðlegum hafrétti. Sigur í Icesave þrátt fyrir regluverk ESB Við hefðum að sama skapi ekki haft sigur í Icesave-deilunni við brezk og hollenzk stjórnvöld ef ekki fyrir fullveldið. Hefði Ísland verið innan Evrópusambandsins má ljóst vera að okkur hefði verið gert að ábyrgjast Icesave-skuldir Landsbanka Íslands líkt og írskum og grískum skattgreiðendum var gert að axla ábyrgð á skuldum þarlendra lánastofnana einkum vegna hagsmuna franskra og þýzkra banka. Fullyrðingar um að regluverk frá Evrópusambandinu í gegnum aðildina að EES-samningnum hafi tryggt Íslandi sigur taka hvorki mið af því að Icesave-deilan byggðist á gallaðri tilskipun sambandsins um innistæðutryggingar né því að regluverk þess gerði útrás íslenzku bankanna mögulega eins og staðið var að henni. Þá ekki sízt stofnun útibúa frá starfsemi þeirra á Íslandi í öðrum ríkjum innan Evrópska efnahagssvæðisins. Vert er einnig að hafa í huga í þeim efnum að Evrópusambandið studdi brezk og hollenzk stjórnvöld í Icesave-deilunni og tók þátt í málarekstri Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum sem að lokum úrskurðaði Íslendingum í vil. Taldar eru allar líkur á því að dómstóll sambandsins hefði komizt að annarri niðurstöðu og hefði slíkt fordæmi legið fyrir hefði EFTA-dómstóllinn orðið að taka mið af því. „Írland er aðeins lítill fiskur í þessari tjörn“ Makríldeilan, sem hófst í kjölfar þess að makríll hóf að leita í stórauknum mæli inn í íslenzku efnahagslögsöguna í leit að æti, var ekki síður lýsandi fyrir mikilvægi fullveldisins. Innan Evrópusambandsins er ljóst miðað við áherzlur þess að sambandið hefði ekki úthlutað Íslandi neinum makrílkvóta en með inngöngu í Evrópusambandið framselja ríki vald sitt til þess að fara með yfirstjórn sjávarútvegsmála sinna til þess. Þrátt fyrir ríka hagsmuni af makrílveiðum hafa til að mynda Írar, sem eitt af ríkjum Evrópusambandsins, ekki átt beina aðkomu að deilunni ólíkt Færeyingum sem þó eru ekki fullvalda ríki en fara með eigin sjávarútvegsmál í krafti heimastjórnar sinnar. Þess í stað er valdið í þeim efnum í höndum sambandsins sem í krafti þess samdi að lokum við Noreg og Færeyjar um veiðiheimildir þvert á vilja írskra stjórnvalda. Martin Howley, einn af forystumönnum írskra sjómanna, sagði í samtali við fjölmiðla að þrátt fyrir að ríkisstjórn Írlands hefði barist af hörku gegn samkomulaginu hefði hún orðið undir enda snerist málið um atkvæði á vettvangi Evrópusambandsins og stóru ríkin innan sambandsins hefðu ekki haft áhuga á að verja hagsmuni Írlands í deilunni. „Írland er aðeins lítill fiskur í þessari tjörn. Við áttum aldrei möguleika.“ Vægi ríkja innan ESB fer eftir íbúafjölda Fjölmörg dæmi má finna um það hvernig ríki innan Evrópusambandsins, einkum þau sem fámennari eru, hafa orðið undir í atkvæðagreiðslum á vettvangi þess. Þar á meðal um ýmis mál sem varðað hafa ríka þjóðarhagsmuni eins og í tilfelli Írlands í makríldeilunni. Innan sambandsins fer vægi ríkja fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Því fámennari sem þau eru því minni möguleika eiga þau á því að hafa áhrif innan stofnana þess. Þrátt fyrir að hafa verið eitt af fjölmennustu ríkjum Evrópusambandsins hafa rannsóknir sýnt að Bretland stóð iðulega frammi fyrir því að ákvarðanir væru teknar á vettvangi þess þvert á hagsmuni landsins áður en það gekk úr sambandinu. Ástæðan er ekki sízt sú að Bretar höfðu oft sérstakra hagsmuna að gæta sem fóru ekki saman við hagsmuni margra annarra ríkja innan Evrópusambandsins sem leiddi ekki sízt til útgöngunnar. Bretland hafði í krafti íbúafjölda síns margfalt það vægi innan Evrópusambandsins sem Ísland hefði væri landið þar innanborðs. Vægi Írland er að sama skapi miklu meira innan þess. Það hefur þó ekki dugað til þess að verja hagsmuni þeirra. Við þetta bætist að einróma samþykki ríkja Evrópusambandsins við ákvarðanatöku innan þess heyrir nánast sögunni til sem komið hefur sér sérstaklega illa fyrir fámennari ríki sambandsins. Baráttunni fyrir frelsinu lýkur aldrei Fullveldið er þannig algert grundvallarfrelsi fyrir hverja þjóð. Forsenda þess að taka megi ákvarðanir um málefni Íslendinga er að valdið til þess sé hér innanlands í höndum íslenzkra kjósenda í gegnum kjörna fulltrúa þeirra eða bindandi þjóðaratkvæðagreiðslur. Þeir sem vilja Ísland undir yfirstjórn annarra hafa fyrir vikið eðlilega haft horn í síðu fullveldisins og lagt sig fram við það að kasta sem allra mestri rýrð á mikilvægi þess. Vert er að hafa í huga í þessu sambandi náin tengsl fullveldisins og lýðræðisins. Þannig má spyrja sig að því hvaða máli íslenzkt lýðræði skipti í raun ef valdið til þess að stjórna Íslandi væri að meira eða minna leyti komið úr landi í hendur einstaklinga og stofnana sem bæru enga lýðræðilega ábyrgð gagnvart íslenzku þjóðinni? Forsenda lýðræðisins er að valdið til þess að taka ákvarðanir um stjórn landsins sé í höndum íslenzkra kjósenda. Frelsisbaráttu lýkur í raun aldrei enda verða þeir alltaf til sem vilja skerða frelsi annarra. Hið sama á við um sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Henni lauk í reynd hvorki með fullveldinu árið 1918 né með stofnun lýðveldisins 1944. Fram að 1918 snerist baráttan um að endurheimta fullveldið en eftir það hefur hún fyrst og fremst snúizt um það að standa vörð um það sem ávannst og sjá til þess að það glatist aldrei aftur. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Við minnumst þess í dag að 104 ár eru liðin frá því að Ísland varð fullvalda ríki. Þann 1. desember 1918 endurheimtu Íslendingar loks frelsi sitt eftir að hafa lotið stjórn erlendra ríkja í rúmlega sex og hálfa öld. Þetta var uppskera frelsisbaráttu þjóðarinnar sem háð hafði verið áratugina á undan. Þann 17. júní 1944 varð Ísland síðan lýðveldi þegar konungssambandi landsins við Danmörku var formlega slitið. Fjölmörg dæmi eru um það í sögu Íslands síðustu hundrað árin hvernig fullveldið, frelsið til þess að ráða eigin málum, hefur skipt sköpum fyrir hagsmuni þjóðarinnar. Bæði stór og smá. Landhelgisdeilurnar á síðari hluta 20. aldarinnar eru þar eðlilega áberandi. Efnahagslögsagan hefði ekki ítrekað verið færð út þar til hún náði 200 mílum ef valdið til þess hefði ekki verið innanlands. Þar var fullveldið í lykilhlutverki. Þó vitað sé að Bandaríkin þrýstu á brezka ráðamenn að koma til móts við íslenzk stjórnvöld í þorskastríðunum svonefndum, vegna áhyggja af því að annars gæti Ísland yfirgefið NATO, er ljóst að án frumkvæðis íslenskra ráðamanna hefði efnahagslögsagan seint verið færð út. Ísland var enda í ákveðnu forystuhlutverki í þeirri þróun sem leiddi að lokum til þess að 200 mílna lögsögur urðu hluti af alþjóðlegum hafrétti. Sigur í Icesave þrátt fyrir regluverk ESB Við hefðum að sama skapi ekki haft sigur í Icesave-deilunni við brezk og hollenzk stjórnvöld ef ekki fyrir fullveldið. Hefði Ísland verið innan Evrópusambandsins má ljóst vera að okkur hefði verið gert að ábyrgjast Icesave-skuldir Landsbanka Íslands líkt og írskum og grískum skattgreiðendum var gert að axla ábyrgð á skuldum þarlendra lánastofnana einkum vegna hagsmuna franskra og þýzkra banka. Fullyrðingar um að regluverk frá Evrópusambandinu í gegnum aðildina að EES-samningnum hafi tryggt Íslandi sigur taka hvorki mið af því að Icesave-deilan byggðist á gallaðri tilskipun sambandsins um innistæðutryggingar né því að regluverk þess gerði útrás íslenzku bankanna mögulega eins og staðið var að henni. Þá ekki sízt stofnun útibúa frá starfsemi þeirra á Íslandi í öðrum ríkjum innan Evrópska efnahagssvæðisins. Vert er einnig að hafa í huga í þeim efnum að Evrópusambandið studdi brezk og hollenzk stjórnvöld í Icesave-deilunni og tók þátt í málarekstri Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum sem að lokum úrskurðaði Íslendingum í vil. Taldar eru allar líkur á því að dómstóll sambandsins hefði komizt að annarri niðurstöðu og hefði slíkt fordæmi legið fyrir hefði EFTA-dómstóllinn orðið að taka mið af því. „Írland er aðeins lítill fiskur í þessari tjörn“ Makríldeilan, sem hófst í kjölfar þess að makríll hóf að leita í stórauknum mæli inn í íslenzku efnahagslögsöguna í leit að æti, var ekki síður lýsandi fyrir mikilvægi fullveldisins. Innan Evrópusambandsins er ljóst miðað við áherzlur þess að sambandið hefði ekki úthlutað Íslandi neinum makrílkvóta en með inngöngu í Evrópusambandið framselja ríki vald sitt til þess að fara með yfirstjórn sjávarútvegsmála sinna til þess. Þrátt fyrir ríka hagsmuni af makrílveiðum hafa til að mynda Írar, sem eitt af ríkjum Evrópusambandsins, ekki átt beina aðkomu að deilunni ólíkt Færeyingum sem þó eru ekki fullvalda ríki en fara með eigin sjávarútvegsmál í krafti heimastjórnar sinnar. Þess í stað er valdið í þeim efnum í höndum sambandsins sem í krafti þess samdi að lokum við Noreg og Færeyjar um veiðiheimildir þvert á vilja írskra stjórnvalda. Martin Howley, einn af forystumönnum írskra sjómanna, sagði í samtali við fjölmiðla að þrátt fyrir að ríkisstjórn Írlands hefði barist af hörku gegn samkomulaginu hefði hún orðið undir enda snerist málið um atkvæði á vettvangi Evrópusambandsins og stóru ríkin innan sambandsins hefðu ekki haft áhuga á að verja hagsmuni Írlands í deilunni. „Írland er aðeins lítill fiskur í þessari tjörn. Við áttum aldrei möguleika.“ Vægi ríkja innan ESB fer eftir íbúafjölda Fjölmörg dæmi má finna um það hvernig ríki innan Evrópusambandsins, einkum þau sem fámennari eru, hafa orðið undir í atkvæðagreiðslum á vettvangi þess. Þar á meðal um ýmis mál sem varðað hafa ríka þjóðarhagsmuni eins og í tilfelli Írlands í makríldeilunni. Innan sambandsins fer vægi ríkja fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Því fámennari sem þau eru því minni möguleika eiga þau á því að hafa áhrif innan stofnana þess. Þrátt fyrir að hafa verið eitt af fjölmennustu ríkjum Evrópusambandsins hafa rannsóknir sýnt að Bretland stóð iðulega frammi fyrir því að ákvarðanir væru teknar á vettvangi þess þvert á hagsmuni landsins áður en það gekk úr sambandinu. Ástæðan er ekki sízt sú að Bretar höfðu oft sérstakra hagsmuna að gæta sem fóru ekki saman við hagsmuni margra annarra ríkja innan Evrópusambandsins sem leiddi ekki sízt til útgöngunnar. Bretland hafði í krafti íbúafjölda síns margfalt það vægi innan Evrópusambandsins sem Ísland hefði væri landið þar innanborðs. Vægi Írland er að sama skapi miklu meira innan þess. Það hefur þó ekki dugað til þess að verja hagsmuni þeirra. Við þetta bætist að einróma samþykki ríkja Evrópusambandsins við ákvarðanatöku innan þess heyrir nánast sögunni til sem komið hefur sér sérstaklega illa fyrir fámennari ríki sambandsins. Baráttunni fyrir frelsinu lýkur aldrei Fullveldið er þannig algert grundvallarfrelsi fyrir hverja þjóð. Forsenda þess að taka megi ákvarðanir um málefni Íslendinga er að valdið til þess sé hér innanlands í höndum íslenzkra kjósenda í gegnum kjörna fulltrúa þeirra eða bindandi þjóðaratkvæðagreiðslur. Þeir sem vilja Ísland undir yfirstjórn annarra hafa fyrir vikið eðlilega haft horn í síðu fullveldisins og lagt sig fram við það að kasta sem allra mestri rýrð á mikilvægi þess. Vert er að hafa í huga í þessu sambandi náin tengsl fullveldisins og lýðræðisins. Þannig má spyrja sig að því hvaða máli íslenzkt lýðræði skipti í raun ef valdið til þess að stjórna Íslandi væri að meira eða minna leyti komið úr landi í hendur einstaklinga og stofnana sem bæru enga lýðræðilega ábyrgð gagnvart íslenzku þjóðinni? Forsenda lýðræðisins er að valdið til þess að taka ákvarðanir um stjórn landsins sé í höndum íslenzkra kjósenda. Frelsisbaráttu lýkur í raun aldrei enda verða þeir alltaf til sem vilja skerða frelsi annarra. Hið sama á við um sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Henni lauk í reynd hvorki með fullveldinu árið 1918 né með stofnun lýðveldisins 1944. Fram að 1918 snerist baráttan um að endurheimta fullveldið en eftir það hefur hún fyrst og fremst snúizt um það að standa vörð um það sem ávannst og sjá til þess að það glatist aldrei aftur. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun