Getur þú ekki bara harkað þetta af þér? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 1. desember 2022 14:01 Ánægjulegt og langþráð skref var stigið nú í vikunni þegar Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra staðfesti samning sem Sjúkratryggingar Íslands hafa gert við Klíníkina um kaup á aðgerðum vegna endómetríósu. Samningurinn kveður á um að þær sem eru í brýnustu þörfinni njóti forgangs að aðgerðum. Endómetríósa er krónískur, fjölkerfa sjúkdómur sem getur verið afar sársaukafullur. Sjúkdómurinn er gjarnan kallaður endó í daglegu tali, en einnig var notast við hugtakið legslímuflakk. Á 20 ára tímabili greindust um 1.400 konur með sjúkdóminn á Íslandi. Má því reikna með að á hverjum tíma eigi hundruð ef ekki þúsundir kvenna í vanda vegna sjúkdómsins hér á landi, en hjá mörgum þeirra greinist sjúkdómurinn seint og ekki fyrr en óafturkræfar vefjaskemmdir hafa orðið. Það hefur verið vitað um tíma að nauðsynlegt er að sinna þeim sem greinast með endómetríósu og af því tilefni var stofnað þverfaglegt endómetríósuteymi á Landspítalanum árið 2017. Þá hefur Klíníkin einnig byggt upp sérhæfða þjónustu fyrir endómetríósu og nú er þjónustan enn frekar tryggð með þessum samning. Aukin fræðsla og þjónusta Á síðasta þingvetri lagði ég fram þingsályktunartillögu um að fela heilbrigðisráðherra að beita sér fyrir að efla fræðslu meðal almennings og starfsfólks heilbrigðisstofnananna. Í ályktuninni er ráðherra falið að láta fara fram endurskoðun á heildarskipulagi þjónustunnar með það að markmiði að stytta greinarferlið og bjóða upp á heildræna meðferð. Heilbrigðisráðherra skipaði starfshóp um úrbætur á þjónustu og meðferð endómetríósu sjúklinga. Hópurinn skilaði tillögum til úrbóta í vor sem nú er verið að vinna úr og hrinda í framkvæmd. Í þeim má m.a. finna tillögur að aukinni fræðslu til heilbrigðisfólks og einstaklinga, skipulagi þjónustunnar og jöfnu aðgengi að sérfræðiþjónustu óháð efnahag. Þarfir fólks með langvinna verki voru sérstaklega teknar fyrir í vinnu hópsins þar sem mikil þörf er fyrir aukna áherslu á heildræna meðhöndlun verkja. Jafnrétti í heilbrigðisþjónustu Núverandi stjórnvöld hafa lagt áherslu á jafnrétti landsmanna að heilbrigðisþjónustu, líkt og kemur fram kemur í heilbrigðisstefnu sem samþykkt var á Alþingi á vordögum 2019. Þá er það einnig mikilvægt að huga að heilbrigðisþjónustu út frá kynjum. Kvenheilsa er nýtt teymi innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hlutverk teymisins er að sinna heilsufarsvanda og sjúkdómum sem eingöngu eru til staðar hjá konum og er viðbót við þá þjónustu sem er þegar fyrir. Hér er um að ræða mikilvægt skref því fram að þessu hefur lítil athygli beinst að þeim sjúkdómum sem leggjast sérstaklega á konur. Þær hafa mætt höfnun þegar þær leita til heilbrigðiskerfisins og gengið gegnum erfitt greiningarferli, en skortur er á almennri fræðslu um slíka sjúkdóma og þá er líka skortir á þekkingu á meðhöndlun og afleiðingum á þeim sjúkdómum sem leggjast á konur. Með þessum nýja samning sjúkratrygginga við Klíníkina hefur verið stigið stórt skref sem kemur til með að bæta líf margra kvenna og á sama tíma fá margar konur viðurkenningu á því að það sem hafi verið að hrjá þær í mörg ár sé ekki bara eðlilegir túrverkir. Endómetríósa er sjúkdómur sem þarf oft og tíðum meðferðar við, það dugar ekki alltaf að harka bara af sér. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokkurinn Heilbrigðismál Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Ánægjulegt og langþráð skref var stigið nú í vikunni þegar Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra staðfesti samning sem Sjúkratryggingar Íslands hafa gert við Klíníkina um kaup á aðgerðum vegna endómetríósu. Samningurinn kveður á um að þær sem eru í brýnustu þörfinni njóti forgangs að aðgerðum. Endómetríósa er krónískur, fjölkerfa sjúkdómur sem getur verið afar sársaukafullur. Sjúkdómurinn er gjarnan kallaður endó í daglegu tali, en einnig var notast við hugtakið legslímuflakk. Á 20 ára tímabili greindust um 1.400 konur með sjúkdóminn á Íslandi. Má því reikna með að á hverjum tíma eigi hundruð ef ekki þúsundir kvenna í vanda vegna sjúkdómsins hér á landi, en hjá mörgum þeirra greinist sjúkdómurinn seint og ekki fyrr en óafturkræfar vefjaskemmdir hafa orðið. Það hefur verið vitað um tíma að nauðsynlegt er að sinna þeim sem greinast með endómetríósu og af því tilefni var stofnað þverfaglegt endómetríósuteymi á Landspítalanum árið 2017. Þá hefur Klíníkin einnig byggt upp sérhæfða þjónustu fyrir endómetríósu og nú er þjónustan enn frekar tryggð með þessum samning. Aukin fræðsla og þjónusta Á síðasta þingvetri lagði ég fram þingsályktunartillögu um að fela heilbrigðisráðherra að beita sér fyrir að efla fræðslu meðal almennings og starfsfólks heilbrigðisstofnananna. Í ályktuninni er ráðherra falið að láta fara fram endurskoðun á heildarskipulagi þjónustunnar með það að markmiði að stytta greinarferlið og bjóða upp á heildræna meðferð. Heilbrigðisráðherra skipaði starfshóp um úrbætur á þjónustu og meðferð endómetríósu sjúklinga. Hópurinn skilaði tillögum til úrbóta í vor sem nú er verið að vinna úr og hrinda í framkvæmd. Í þeim má m.a. finna tillögur að aukinni fræðslu til heilbrigðisfólks og einstaklinga, skipulagi þjónustunnar og jöfnu aðgengi að sérfræðiþjónustu óháð efnahag. Þarfir fólks með langvinna verki voru sérstaklega teknar fyrir í vinnu hópsins þar sem mikil þörf er fyrir aukna áherslu á heildræna meðhöndlun verkja. Jafnrétti í heilbrigðisþjónustu Núverandi stjórnvöld hafa lagt áherslu á jafnrétti landsmanna að heilbrigðisþjónustu, líkt og kemur fram kemur í heilbrigðisstefnu sem samþykkt var á Alþingi á vordögum 2019. Þá er það einnig mikilvægt að huga að heilbrigðisþjónustu út frá kynjum. Kvenheilsa er nýtt teymi innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hlutverk teymisins er að sinna heilsufarsvanda og sjúkdómum sem eingöngu eru til staðar hjá konum og er viðbót við þá þjónustu sem er þegar fyrir. Hér er um að ræða mikilvægt skref því fram að þessu hefur lítil athygli beinst að þeim sjúkdómum sem leggjast sérstaklega á konur. Þær hafa mætt höfnun þegar þær leita til heilbrigðiskerfisins og gengið gegnum erfitt greiningarferli, en skortur er á almennri fræðslu um slíka sjúkdóma og þá er líka skortir á þekkingu á meðhöndlun og afleiðingum á þeim sjúkdómum sem leggjast á konur. Með þessum nýja samning sjúkratrygginga við Klíníkina hefur verið stigið stórt skref sem kemur til með að bæta líf margra kvenna og á sama tíma fá margar konur viðurkenningu á því að það sem hafi verið að hrjá þær í mörg ár sé ekki bara eðlilegir túrverkir. Endómetríósa er sjúkdómur sem þarf oft og tíðum meðferðar við, það dugar ekki alltaf að harka bara af sér. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun